Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ernir Hugbrot Garðar og Signý aðstoða fólk við að ná markmiðum með því að finna lausnir sem skila varanlegum árangri. síast svo inn í undirmeðvitundina. Þetta gerir þú einu sinni á dag í 21 dag og það hefur þau áhrif að þú matreiðir undirmeðvitundina með nýjum vönum og nýjum viðhorfum. Diskurinn hjálpar þér að taka í burtu fyrirstöður og losna við höml- ur sem standa í vegi fyrir því að þú náir árangri. Þetta kemur allt innan frá. Í vökuástandi er meðvitundin gagnrýnandinn, ritskoðandinn, en í djúpri slökun er ritskoðarinn eig- inlega sofnaður og því fer þetta beint inn. Því tileinkar þú þér ný viðhorf miklu hraðar en í vöku- ástandi. Milli svefns og vöku er hugurinn móttæki- legastur fyrir öllu nýju,“ segir Garðar og Signý bætir við; „Á diskunum eru myndlíkingar og þegar þú ert komin í djúpa slökun er það eins og að vera í draumi og þá ferðu í undirmeðvitundina og lagar það sem þarf. Yfirleitt tekur fólk ekki sjálft eftir því hvað hefur breyst en aðrir taka eftir því. Fólk veit best hvað er best fyr- ir það sjálft, á diskunum er þér ekki sagt hvað á að gera heldur virkjar manneskjan sjálfa sig.“ Varð fyrir dulrænni reynslu Garðar og Signý hafa bæði haft áhuga á málefnum andans frá því þau voru börn. Signý var meira í dulspeki en sjálfsvinnu og Garðar las bækur móður sinnar um málefni hugans. „Svo varð ég fyrir dulrænni reynslu sem krakki sem setti end- anlega punktinn yfir i-ið og kveikti á áhuganum á þessum málum,“ seg- ir Garðar. Hann vinnur við vefþjón- ustu á meðan Signý sér um útgáfu Hugbrot, þau eiga þrjár dætur. „Diskarnir eru til sölu á netinu og í versluninni Betra líf. Við erum búin að þýða þetta yfir á sænsku og erum að vinna í því að koma þessu til Svíþjóðar. Diskurinn Losnað við kílóin er vinsælastur enda er það hugurinn sem fær þig til að hreyfa þig ekki og borða óhollt og því er það hugurinn sem þú þarft að byrja á að breyta til að léttast,“ segir Garðar að lokum og fylgir blaða- manni til dyra. Þar tekur fagur fuglasöngur við og náttúrufegurð Mosfellsdalsins. www.hugbrot.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Sími 568 5170 HELENA RUBINSTEIN KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNNI Í GLÆSIBÆ MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS Kynnum Prodigy Powercell dropana og nýja Lash Queen Sexy Blacks maskarann Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir 2 HR vörur: - HR taska - HR dagkrem 15 ml - Prodigy næturkrem 5 ml - Life Ritual andlitsvatn 50 ml - Magic Concealer baugahyljari 3 ml - All Mascaras augnfarðahreinsir 50 ml Verðmæti kaupaukans allt að 15.500 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka með förðunarbustum HR GJAFADAGARNIR ÞÍNIR *G ild ir á ky nn in gu nn im eð an bi rg ði r en da st .G ild ir ek ki m eð de od or an te ða bl ýö nt um . Daglegt líf 11 „Hún er nýlega orðin uppáhalds- sultan mín því ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég get aldrei búið til sömu sultuna tvisvar,“ segir Guðbjörg Guð- jónsdóttir, Sel- fyssingur og sultugerðarkona, spurð um uppá- haldssultuna. „Ég fór með mömmu í berjamó og við tíndum nokkur kíló af blá- berjum. Ég gerði þrjár tegundir af bláberjasultu og ein þeirra er alveg æðisleg og er mín uppáhalds. Hún heitir frönsk bláberjasulta og fann ég uppskriftina á gagnasafni Mbl.is. Ég hafði reyndar ekki sykurmola, bara venjulegan sykur. Það er ein- stakur mildur keimur af sultunni og hún er mjög góð ofan á ristað brauð og vöfflur. Ég fékk sex krukkur af henni en svo gerði ég tvær aðrar bláberjasultutegundir, drottn- ingasultu og bláberjahlaup. Ásamt þeim gerði ég líka rabarbar- achutney, svo það eru fjórar sultu- tegundir til á mínu heimili eftir þetta sumar,“ segir Guðbjörg. Frönsk bláberjasulta 1 kíló bláber, hreinsuð 1 kíló sykurmolar 4 dl vatn Berin eru sett í stóran pott og hituð hægt að suðu. Þau eru látin malla í 20 mínútur og hrært í þeim af og til. Athugið að ekki skal setja lok á pottinn. Þegar berin eru rétt orðin meyr er potturinn tekinn af hitanum. Gætið þess að sjóða berin ekki í mauk. Sykurmolarnir eru leystir upp í vatninu yfir lágum hita í þykkbotna potti. Blandan er hituð hægt að suðu en þegar hún er farin að sjóða má ekki hræra í henni heldur er beðið þar til áferðin verð- ur gullin og karamellukennd. Þá er blöndunni hellt yfir berin. Sykurinn og berin eru hrærð saman yfir lág- um hita í 8 til 10 mínútur. Þá ætti sultan að vera tilbúin. Hún er sett í tandurhreinar krukkur og kæld áður en krukkurnar eru innsiglaðar. Uppáhaldssulta Guðbjargar Guðjónsdóttur Morgunblaðið/Eyþór Bláberjasulta Meðal annars góð ofan á ristað brauð, kex og vöfflur. Einstök frönsk bláberjasulta Guðbjörg Guðjónsdóttir Talið er að freistingin til að fara að versla sé sterkari en sú að sækja kirkju jafnvel þó það skili minni hamingju. „Að versla er eiginlega ávana- bindandi og þó það geri fólk ekki hamingjusamara fer það samt að versla og sleppir kirkjunni. Það er hægt að fá ákveðna skyndifull- nægju við það að versla sem er lík- lega tekin fram yfir kostina við að fara í kirkju, sem gætu samt talist meiri yfir lengra tímabil litið,“ seg- ir dr. Sander. Reuters Sunnudagar Það færir fólki meiri hamingu að fara í kirkju en verslanir. Nýjasti diskurinn hjá Hugbroti heitir Meðganga og fæðing og vann Signý hann frá upphafi til enda. „Ég notaði þessar aðferðir í seinni fæðingunni því ég var svo logandi hrædd í fyrri fæðing- unni og bað um allar deyfingar. Í þeirri seinni var ég meira und- irbúin og slakaði á og notaði engar deyf- ingar. Þá bjó ég til þennan disk og notaði aðferðirnar sem eru kenndar í Hugeflisbók- inni sem Garðar gaf út. Diskurinn byrjar á þægilegri tónlist með djúpslökun til þess að róa huga og líkama. Konan er síðan leidd hægt og rólega í gegnum sérstakt ofurnámsferli þar sem hún lærir að undirbúa sig and- lega og tilfinningalega fyrir fæðinguna og umönnun barns- ins. Með reglulegri hlustun auð- veldar diskurinn konum að tak- ast á við þær miklu breytingar sem fylgja meðgöngu og fæð- ingu. Þegar konur eru óléttar eru þær oft mikið viðkvæmari og þetta er innlegg í það hvern- ig þær hugsa til barnsins og fæðingarinnar sjálfrar.“ Andlegur undirbúningur MEÐGANGA OG FÆÐING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.