Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Gítarnámskeið 12 einkatímar fyrir alla aldurshópa. Hefst 20. september Innritun er hafin í síma 581 1281 www.gitarskoli.is gitarskoli@gitarskoli.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Ég held að þetta sé mikil hvatning til stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja um að fara að spýta í lófana,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um yfirlýsingu Sam- orku sem hefur áhyggjur af stöðu jarðhitarannsókna. „Ég tek því undir með þeim, það er auðvitað mjög vont ef þessi sérfræðiþekking fer í einhverjum mæli úr landi. Á móti kemur að það er kostur ef íslensk fyrirtæki fá verk- efni erlendis. Þetta er tvíbent, okkur veitir ekki af gjald- eyrinum og líka gott að menn fái fjölbreytta reynslu.“ Hún segir að nú þurfi að fara að komast mynd á það hvernig ákveðin stór jarðhitasvæði á Norðurlandi verði nýtt, þau mál séu í vinnslu. Orkuveita Reyjavíkur þurfi að fjármagna sína virkjunarkosti en það hafi reynst henni erfitt. „Mestu skiptir að enginn aðili láti nægja að benda á einhvern annan, allir þurfa að taka sig á,“ sagði iðnaðarráðherra. kjon@mbl.is Allir sem komi að jarðhita- rannsóknum spýti í lófana  Katrín Júlíusdóttir tekur undir með Samorku Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Reykjaneshöfn hefur ekki getað greitt 130 milljónir af lánum sem voru á gjalddaga 1. maí sl. Milljónirnar 130 hafa því verið í vanskilum síðan. Lánin fékk höfnin hjá nokkrum lífeyr- issjóðum. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri segir að væntanlega muni lóðagjöld vegna kísilvers og álvers skila höfninni um 500 milljónum á þessu ári. Þannig verði hægt að greiða af lánunum. Verði ekki af leigu lóðarinnar til kísilversins gæti tapið á hinn bóginn numið um 500 millj- ónum á þessu ári. Höfnin skuldar um 5,6 millj- arða og tapaði um 500 milljónum í fyrra, skv. ársreikningi 2009. Reykjaneshöfn er í afar erfiðri stöðu, líkt og ársreikningur 2009 ber með sér. Í sérstakri ábendingu frá endurskoðendum hafnarinnar segir að ljóst sé „að rekstur félagsins getur ekki einn staðið undir afborgunum skulda næstu 12 mánuði. Félagið mun þurfa nýjar lán- veitingar til að standa við skuldbindingar sínar eða aukin framlög frá Reykjanesbæ“. Endur- skoðendurnir benda á að Reykjanesbær beri fulla og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbinding- um hafnarinnar. Skuldir hennar lenda sem sagt á bæjarfélaginu, takist henni ekki að greiða þær. Búið að breyta helmingi skamm- tímaskulda þessa árs í langtímaskuldir Á þessu ári þarf Reykjaneshöfn að greiða um 480 milljónir af skammtímaskuldum. Á ár- unum 2011-2014 nema afborganir skammtíma- skulda að meðaltali um 440 milljónum á ári. Reykjanesbær og höfnin hafa í sameiningu unnið að endurfjármögnun skulda. Um helm- ing skammtímaskulda sem átti að greiða á þessu ári hefur verið samið um og breytt í lang- tímalán. Að sögn Péturs strandar endurfjár- mögnunin að öðru leyti á því að framkvæmdir við álver hafa ekki hafist af fullum krafti. Pétur er afar vongóður um að af byggingu kísilversins verði, enda sé fjármögnun þess í höfn. „Við erum búnir að semja við þá, við er- um bara að bíða eftir að þeir gangi frá samn- ingi um raforkukaup. Þetta hangir mjög á orkunni,“ segir Pétur. Kísilverið dugar þó ekki til og ljóst má vera að höfnin þarf tekjur frá ál- verinu til að standa undir skuldum og ríkis- styrk sem höfnin væntir þess að fá vegna hafnaframkvæmda. Á undanförnum árum hefur höfnin varið um 1,3 milljörðum í að dýpka höfnina og reisa varnargarð, í þeim tilgangi að geta verið höfn fyrir álverið. Framkvæmdirnar voru liður í samkomulagi við Norðurál um byggingu ál- versins. Pétur segir að skilningur hafnarinnar sé sá að ríkið eigi að greiða um 900 milljónir af þeirri fjárhæð. Ríkisvaldið hafi ekki samþykkt þessar fjárveitingar enn sem komið er. Um 130 milljónir í vanskilum  Reykjaneshöfn getur ekki greitt um 130 milljónir sem voru á gjalddaga 1. maí  Selur lóð undir kísil- ver og treystir á tekjur frá álveri  Skuldar 5,6 milljarða  Án kísilvers mun tap nema 500 milljónum Morgunblaðið/Ásdís Tekjur Rekstur Reykjaneshafnar veltur á álveri, líkt og rekstur Reykjanesbæjar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gagnrýndu og sögðu afar ámælisvert að hvorki borgar- stjóri né formaður borgarráðs hefði verið viðstaddur umræðu um aðgerðaáætlun borgarinnar á fundi borg- arstjórnar í gær. Jón Gnarr borgarstjóri fór á ráð- stefnu í Brussel eftir hádegi í gær til að kynna verk- efnið Reykjavík – Græn borg. Sést hann yfirgefa fund borgarstjórnar á myndinni. Morgunblaðið/Golli Fjarvera gagnrýnd í borgarstjórn Samorka segir fjölda sérhæfðs starfsfólks að und- anförnu hafa verið sagt upp hjá fyrirtækjum í jarð- hitanýtingu. Þá sé verið að undirbúa flutning bora úr landi. „Þessar tafir geta aðeins leitt til þess að sérþekking í rannsóknum og orkunýtingu hér- lendis glatast, sem hefur í för með sér að í framtíð- inni verða framkvæmdir dýrari og flóknari en ella og verulega mun draga úr nauðsynlegum rann- sóknum og þróun á jarðhitakerfum lands- ins,“ segir í ályktun stjórnar Samorku í gær. Sérþekking að tapast ÁHYGGJUR SAMORKU Baldur Arnarson baldura@mbl.is Slæmt veður setti strik í opinbera heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Færeyja í gær. Til stóð að ráðherrann færi út í eyj- una Koltur vestur af Straumey en í staðinn voru skoðuð mannvirki við bryggjuna á Velbastad. Jóhanna skoðaði að sögn færeyskra fjölmiðla m.a. höfuðstöðvar bruggfyrirtækisins Okkara og bragðaði á miðinum. Síðan fór Jóhanna í Norræna húsið í Þórshöfn og þar næst í Listasafnið og Fornminjasafnið. Dagskránni lauk með kvöldverði í Kirkjubæ á Straum- ey í boði forsætisráðherra Færeyja, Kaj Leo Johannesen. Í dag snæðir Jóhanna morgunverð í Þinganesi með íslenskum gestum og fulltrúum færeysku stjórnarinnar. Að því loknu fundar hún með Johann- esen en heldur heim seinnipartinn í dag. Þingmaður hundsaði kvöldverð Írafár varð í Færeyjum vegna um- mæla þingmanna sem sögðu heim- sókn Jóhönnu og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, vera „ögrun“. Einn þeirra, Jenis af Rana, berst ákaft gegn réttindum samkyn- hneigðra. Jenis, sem er leiðtogi kristi- lega Miðflokksins, segir hjónabönd samkynhneigðra brjóta í bága við vilja Guðs. Jenis afþakkaði boð í kvöldverðinn til heiðurs Jóhönnu þar sem hún yrði þar með eiginkonu sinni. Haft var einnig eftir Gerhard Lognberg, þingmanni í Javnaðar- flokkurin, systurflokki Samfylkingar- innar, á vef Nordlysid að hann liti á heimsókn Jóhönnu sem ögrun. Kaj Johannesen var harðorður um framkomu Jenis, hann ætti að skammast sín. Högni Hoydal, for- maður Þjóðveldisflokksins í Færeyj- um, gagnrýndi einnig Jenis harðlega. Magni Laksáfoss, þingmaður Sam- bandsflokksins, fordæmdi skoðanir Jenis. „Ég tel að þetta hafi ekkert með Jóhönnu að gera. Ég held að hann sé að hlúa að sínum eigin at- kvæðum,“ sagði Laksáfoss. Skoðaði brugghús og söfn í Færeyjum Ljósmynd/Álvur Haraldsen Málið útskýrt Jóhanna og Kaj Jo- hannesen í brugghúsi Okkara.  Heimsókn forsætisráðherra lýkur í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.