Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHH 1/ 2/HHHHH DV.IS HHHHH/ HHHHH S.V-MBL 7 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ROMAN POLANSKI HLAUT SILFURBJÖRNINN SEM BESTI LEIKSTJÓRINN Á KVIKMYNDA- HÁTÍÐINNI Í BERLÍN HHHH „HINN SÍUNGI POLANSKI SÝNIR Á SÉR ÓVÆNTA HLIÐ Í HÖRKUGÓÐRI SPENNUMYND, STÚTFULL- RI AF PÓLITÍSKUM LAUNRÁÐUM OG BULLANDI OFSÓKNARÆÐI.“ SÆBJÖRN VALDIMARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH “LEIKSTJÓRN POLANSKIS GRÍPUR ÁHORFAN- DANN ÁSAMT ATHYGLISVERÐUM SÖGUÞRÆÐI. THE GHOST WRITER ER AÐ MÍNU MATI EIN BESTA MYND ÁRSINS HINGAÐ TIL.” T.V. – KVIKMYNDIR.IS HHHH „ÞESSI KVIKMYND ER AFREK MANNS SEM KANN AÐ LEIK- STÝRA SPENNUMYND.“ CHICAGO SUN-TIMES – R.EBERT „GHOST WRITER ER ÓAÐFINNANLEG AFÞREYING FYRIR FULLORÐIÐ FÓLK.“ LOS ANGELES TIMES – KENNETH TURAN BESTA SKEMMTUNIN AULINN ÉG - 3D m. ísl. tali kl.5:503D L INCEPTION kl.8 -10:40 12 AULINN ÉG m. ísl. tali kl.5:50 L STEP UP 3 - 3D kl.83D -10:103D 7 DISPICABLE ME - 3D m. ensku tali kl.83D L HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl.63D L THE GHOST WRITER kl.5:30-8-10:20 12 LETTERS TO JULIET kl.8 -10:20 L THE GHOST WRITER kl.10:20 VIP-LÚXUS THE SORCERERS APPRENTICE kl.10:40 7 INCEPTION kl.7:20 VIP-LÚXUS SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.5 sýnd fimmtudag L / ÁLFABAKKA / K THE GHOST WRITER kl.8 -10:40 12 STEP UP 3 - 3D kl.5:403D -83D -10:203D 7 HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl.63D L INCEPTION kl. 8 12 BESTA DANSMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ SÍÐAN DIRTY DANCING VAR OG HÉT... Ef þú fílar So You Think You Can Dance þá áttu eftir að ELSKA STEP UP SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Íslenska stuttmyndin Líf og dauði Henry Darger hefur verið valin í keppni á kvikmyndahátíð í Fen- eyjum og verður hún frumsýnd þar í dag. Leikstjórinn Katrín Ólafs- dóttir framleiddi myndina hér á landi á síðasta ári og fóru tökur fram í Krísuvík. Íslenskt teymi ásamt Frakka „Myndin er á íslensku og fjallar um gamlan mann sem er að ganga eftir ísilagðri auðn og veltir fyrir sér hvað hann eigi langt eftir ólifað. Hann fer til blárrar konu sem segir að hann eigi tvo tíma,“ segir Katrín í stuttu máli um mynd- ina. Þrátt fyrir að vera vön leik- stjórastólnum ákvað hún að bregða í hlutverk framleiðandans að þessu sinni og fékk hinn franska Bertr- and Mandico til að leikstýra mynd- inni. Að honum undanskildum er teymi Katrínar alíslenskt. Með aðalhlutverk fara þau Karl Guðmundsson og Harpa Arnar- dóttir og sögumaður er Tómas Lemarquis. „Karl og Harpa eru fallegasta par sem ég hef séð,“ segir Katrín ánægð með samstarfsmenn sína. Tónlist myndarinnar er eftir Magnús Blöndal í útsetningu Ás- gerðar Júníusdóttur og Ghostdigi- tal. Tuttugu stuttmyndir teknar á Reykjanesi - vonandi Líf og dauði Henry Darger verð- ur sýnd á RIFF, Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík sem hefst hinn 23. september næstkom- andi, og stendur til 3. október. „ Í kjölfarið á RIFF ætlum við að gera aðra stuttmynd, en það er planið hjá okkur að gera eina stutt- mynd á ári í tuttugu ár,“ segir Katrín og bætir við: „Ef við verðum hér öll enn. Þær verða allar teknar úti á Reykjanesinu, ef það verður ekki búið að eyðileggja það með ál- framkvæmdum,“ segir hún kímin. Aðalleikari myndanna tuttugu verður rúmenska leikkonan Elina Löwensohn sem er meðal annars þekkt fyrir samstarf sitt með Hal Hartley. „Bertrand mun halda áfram að vera leikstjóri og auk Elinu verða alltaf Íslendingar með, bæði lista- fólk og annað fólk.“ Safnar fyrir ferðinni til Feneyja Katrín segir það auðvitað mikið gleðiefni að myndin hafi komist til Feneyja, en því miður líti allt út fyrir að hún geti ekki fylgt henni út. „Ég er búin að leita og leita að peningum til þess að komast út en það var enginn til í að styrkja okk- ur. Mér þykir það mjög leiðinlegt að það komist enginn út til að fylgja henni eftir,“ segir Katrín að lokum. Er vinir Katrínar fréttu af vand- ræðunum voru þeir ekki lengi að stofna styrktarreikning fyrir henn- ar hönd og standa nú vonir til að hún komist út. Þeir sem vilja leggja Katrínu og myndinni lið geta lagt inn á reikn- ing 1175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Íslensk stuttmynd til Feneyja  Verður einnig sýnd á RIFF  Áætla að gera 20 myndir á næstu 20 árum Íslensk Í myndinni Líf og dauði Henry Darger hittir gamall maður bláa konu sem segir hann eiga skammt eftir ólifað. Katrín Ólafsdóttir Vefur breska götublaðsins Daily Mail heldur því fram að Vilhjálmur Bretaprins muni ganga að eiga unnustu sína Kate Middleton í ágúst á næsta ári. Tímasetningin er býsna nákvæm í fréttinni, þ.e. önnur vika ágústmán- aðar og því haldið fram að athöfnin muni fara fram í Westminster Abbey. Þá eru einnig taldar nokkrar líkur á því að brúð- kaupið verði haldið 31. ágúst, en þá verða liðin 14 ár frá því að móðir Vilhjálms, Díana prinsessa, lést í hörmu- legu bílslysi í París. Vilhjálmur hefur látið þau um- mæli falla að hann muni ekki kvænast fyrr en hann sé orðinn 28 ára eða jafnvel þrítugur. Vil- hjálmur verður 28 ára á næsta ári, hinn 21. júní. Vilhjálmur og Kate hafa verið saman í sjö ár og hefur mikið verið spáð í það í bresku pressunni hvenær þau muni ganga í það heilaga. Konunglegt brúðkaup á dánarafmæli Díönu? Par Vilhjálmur og Kate hafa verið saman í sjö ár og spurning hvenær þau gifta sig. Reuters Íslenska nýsveita- rokksbandið (púff …) Hudson Wayne á að baki merkilega traust- ar skífur; þetta þung- lyndislega jaðarkántrí með dassi af gotneskum keivisma (Nick Cave þ.e.) leikur í höndunum á leiðtoga sveitarinnar og hugmyndasmiði, Þráni Óskarssyni. Þessi nýjasta plata kemur út fimm árum eftir síð- ustu breiðskífu The Battle Of The Bandidos og reikar örugg um sömu sléttur og áður. Dimmur baritón Þráins vomir yfir lögunum, platan opnar með hægstreymri ballöðu, „Head to Heels“ en svo er skipt um gír í „Cave-In“ og meiri nýbylgja leikur um þá smíð. „Awfully Nice“ er svo í sígildum búning; hefðbundið kántrí í anda Gram Parsons, Kris Kristoffersson o.fl. Þannig rúllar þessi sjö laga plata áfram, lögin bera með sér tilbrigði við stef og spila- mennskan er snyrtilega skreytt með píanói, strengjum, harmonikku og áhrifshljóðum þegar á við. Þráni er lagið að byggja upp dramatískar stemmur, sjá t.d. „Powerdrill“ sem einkennist af hægstígandi og einkar áhrifaríku viðlagi. Hið Will Oldham- lega „Magistrate“ er sömuleiðis glæsilegt og í raun lítið út á þessi lög öll að setja. Hljómur er góður og út- setningar allar til fyrirmyndar og það er vonandi að Þráinn haldi áfram að veita þessari náðargáfu sinni út til okkar, hinna dauðlegu, annað væri synd. Skotheld plata frá þeirri sveit ís- lenskri sem best hefur tekist að til- einka sér hið svokallaða jaðarkántrí, og er hún fyllilega sambærileg við allt það besta sem er að gerast í þeim geiranum annars staðar. Íslenskt Ameríkana Hudson Wayne – How Quick Is Your Fish? bbbbn Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugmyndir Þráinn Óskarsson. Söngvarinn Wyclef Jean fór ekki fögrum orðum um leikarann Sean Penn á tónleikum sínum um helg- ina, en þar bendlaði hann leikarann við eiturlyfjanotkun. Jean og Penn hafa eldað grátt silfur undanfarið, en deilur þeirra hófust er Penn sagði Jean ekki vera efni í for- seta Haítí þar sem hann hefði ekki verið sjáanlegur á hjálp- arsvæðunum þar í landi. Í kjölfarið á þessum illyrðum söng Jean skilaboð til leik- arans við lagið „Presi- dent“ á fyrrnefndum tónleikum. „Ég er með skila- boð til Seans Penns. Kannski sá hann mig ekki á Haítí þar sem hann var of upptekinn við að sjúga kókaín upp í nefið.“ Fyrir þetta uppskar Jean mikil hlátrasköll tónleikagesta. Penn hefur verið við hjálparstörf á Haítí í nokkra mánuði og segir umboðsmaður hans ekkert hæft í stað- hæfingum Jeans. „Herra Jean kann- ast greinilega ekki við það líkamlega álag sem er á hjálp- arstarfsmönnum í Haítí. Sem hjálp- arstarfsmaður þarftu að halda ónæmiskerfinu sterku og því er ekki möguleiki fyrir Penn að neyta ólög- legra eiturlyfja,“ segir hann. Syngur um Sean Penn að taka kókaín í nefið á Haítí Jean Söngvarinn er greini- lega örlítið hefnigjarn. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.