Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nam 8,3 milljörðum króna, samanborið við 8,1 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir tímabilið nam 19,8 millj- örðum í ár, en 17,8 milljörðum í fyrra, en miklar breytingar eru hins vegar á ákveðnum undirliðum milli ára. Hreinar vaxtatekjur nær tvöfaldast, fóru úr 12,2 milljörðum í 20,3 milljarða króna, einkum vegna þess að vaxtakostnaður lækkaði úr 31,8 milljörðum króna í 16,7 milljarða. Á fyrri helmingi ársins 2009 skiluðu fjármagnsliðir 10,2 milljarða króna hagnaði, en á sama tímabili í ár var hins vegar 6,3 milljarða króna tap á þessum þætti. Áhrif afskrifta og færslna á afskriftarreikning voru neikvæð upp á 21,9 milljarða á fyrri helmingi þessa árs, samanborið við 11,4 milljarða í fyrra. Á móti kem- ur að endurmetið framtíðartekjuflæði af útlánum er fært til bókar og bætir það afkomu bankans sem nem- ur 23,9 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra batnaði rekstrarreikningur um 2,3 milljarða af sömu sökum. Þýðir þetta að ef ekki hefði komið til þetta endurmat á framtíðartekjuflæði hefði afkoma bankans, fyrir skatta, verið neikvæð um 13,3 milljarða króna. Rekstrarkostnaður jókst einnig milli ára hjá Ís- landsbanka. Var hann 7,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins 2009 en var 9,3 milljarðar á sama tímabili í ár. Er þetta aukning upp á 1,4 milljarða króna. Launa- kostnaður jókst um 470 milljónir króna, en „annar rekstrarkostnaður“ jókst aftur á móti um 870 milljónir króna frá fyrri helmingi ársins 2010. Hagnaður Íslandsbanka eykst og framtíðartekjur endurmetnar Morgunblaðið/Golli Banki Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 17,1 prósent á ársgrundvelli og eiginfjárhlutfall var 21,5 prósent. STUTTAR FRÉTTIR ... ● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í gær, í 16,1 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 7,7 milljarða króna viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 7,5 milljarða króna viðskiptum. Velta tvo síðustu við- skiptadaga hefur verið í meira lagi, en í fyrradag nam hún 21,1 milljarði króna. Var það fjórði veltumesti dagur ársins. Úrvalsvísitalan með hlutabréf hækk- aði um 0,87% í gær, í 71 milljónar króna viðskiptum. Lækkaði gengi bréfa í Bank Nordic um 2,78% og hækkaði verð bréfa í Össuri um 2,64%. Töluverð skuldabréfa- viðskipti í kauphöll Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Áform Baracks Obama um að veita skattaafslætti að andvirði alls 350 milljarða dollara hafa sætt gagnrýni þingmanna repúblikana. Meðal hug- myndanna, sem talið er að verði kynntar í dag, er að fyrirtækjum verði veitt heimild til breyttrar skattalegrar meðferðar nýfjárfest- inga í fastafjármunum út árið. Talið er að heildarafslátturinn geti numið um 200 milljörðum dollara. Jafn- framt er ætlunin að fjárfesta fyrir 50 milljarða í endurbótum á samfélags- legum innviðum á borð við sam- göngumannvirki. Ennfremur fá fyr- irtæki sem standa fyrir eigin rannsóknar- og þróunarvinnu skattaívilnanir, alls að andvirði 100 milljarða dollara á 10 ára tímabili. Efnahagsbatinn vestanhafs hefur verið hægari en vonir stóðu til. Tæp- lega tíu af hundraði eru án vinnu, þrátt fyrir gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað hefur verið að blása lífi í efnahagslífið. Þær aðgerðir voru afar kostnaðarsamar, kostuðu 814 milljarða dollara, og því töluverðar efasemdir um kosti þess að fara þá leið sem nú er boðuð. Við það bætist að þingkosningar eru á næsta leiti, en repúblikönum, sem eygja möguleika á að ná meirihluta í báðum deildum þingsins, hugnast illa að veita tillögum pólitískra andstæð- inga brautargengi svo stuttu fyrir kjördag þótt þeir séu í grunninn fylgjandi skattalækkunum. Þeir vilja heldur framlengja gildistíma tíma- bundinna skattalækkana þeirra sem forveri Obama í embætti, George W. Bush, innleiddi. Talsmenn Hvíta hússins segja að skattaafslættirnir nú muni nýtast einni og hálfri milljón fyrirtækja, og þau í kjölfarið líklegri til að fjárfesta og auka umfang starfsemi sinnar. Við það ykist eftirspurn eftir vinnu- afli og atvinnuleysi minnkaði eftir því. Skattaafslætti ætlað að flýta efnahagsbata  Deilt um ágæti efnahagsaðgerða sem ætlað er að draga úr atvinnuleysi Barack Obama Áform hans um skattaafslætti hafa sætt gagnrýni. ● Íslenska fyrirtækið Mannvit fann í síðustu viku heitt vatn í nágrenni borg- arinnar Miskolc í Ungverjalandi, en Mannvit hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi ungverska orkufyrirtækisins Pannergy við jarðhitaverkefni þar í landi. Boranir hófust við Miskolc síð- astliðið vor og í síðustu viku fannst heitt vatn á ríflega tveggja kílómetra dýpi. Fyrstu mælingar benda til að bor- holan gefi á bilinu 70-90 sekúndulítra af 110-120 gráðu heitu vatni, sem er talsvert framar vonum, að því er fram kemur í tilkynningu. Mannvit finnur heitt vatn í Ungverjalandi ● Vöruskipti í ágúst voru hag- stæð um 2,4 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstof- unnar. Í ágúst í fyrra var afgang- urinn 12,4 millj- arðar. Útflutningur nam 41,8 millj- örðum króna, en innflutningur 39,4 milljörðum. Mest var flutt út af iðnaðarvörum, eða fyrir rúma 22 milljarða, og næst- mest af sjávarafurðum, eða fyrir 17,5 milljarða. Mest var flutt inn af hrávörum og rekstrarvörum, fyrir 13,8 milljarða króna, og næstmest af fjárfesting- arvörum, fyrir 7,6 milljarða króna. ivarpall@mbl.is Vöruskiptaafgangur minnkar í ágústmánuði FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyr- irtæki hennar, Gagnaveitan, hafa frá árinu 2004 varið 7,8 milljörðum króna til uppbyggingar á ljósleiðaraneti í borginni og í aðrar fjárfestingar. Þessar fjárfestingar hafa á sama tímabili skilað um 3,5 milljörðum króna til baka í formi tekna. Haraldur Flosi Tryggvason, starf- andi stjórnarformaður Orkuveit- unnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að Gagnaveitan og útgjöld hennar væru einn þeirra rekstr- arþátta OR sem kæmu til skoðunar við endurskipulagningu fyrirtæk- isins. Meiri fjárfesting en í fyrra „Mér hefur ekki gefist tími ennþá til að leggjast sjálfur yfir stöðu Gagnaveitunnar, en ég bíð þess að forstjóri fyrirtækisins geri mér grein fyrir stöðu þess, því Gagnaveitan er augljóslega hluti af endurskipulagn- ingu OR.“ Á fyrri helmingi þessa árs námu fjárfestingar Gagnaveitunnar 393,3 milljónum króna, sem er tíu millj- ónum hærri upphæð en varið var til fjárfestinga fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Allt árið í fyrra varði Gagnaveitan 675 milljónum króna í fjárfestingar og miðað við það stefnir allt í að fjárfestingar fyrirtækisins í ár muni nema alls ríflega 690 millj- ónum króna. Hafa ber í huga að þrátt fyrir að fjárfestingar Gagnaveitunnar hafi verið jafnmiklar í fyrra og raun ber vitni voru þær þó umtalsvert minni en árin á undan. Frá árinu 2004 hefur Orkuveitan, eða dótturfyrirtækið, aldrei varið undir einum milljarði króna á ári í fjárfestingar. Árið 2006 námu fjárfestingar til gagnaveitu 1,8 milljörðum króna og árið 2008 námu þær 1,5 milljörðum króna. Tekjur af gagnaveitu Orkuveit- unnar hafa aldrei jafnast á við það fé sem varið er í fjárfestingar, ef undan er skilið árið í fyrra. Þá námu tekjur tæpum 800 milljónum króna og voru því um 125 milljónum króna hærri en fjárfesting það ár. Í heildina hefur fjárfesting á þessu sviði hins vegar verið ríflega tvöfalt meiri en tekjur af Gagnaveitunni, eins og áður segir. Fjárfest umfram tekjur  Fjárfestingar OR og dótturfyrirtækja í gagnaveitu hafa numið alls um 7,8 millj- örðum undanfarin ár  Gagnaveitan hefur skilað 3,5 milljörðum í kassann Morgunblaðið/Ómar OR Gagnaveitan var stofnuð árið 2007 sem dótturfyrirtæki OR, gagnaveita af einhverju tagi hefur um nokkurt skeið verið hluti reksturs OR. Actavis Group hefur hug á að kaupa 51 pró- sents hlut í svissneska líf- tæknifyrirtæk- inu Biopartners, en í gær greindi Actavis frá því að fyrirtækið hygðist hefja áreiðanleikakönn- un á svissneska lyfjafyrirtækinu. Í tilkynningu segir forstjóri Ac- tavis Group, Claudio Albrecht, að með því að færa sig inn á svið líf- tækni fái samheitalyfjafyrirtæki aðgang að vöruframboði sem krefst nýrrar nálgunar í þróun og markaðssetningu. Samheitalyfja- fyrirtæki muni í framtíðinni fjár- festa mun meira í þróun og frum- lyfjafyrirtæki muni þróa samheitalyf. Albrecht segir að þróun lyfja við innkirtlasjúkdómum sé ein áhuga- verðasta og mest vaxandi grein lyfjaiðnaðarins. bjarni@mbl.is Actavis stefnir á líftæknina Skoðar kaup á sviss- nesku fyrirtæki Claudio Albrecht                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0+-1+ ++1-23 24-+.2 +.-4,+ +/-+1 ++/-52 +-543, +,0-13 +34-12 ++0-25 +0+-,3 ++1-30 24-23+ +.-+2, +/-+,, ++/-,3 +-54.0 +,0-00 +34,5 245-0... ++0-32 +02-+. ++1-.+ 24-1+ +.-+01 +/-225 ++,-40 +-5+1. +,.-5+ +3+-+/ Loforð Baracks Obama um að skapaðar yrðu fjórar milljónir starfa og að atvinnuleysi yrði haldið undir átta prósentum í kjölfar björgunaraðgerða ársins 2009, sem kostuðu 814 millj- arða dollara, hafa ekki gengið eftir. Atvinnuleysið vestra mælist nú 9,6 prósent, og hefur aðeins lækkað lítillega frá því sem var þegar það var hæst, um mitt síðasta ár, þegar það mældist rúmlega 10 prósent. Dýrt spaug BJÖRGUNAÐGERÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.