Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 ✝ Helena Svav-arsdóttir fæddist í Reykjavík 15.12. 1947. Hún lést á taugalækningadeild Landspítalans í Foss- vogi hinn 28.8. sl. Foreldrar hennar voru Svavar Sigurðs- son, f. 13.11. 1922, d. 1.4. 1979, og Sólveig Guðmundsdóttir, f. 17.3. 1927, d. 10.2. 1974. Helena var elst í systkinahópnum en systkini hennar eru; Sigurður Ingi, f. 1949, Margrét, f. 1951, d. 2007, Sesselja, f. 1953, Guðmundur, f. 1955, og Rósa, f. 1961. Hálfsystkini Helenu eru Þor- steinn, f. 1949, og Sólveig, f. 1954. Helena giftist hinn 11.12. 1965 24.4. 1970, iðnhönnuður, kvæntur Dagmar Valgerði Kristinsdóttur. Synir þeirra eru Hilmar Yngvi, f. 1993, og Bjarki Viðar, f. 2004. Helena giftist hinn 22.8. 2008 eftirlifandi eiginmanni sínum, Reyni Arnari Eiríkssyni heildsala, f. 8.11. 1945. Foreldrar hans voru Eiríkur Ágústsson, f. 6.10. 1909, d. 16.4. 1984, og Ingigerður Guð- mundsdóttir, f. 20.9. 1902, d. 20.6. 1999. Helena ólst upp í Reykjavík og bjuggu þau Birgir sér heimili í Hjaltabakka í Breiðholti eftir styttri viðkomu í Árbænum og í Neskaupstað. Helena starfaði lengst af við afgreiðslustörf í bókaverslunum og síðast við sím- vörslu hjá Hafrannsóknastofnun uns hún lét af störfum vegna veik- inda. Útför Helenu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, miðvikudag- inn 8. september 2010, og hefst at- höfnin kl. 13. Birgi Guðmundsyni bifvélavirkja, f. 7.8. 1943, d. 13.1. 1999. Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfs- son, f. 23.7. 1915, d. 21.2. 1945, og Hrefna Ingvarsdóttir, f. 6.10. 1921, d. 7.8. 1978. Börn Helenu og Birg- is eru: 1) Linda Sól- veig, f. 11.2. 1965, kennari, gift Svan Hector Trampe. Börn þeirra eru Steinar Hrafn, f. 1992, og Sandra Hrönn, f. 1994. 2) Stúlka, f. 28.3. 1966, d. 1.4. 1966. 3) Brynja Björk, f. 17.5. 1968, fornleifafræð- ingur, dætur hennar eru Ágústa Hlín, f. 1989, og Þórdís Björk, f. 1991, d. 2004. 4) Birgir Fannar, f. Á skírnardaginn minn 11. desember 1965 fylgdi ég mömmu og pabba til alt- aris. Unga parinu lá svo á að gifta sig að mamma, sem var aðeins 17 ára, þurfti leyfi forsetans. Á myndunum frá þessum hamingjudegi ljómum við öll. Síðan þá hef ég verið svo stolt af elsku fallegu, ungu, mömmu minni. Þegar við Svan giftum okkur stóðu mamma og pabbi í eldhúsinu í Hjaltabakka í marga daga og útbjuggu með góðri hjálp þá bestu veislu sem hægt var að láta sig dreyma um, og mamma sá um að skreyta salinn fyrir okkur. Þegar Steinar fæddist fór mamma heim í Hraunbæ og undirbjó allt fyrir heimkomu okkar og skreytti vögguna svo fallega. Þegar Sandra fæddist komu mamma og pabbi um miðja nótt og gættu Steinars. Á meðan við bjugg- um í Danmörku komu oft pakkar frá ömmu og afa. Stundum cherioos, lakkrís eða bjúgu. En bestu pakkarnir komu með ullarsokkana og vettlingana sem amma prjónaði. Ein jólin kom heill kassabíll, bekkur og eldavél, sem amma og afi höfðu nostrað við að smíða og skreyta. Við höfðum verið í Danmörku í tæpa 2 mánuði þegar amma og afi komu í fyrstu heimsókn- ina og þá var tíminn helgaður barna- börnunum. Við mamma áttum dýr- mætar stundir í Kaupmannahöfn á meðan pabbi lá veikur og fyrir þær er ég þakklát. Eftir að mamma var orðin ein var oft erfitt að vera langt í burtu, en hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast Reyni um það bil ári eftir lát pabba. Það var skrýtin tilhugsun að fá mömmu í heimsókn með nýja manninn í fyrsta skipti, en auðvitað hafði hún valið hann af sömu kostgæfni og pabba, svo það varð fljótt jafn eðlilegt að segja mamma og Reynir og það hafði verið að segja mamma og pabbi. Með Reyni fékk mamma mörg tæki- færi til að ferðast. Þau heimsóttu okk- ur til Danmerkur og fóru víðar um Evrópu og mamma naut hverrar ferð- ar. 43 árum eftir að ég fór með mömmu og pabba upp að altarinu, varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fylgja mömmu að altarinu á ný þegar hún giftist Reyni 22. ágúst 2008, það var ham- ingjudagur og fallega, unga, mamma mín ljómaði skært. Mamma skipulagði brúðkaup þeirra af sömu smekkvísi og myndarskap og hún var vön. Í veik- indum Reynis hefur mamma verið hans stoð og stytta og fylgt honum í gegnum erfiðar stundir af sömu tryggð og á gleðistundunum. Síðast- liðið haust fór mamma að eiga við erfið og illskýranleg veikindi að stríða. Jólin héldu mamma og Reynir hátíðleg við sjúkrarúmið. Á nýja árinu ágerðust veikindin og síðustu ferðirnar heim í Hjaltabakka í maílok hefði mamma aldrei komist ef hún hefði ekki haft Reyni sér við hlið. Í öllum þessum erfiðleikum missti hún aldrei von um bata og alltaf svaraði hún spurningum um hvernig gengi með því að hún hefði það nú ágætt og þetta væri allt að koma. Alla daga í þessari erfiðu legu hefur Reynir verið stoð og styrkur og hugsað um mömmu af ást og alúð og erum við þakklát fyrir það. Nú hefur mamma fengið hvíld og þjáist ekki meira. Elsku Reynir, Brynja, Ágústa, Biggi, Dagmar, Hilm- ar, Bjarki og þið öll sem elskuðuð mömmu, við samhryggjumst ykkur. Linda og fjölskylda. Takk fyrir traustið. Takk fyrir tárin. Takk fyrir hjúkrun, er þú hnýttir um sárin. Takk fyrir glettni og gleðinnar stundir. Takk fyrir óskir um endurfundi. Takk fyrir kleinur og kakóbolla. Takk fyrir strokur um smávaxna kolla. Takk fyrir bækur og boltana mína. Takk fyrir dótið sem tókst mér að týna. Takk fyrir knús og kossa á kinn. Takk fyrir huggun og húslykilinn. Takk fyrir sjálfstraust, sem þér tókst að efla. Takk fyrir vettlinga, húfur og trefla. Takk fyrir hugrekki og heimtu úr helju. Takk fyrir aðhald, ástúð og elju. Takk fyrir dásemdardugnað og dug. Takk fyrir bjartsýni og baráttuhug. Takk fyrir stuðning og stoppaða sokka. Takk fyrir æru og andlegan þokka. Takk fyrir faðmlög og framtíðarspár. Takk fyrir minningar og öll okkar ár. Takk fyrir natni og náttúruferðir. Takk fyrir allt sem þú sagðir og gerðir. Og takk fyrir teppi, þegar tánum var kalt. Elsku mamma, takk fyrir allt. (Birgir Fannar Birgisson.) Við treystum því að þér líði nú bet- ur á nýjum stað og tileinkum þennan dag þinni minningu. Brynja Björk Birgisdóttir, Birgir Fannar Birgisson og fjölskyldur. Elsku Helena mín. Ég sakna þín svo sárt að það er ekki hægt að lýsa því með orðum, þú varst mér miklu meira en systir, þú varst mér líka sem móðir því eftir að mamma okkar lést og ég var bara 12 ára flutti ég til ykk- ar Bigga heitins og barnanna ykkar þriggja. Einnig tókuð þið að ykkur að vera stelpunum mínum amma og afi og er ég ávallt þakklát fyrir það. Við systurnar höfum alltaf verið mjög nánar og oft dottið í djúpar um- ræður um lífið og dauðann sem allt of oft hefur bankað upp hjá okkur. Nú ert þú farin líka eins og öll hin sem við elskuðum líka svo mikið og ég trúi að það sé komin ný fjölskylda á himnum þar sem við munum öll hittast að lok- um. Elsku Helena mín, takk fyrir að hafa fengið að vera partur af þínu lífi það var mér svo mikils virði. Stórt knús til þín. Þín systir, Rósa Guðbjörg. Elsku Helena systir mín hefur nú kvatt eftir erfið veikindi. Það er sárt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur en ég veit að það verður tekið vel á móti þér á nýjum stað. Þær voru margar samverustundir fjölskyldna okkar innan lands og utan. Þú varst mikil hannyrðakona og áttir fallegt heimili og yndislega fjölskyldu. Mér finnst ótrúlegt að hafa faðmað þig á föstudagskvöldi svo glaða en haldið svo í hönd þína sólarhring síðar er þú kvaddir okkur. Elsku Reynir Linda Brynja Birgir og fjölskyldur ykkar missir er mikill en nú kveðjum við góða konu sem stóð á meðan stætt var. hvíl í friði. Þín systir, Sesselja Svava Svavarsdóttir (Lilla.) Á fögru síðsumarkvöldi er sólin baðaði borgina geislum sínum, kvaddi vinkona okkar, Helena Svavarsdóttir, jarðvist sína. Langar okkur að minn- ast hennar með nokkrum orðum og þakka henni samfylgdina sem varði alltof stutt. Þegar Reynir Arnar Eiríksson, vinur okkar, kynnti Helenu fyrir vina- hópnum fyrir 10 árum, fundum við strax hve vel þau áttu saman og hún samlagaðist hópnum okkar á auga- bragði. Það var eins og við hefðum alltaf þekkt hana. Hún var hæglát og róleg og mikill húmoristi með sífelld- an glettnisglampa í augum. Reynir var félagi í briddsklúbbnum Krumm- arnir eins og margir af okkur vinun- um, og spilaði þar að staðaldri. Hel- ena hafði spilað vist um áraraðir og þegar konurnar ákváðu að skella sér í Bridsskólann var hún að sjálfsögðu með. Í framhaldi af því varð það að venju, að meðan karlarnir spiluðu í Krummunum spiluðu konurnar heima og var þá talað um Krumma og Kríur. Einu sinni til tvisvar yfir vet- urinn var slegið upp sameiginlegu spilakvöldi þar sem pörin reyndu með sér. Var það oft ójafn leikur, en frá- bær skemmtun. Í hinum mörgu ferð- um okkar saman í sumarbústað var alltaf tekið í spil og spilað á tveimur borðum, frúrnar á móti körlunum. Við fylgdumst með umhyggju þeirra hvort fyrir öðru og fannst Reynir vera kominn í heila höfn. Því var það okkur mikið áfall þegar Reyn- ir veiktist og glímdi við alvarleg veik- indi. Helena stóð eins og klettur við hlið hans og var honum ómetanlegur styrkur. Við samfögnuðum þeim er þau gengu í hjónaband í ágúst 2008 í Kotstrandarkirkju í Ölfusi. Það var mikil gleðistund og öllum ógleyman- leg sem þar voru viðstaddir. Helena hafði ekki verið heilsuhraust í mörg ár og í fyrrahaust veiktist hún mikið og var bundin við sjúkrahúsvist að mestu síðan, uns hetjulegri baráttu hennar lauk hinn 28. ágúst sl. Reynir var sem vænta mátti stoð hennar og stytta í hennar erfiðu veikindum. Við öll í vinahópnum minnumst með hlýju og virðingu vinkonu okkar Helenu Svavarsdóttur og þökkum forsjóninni fyrir þann stutta en skemmtilega tíma sem við áttum með henni.. Megi guð blessa og vaka yfir vini okkar Reyni og öllum aðstandendum Helenu. Blessuð sé minning Helenu Svav- arsdóttur. Sigtryggur Jónsson og Guðlaug Helga Konráðsdóttir. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt verð ég að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Nú þegar leið þín hér megin er á enda langar mig að minnast þín með nokkrum orðum og þakka þér sam- fylgdina. Ljóðið hans Vilhjálms hér að ofan var þér mjög kært og á nú vel við. Við kynntumst mjög ungar, gift- umst bræðrum og áttum því margar samverustundir. Helena var svo ung þegar hún giftist að til þess þurfti for- setaleyfi. Fyrstu hjúskaparárin okkar bjuggum við í sama húsi svo að sam- gangur var mikill. Á þessum árum vorum við ungar og hraustar og töld- um okkur færar í flestan sjó. Þér var margt til lista lagt, handlagin svo af bar, hvort sem um prjóna- eða sauma- skap var um að ræða, vandvirk og út- sjónarsöm. Heimilið þitt var alltaf hreint og fágað, allt í röð og reglu. Börnin ykkar þrjú er upp komust eru Linda Sólveig sem kom fyrst, Brynja Björk og svo Birgir Fannar yngstur, allt vel menntað efnisfólk. Í nokkur ár bjugguð þið á Norðfirði og líkaði ykkur vistin þar vel. Þetta var á tímum kreppu því að kreppa hefur átt fleiri líf. Hér á árum áður féll gengi ansi hratt og þá var oft lítið í budd- unni, þetta var ykkar ráð til að lifa af. Síðan fluttuð þið aftur í bæinn í Hjaltabakka 8 og áttuð þar heima upp frá því og til dauðadags. Þangað tók- uð þið Rósu systur þína til ykkar og óluð hana upp sem ykkar barn. Rósa hefur reynst þér og þínum afar vel sem og þið henni. Birgir lést í árs- byrjun 1999 eftir mjög erfið veikindi. Síðan kynntist þú honum Reyni þín- um og áttuð þið nokkur góð ár saman. Líf þitt var kannski aldrei dans á rós- um, þyrnar stungu víða og oft. Heils- an þín hefur oft verið bágborin og allt þetta ár hefur þú legið á sjúkrahúsi. Þar barðist þú áfram af auðmýkt og dugnaði. Í síðasta samtali okkar sagð- ir þú: „Þú veist hvernig komið er fyrir mér, en um það vil ég helst ekki tala“ og þá snerum við umræðunni yfir í að tala um börn okkar og barnabörn og vorum jafn montnar af afkomendun- um. Ég ætla að fá að þakka þér allar góðar stundir og sendi öllum ástvin- um þínum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þín. Guðríður Pálmadóttir (Gullý). Nú hefur elskuleg vinkona mín, Helena Svavarsdóttir, kvatt þetta líf eftir erfið veikindi. Með þessum línum vil ég þakka góðri vinkonu samfylgd- ina í 50 ár, elsku hennar og tryggð. Helena mín var alltaf raunsæ og tók öllu með miklu æruleysi, miklum veikindum, ástvinamissi og sorg. Hún sagði alltaf við skulum ekki velta okk- ur upp úr því sem við getum ekki breytt, njótum þeirra stunda sem við eigum saman og það gerðum við svo sannarlega. Já, minningarnar streyma fram, við gátum setið tím- unum saman og rifjað upp liðna tíð. Ég kveð þig, elsku vinkona, með söknuði, hafðu þökk fyrir allt og allt, Guð blessi þig. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Ég votta Reyni, eiginmanni Hel- enu, og börnum hennar og fjölskyld- um þeirra samúð mína, Guð veri með ykkur Inga Magnúsdóttir. Helena Svavarsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista                          ✝ Ástkær frænka okkar, SIGRÚN ÁSTRÓS SIGURÐARDÓTTIR sníða- og kjólameistari, lést mánudaginn 6. september á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Þorleifsdóttir, Erna Bryndís Halldórsdóttir, Sigrún Pálína Sigurpálsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR LÁRUSSON, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 5. september. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. september kl. 13.00. Hildur Ólafsdóttir, Halldóra Eyjólfsdóttir, Skúli Björnsson, Kristinn Eyjólfsson, Valdís María Össurardóttir, Margrét Eyjólfsdóttir, Magnús Gunnarsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.