Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 5
Miklu hraðara Internet Nú býður Síminn viðskiptavinum sínum upp á enn meiri hraða en áður á Internetinu. Hraðinn í Grunnáskrift, Leið 1 og Leið 2 fer upp í allt að 12 Mb/s. Núverandi viðskiptavinir fá sjálfvirka uppfærslu á næstu mánuðum. Það erFáðu þér Internet Símans í síma 800 7000 eða á siminn.is. Fréttir 5INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Frá því í október í fyrra hefur heilsuhýsið, nokkurs konar heilsu- vernd á hjólum, verið á götunum þar sem jaðarhópum samfélagsins býðst aðhlynning. Fyrsta starfsárið gekk vel og virðist heilsuhýsið hafa unnið sér sess sem nýr og þarfur liður í velferðarkerfinu. „Þetta hefur reynst mjög vel,“ segir Þór Gíslason, verkefnastjóri heilsuhýsisins hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. „Það er alveg ljóst að þörfin er fyrir hendi, ekki síst vegna þess að þessum hópi finnst erfitt að fara á venjulegar heilsu- gæslur þannig að hann bíður oft í lengstu lög með að leita sér að- stoðar og þá verða vandamálin oft verri að eiga við. Vonandi náum við að fyrirbyggja það og þá dregur um leið úr álagi á heilbrigðiskerfið að öðru leyti.“ Fleiri karlar leita hjálpar Heilsuhýsinu er ætlað að ná til fólks sem stundar skaðlega lifnaðar- hætti, sem um leið eru oft ástæða þess að það leitar sér ekki aðstoðar. Hugmyndafræðin nefnist skaða- minnkun og hefur henni víða verið beitt í stórborgum heimsins. Síðustu 11 mánuði hafa 64 ein- staklingar leitað aðstoðar hjá hjálp- arhýsinu 127 sinnum. Þjónustan virðist nýtast báðum kynjum nokk- uð jafnt en karlar leituðu þó ívíð oft- ar aðstoðar en konur, eða í 58% til- fella. Aðsóknin var nokkuð sveiflukennd að sögn Þórs og virtist fylgja árstíðunum. Starfið fór mjög öflugt af stað og hefur aðsóknin ver- ið nokkuð jöfn að því undanskildu að yfir kaldasta tímann í janúar og desember duttu heimsóknir niður, og eins yfir hásumarið í júlímánuði. Að sögn Þórs hafa viðfangsefnin verið fjölbreytileg, margir koma til að láta skipta á umbúðum sára eða taka sauma, í öðrum tilfellum eru sýkingar og sár meðhöndluð. Flest- ar heimsóknir, eða 74 þeirra, fela þó meðal annars í sér að sprautufíklum eru gefnar nýjar og hreinar spraut- ur eða nálar til að forðast hættu- legar sýkingar, s.s. HIV og lifrar- bólgu C. „Það er viðamikill þáttur í þessu. Við látum fíkla fá hreinar sprautur og nálar og útvegum þeim líka sér- stök ílát til að geyma þetta í þegar þau eru búin að nota þær. Ílátunum skila þau svo til okkar og við látum farga þeim,“ segir Þór. Hann við- urkennir að þessi nálgun sé umdeild en segist engu að síður telja að þetta sé afar mikilvægt verkefni. Allt í sjálfboðaliðastarfi „Þetta er vandamál sem er til staðar í samfélaginu, margs konar eiturlyfjanotkun, og við erum með ýmsar aðferðir til að berjast gegn því, bæði meðferðir og forvarnir, en gagnvart þeim einstaklingum sem lenda í þessu reynum við með þessu að draga sem mest úr skaðanum. Í leiðinni fáum við tækifæri til að spjalla við þau og fræða.“ Þór segir að það geti tekið tíma að vinna sér inn traust þessa fólks. „Það er mjög erfitt fyrir marga að stíga þetta skref, í því felst ákveðin viðurkenning fyrir öðrum á vanda- málinu, að koma og biðja um þetta.“ Heilsuhýsið hefur flakkað um bæ- inn en er á föstum tímum við dag- setur Hjálpræðishersins og Konu- kot, og þaðan koma flestir þeir sem leita aðstoðar. Þór segir að starf- semin spyrjist smám saman út til fleiri frá fastakúnnunum. Þá segist hann vonast til þess að unnt verði að efla starfsemina, en mest aðkallandi sé að fá nýtt far- artæki. Sem stendur er notast við hjólhýsi, en vonast er til að hægt verði að útvega gamlan sjúkrabíl sem verði mun hentugri. Starfsemi heilsuhýsins er vottuð af landlækni og unnin í sjálfboðavinnu og geta áhugasamir læknar og hjúkrunar- fræðingar haft samband við Rauða krossinn. Heilsuvernd fyrir jaðarhópa reynist vel  Margir fá hreinar sprautur og nálar Morgunblaðið/Ómar Við Konukot Guðríður Þorleifsdóttir, sjálfboðaliði hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, er einn 25 hjúkr- unarfræðinga sem standa reglulega vaktina í heilsuhýsinu. Að auki eru í hópnum tveir læknar og félagsráðgjafi.127 heimsóknir voru í heilsuhýsið á fyrstu 11 mánuðum starfseminnar 58% heimsókna fólust m.a. í sprautu- og nálaskiptum fyrir fíkla. átján sinnum voru sár og sýkingar meðhöndluð 42% heimsókna voru frá konum ‹ STARFSEMIN › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.