Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Ég man ekki eftir þessu,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmála- og samgönguráðherra er hann er spurður að því hvort uppi hafi ver- ið ráðagerðir milli Vinstri grænna og Samfylkingar í ársbyrjun 2009 um að Svavar Gestsson yrði að- alsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB. Kristrún Heimisdóttir, fyrrver- andi aðstoðarkona Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, lét eftirfarandi ummæli falla skv. frásögn visir.is á fundi sem Samfylkingin stóð fyrir sl. föstudag: „Ég held að ástæðan fyrir því að Svavar Gestsson var formaður samninganefndar um Icesave-málið sé sú að þeir sem sömdu stjórnarsáttmálann fyrir okkur í vinstri stjórninni í árs- byrjun 2009 voru nánast búnir að samþykkja að hann yrði aðalsamn- ingamaður um Evrópusambandið.“ Þessi ummæli hafa vakið þá spurningu hvort Samfylking og VG hafi verið búin að semja um að sækja ætti um aðild að ESB þegar stjórnin var mynduð í byrjun febr- úar 2009 og fyrir kosningarnar þá um vorið. Okkar lína í Vg var sú að spyrja ætti þjóðina fyrst Ögmundur kannast ekki við að þetta eigi við nein rök að styðjast. „Eins og ég man þetta mál þá var verið að takast á um það alveg fram undir myndun núverandi rík- isstjórnar vorið 2009 hvort og hvernig ætti að standa að aðild- arumsókn gagnvart Evrópusam- bandinu. Þá var það okkar lína í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði að heppilegast væri að spyrja þjóðina fyrst hvort hún væri reiðubúin að ljá samþykki sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ög- mundur. „Það fékkst ekki sam- þykkt af hálfu Samfylkingarinnar. Þetta var okkar tillaga sem ekki náði fram að ganga.“ Ögmundur segist hafa lýst þeirri afstöðu sinni strax á árinu 2008 að hann teldi þetta vera deilumál af þeirri stærðargráðu að það yrði að fá niðurstöðu í lýðræðislegri kosn- ingu um hvað þjóðin vildi. „Í mínum huga var ekki stóra málið hvenær sú þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram. Það breytir því ekki að stefna flokksins fram að myndun ríkisstjórnarinnar var sú, og ég var eindregið þeirrar skoð- unar, að heppilegast væri að spyrja þjóðina fyrst,“ segir Ög- mundur. Tókust á um ESB fram á vorið 2009  Ögmundur Jónasson kannast ekki við að samið hafi verið við Samfylkingu um aðildarumsókn í ársbyrjun 2009  Minnist þess ekki að rætt hafi verið um Svavar Gestsson sem aðalsamningamann Morgunblaðið/Ómar Samkomulag eða átök um ESB? Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna kynna stöðu stjórnarmyndunarviðræðna í febrúarbyrjun 2009. FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Tíðar sendingar lífsýna til rann- sóknar í Svíþjóð vegna manndráps í Hafnarfirði í síðasta mánuði vekja spurningar um hvort ekki sé hægt að gera slíkar rannsóknir hér á landi, þá á skemmri tíma, með minni tilkostn- aði og þá hugsanlega í fleiri málum. Hvað slíkar rannsóknir varðar verður að líta til þess að fremur fá til- vik koma upp á ári hverju þar sem slíkrar rannsóknar er þörf, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yf- irmanns rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Og þeim mun færri lífsýni sem rannsaka þarf, þeim mun hærri er kostnaðurinn við hverja rannsókn. Benda má einnig á að rann- sóknarstofan í Svíþjóð, sem er á veg- um lögregluyfirvalda, er sú eina slíka í landinu og því greinilega ekki grund- völlur til að halda úti fleirum, þrátt fyrir stærð landsins og fólksfjölda. Kostnaður við að senda lífsýni út til rannsóknar er talinn hár og því þarf að meta það í hverju máli fyrir sig hvort fara þurfi út í slíkar rannsóknir. Friðrik segir þó að í alvarlegum mál- um sé ekkert til sparað. Lögregluembættin greiða ekki beint fyrir slíkar rannsóknir, en kostnaðurinn færist á svonefndan málskostnaðarlið dómsmálaráðu- neytis. Elvar Óskarsson, lögreglu- fulltrúi á Eskifirði, segir að lögregla sé meðvituð um að fjármunirnir komi frá almenningi og er því til efs að send yrðu lífsýni til rannsóknar ef um t.d. einfalt rúðubrot væri að ræða. Hjá embætti hans er hins vegar til rann- sóknar innbrot og skemmdarverk í grunnskóla Neskaupstaðar. Þar fund- ust lífsýni og er enn til skoðunar hvort senda eigi þau til rannsóknar. Þá er alls óvíst að einhver tíma- sparnaður yrði af þótt rannsóknin væri gerð hér á landi enda samvinna við Svíana góð og segir Friðrik að ís- lensk lögregluyfirvöld fái einnig for- gangsmeðferð liggi mikið við. Ekkert til sparað í alvarlegum málum Morgunblaðið/Júlíus Blóðleit Menn úr tæknideild lögreglunnar leita að lífsýnum á vettvangi.  Rekstrargrundvöllur er ekki fyrir hendi fyrir rannsóknarstofu lögregluyfirvalda vegna lífsýna  Samvinnan við lögregluyfirvöld í Svíþjóð er góð og forgangsmeðferð fæst ef mikið liggur við Þessa dagana vinna verktakar hörðum höndum við að grafa gríðarmikla holu í Stekkjarvík norð- an Blönduóss. Hér er um að ræða framtíðar sorpurðunarstað Austur-Húnavatnssýslu, Skagastrandar og Akureyrar. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar, sveitarstjóra Skagastrandar og stjórnarformanns Norðurár, fyrirtækisins sem stofnað var um framkvæmd- ina, eru framkvæmdir á áætlun og hafa 260 þús- und rúmmetrar efnis þegar verið fluttir til en áætlað er að alls verði 390 þúsund rúmmetrar, jafngildi 25 þúsund vörubílsfarma, fluttir. Efn- inu sem til fellur er hlaðið upp í stall sem verður sex metra hár. Verður efnið, sem er að mestu leyti hreinn sandur, notað til vegagerðar seinna meir. Samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn verður heimilt að taka við 21 þúsund tonnum af almennum og óvirkum úrgangi á ári til urðunar. Tillagan ligg- ur frammi til kynningar á skrifstofu Blönduós- bæjar til 29. október og er öllum frjálst að gera athugasemdir við hana. Frestur til að skila at- hugasemdum er til 29. október 2010. Morgunblaðið/Einar Falur Gríðarlegt gímald gapir við Blönduós Mikil aska frá svæðinu í kringum Eyjafjallajökul barst í gær yfir höfuðborgarsvæðið í hvassri suðaustanátt. Að sögn Önnu Rósu Böðvarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Reykjavíkurborg, í gærkvöld var ljóst að styrkur svifryks færi vel yfir sólarhringsheilsu- verndarmörk. „Um tvöleytið voru að mælast um 400 míkrógrömm á rúmmetra í borginni, heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm,“ sagði Anna Rósa. „Hæstu hálftímagildin voru um áttaleytið í kvöld, rúmlega 500 mík- rógrömm, þá er átt við meðaltal síð- astliðins hálftíma. Meðaltalið frá miðnætti þangað til núna [klukkan níu] er yfir 160 míkrógrömm. Við förum því örugglega yfir heilsu- verndarmörkin og vel það.“ Anna Rósa sagði að fólk með sjúkdóma í öndunarfærum þyrfti að gæta sín við svona aðstæður og halda sig innandyra ef það gæti. Finna mætti ráðleggingar á heima- síðum Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um þessi mál. Í dag er spáð úrkomu, sem ætti að draga úr líkum á svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Svifryk langt yfir mörkum Fólk með lungna- sjúkdóma gæti sín „Þetta er allt annað mál, að skoða skó, strok eða eitthvað þvíumlíkt en að taka venjulega fenginn vef úr fólki eins og við gerum í faðernismálum,“ segir Jóhannes Björnsson, prófessor og yfirlæknir á Rannsóknar- stofu í meinafræði. Jóhannes segir að þó svo fræðilega þekk- ingin sé fyrir hendi hér á landi kjósi allir að lögreglurannsókn á lífsýnum fari fram erlendis, enda Ísland fámennt og slíkt svari ekki kostnaði. Annað mál SVARAR EKKI KOSTNAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.