Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýr banka-málaráð-herra, Árni Páll Árna- son, hefur þegar á fyrstu dögum í embætti tekið sér stöðu með gerendunum í út- rásinni, þeim sem mesta ábyrgð bera á því hvernig fór haustið 2008. Bankamálaráð- herrann var í viðtali á Rás 2 í gærmorgun og þar var talinu beint að starfi skilanefnda og banka og vísað sérstaklega til nýlegs „kyrrstöðusamn- ings“ Arion banka við helstu gerendur útrásarinnar, eig- endur Gaums. Árni Páll Árnason, sem hafði starfað með þeim hætti í fyrra ráðherraembætti sínu að honum var ekki treyst fyr- ir aukinni ábyrgð á þeim vettvangi, hafði gott tækifæri í nýju embætti til að bæta ráð sitt. Fremur óvenjulegt er að menn fái annað tæki- færi eftir slíka framgöngu en þeim mun mikilvægara að menn nýti það tækifæri. Nýr bankamálaráðherra var spurður eftirfarandi spurningar: „Almenningur er ekki að fá neina kyrr- stöðusamninga og það eru milljarðaafskriftir og þessir útrásarvíkingar, menn sem bera mikla ábyrgð á banka- hruninu, þeir eru að fá af- skriftir og þeir eru jafnvel að eignast og fá að eiga fyr- irtækin áfram. Er það í lagi?“ Svarið kom í sjálfu sér ekki á óvart, en var veruleg von- brigði engu að síður: „Það er auðvitað mál sem ég get mjög illa endurmetið því ég sé ekki forsendurnar fyrir því.“ Ríkisstjórnin hefur verið endurskipulögð en ekkert hefur breyst. Áfram er tekin sú afstaða í stjórnarráðinu að taka enga afstöðu þegar kemur að tilteknum útrás- arvíkingum. Þetta af- stöðuleysi út á við felur um leið í sér stuðning inn á við gagnvart þeim vinnubrögðum sem endurreistir bankar og skilanefndir beita gagnvart þessum aðilum. Eins og áður sagði kemur þessi afstaða hins nýja ráð- herra Samfylkingarinnar ekkert á óvart. Aðrir for- ystumenn Samfylking- arinnar, meðal annars fyrr- verandi formaður, hafa viðurkennt óeðlileg tengsl flokksins við auðmenn en þrátt fyrir það, eða ef til vill frekar vegna þess, hafa for- ystumenn flokksins staðið þétt við bakið á þessum sömu auðmönnum. Þess vegna var ekki við öðru að búast en Árni Páll Árnason stæði með óeðlilegri fyrirgreiðslu Arion banka við Gaum og skýldi sér á bak við að hann vissi ekki öll smáatriði málsins þó að honum líkt og öðrum séu meginatriðin vel ljós. Nýr bankamálaráð- herra tekur sér stöðu með útrás- arvíkingum} Vonbrigði þrátt fyrir litlar væntingar Það kom fram íumræðum á Alþingi í gær að breytingarnar á ráðherraskipan í ríkisstjórninni hefðu meðal annars verið nauðsynlegar til að tryggja að fjárlög nytu meirihlutastuðn- ings. Það er gjarnan haft til viðmiðunar um hvort rík- isstjórn sé starfhæf eða ekki hvort þingið treysti sér til að afgreiða fjárlagatillögur henn- ar. Sé svo ekki beri henni að segja af sér í samræmi við þingræðisreglu stjórnarskrár- innar. Önnur regla sem snýr að verslun og viðskiptum segir fyrir um að sé stjórn fyrir- tækis ljóst að það sé í raun gjaldþrota og því verði ekki úr þeirri stöðu bjargað þá beri henni að grípa til aðgerða, oft- ast að óska eftir gjaldþroti fyr- irtækisins. Nýlega ákvað Ar- ion banki að gera svonefndan „kyrrstöðusamn- ing“ við fyrirtæki sem öllum virðist þó bera saman um að sé gjaldþrota. Hefur sú gjörð af eðlilegum ástæðum verið harð- lega gagnrýnd. Enda um und- antekningaraðgerð að ræða, sem bersýnilegt þykir að eigi ekki við í þessu tilviki. Umræð- an á Alþingi í gær bar með sér að ráðherrakapallinn marg- umræddi var í eðli sínu sama gjörð og Arion banki greip til gagnvart sínum kærasta og virtasta viðskiptavini, kyrr- stöðusamningur ríkisstjórnar við sjálfa sig. Segja má að það sé ámælislaust að það form sé notað nú af hálfu ríkisstjórn- arinnar. En fram að þessu hef- ur henni þó tekist ágætlega að stuðla að kyrrstöðu, þar sem afturför varð ekki við komið, án þess að formbinda gern- ingana. Viðurkennt á þinginu að stjórnina skorti þingstyrk} Kyrrstöðustjórn Á ður en brast á með hina tíma- bundnu erfiðleika, sem sumir kalla hrun, var hér deilt um margt sem sýnist hjákátlegt í baksýnispeglinum. Þar á meðal voru reglulegar deilur um það hversu mikið misvægi væri í samfélagi okkar og hversu mik- ið það mætti vera (orðið misrétti er svo gild- ishlaðið að það er ónothæft). Mestu hnúturnar flugu þegar menn deildu um mælikvarða og mæligildi, tölfræðistuðla og -rím og á stundum farið frjálslega með staðreyndir eins og vill vera þegar menn greinir á um hvað sé yfirleitt staðreynd. Löngum var ég þeirrar skoðunar að það gæti ekki skipt mig nokkru máli hvað félagi minn væri með í laun; það eina sem skipti máli var þau sannindi að ýmist á maður nóg eða ekki. Í því ljósi varðaði það mig engu, jók hvorki ánægju mína né dró úr henni, að einhver tiltekinn maður óskyld- ur mér eða tengdur hefði tíu sinnum hærri laun en ég, hvað þá hundrað sinnum eða þúsund sinnum hærri. Þeir voru þó til sem orð þeirra mátti skilja svo að besta leiðin til að auka velferð manna hér á landi væri að minnka tekjur þeirra sem hæst hefðu launin. Frábært tækifæri til að kanna hvort þau fræði fengju staðist var þegar allir helstu auðmenn landsins urðu slyppir á einu bretti, eða svo gott sem, en ekki var að merkja að ánægja landsmanna hefði aukist að ráði við það. Mér þótti því fullsannað að sú Þórðargleðihagfræði væri engin fræði, en las þá merkilega bók (að mér fannst) um þessi efni sem heitir Halla- málið, The Spirit Level, skrifuð af tveim fé- lagsfræðingum. Þau héldu því fram og sýndu með ótal töflum og lærðum útreikningum að þeim þjóðfélögum vegnaði best þar sem fé- lagslegt jafnvægi væri mest; ég skildi það svo að minna skiptu meðaltekjur en tekjubil í við- komandi þjóðfélagi. Fátt er hollara en að hafa rangt fyrir sér, því þá hefur maður lært eitthvað nýtt, og eftir lesturinn á Hallamálinu hélt ég að sennilega væri þetta rétt, að misvægið væri í raun mein- semd. Mér fannst reyndar pólitískar yfirlýs- ingar höfunda í bókarlok bjánalegar, en svona eru nú einu sinni félagsfræðingar, hugsaði ég. Varla var ég þó búinn að taka misvægistrúna er tók að kvarnast úr henni. Sífellt fleiri fræði- menn tóku að gagnrýna tölfræðivinnu höfunda Halla- málsins, draga í efa ályktanir þeirra, benda á galla í að- ferðafræði og vali á samanburðarlöndum og svo má telja. Eftir að ég las svo aðra bók, Hallamálsblekkingin, The Spirit Level Delusion, sá ég að ég hafði fallið fyrir tómu rugli; ekkert styður ályktanir félagsfræðinganna og rök- semdafærsla þeirra er þvæla. Það bendir ekkert til þess að hamingja í þjóðfélagi fari eftir launamun; hún eykst ekki við minnkandi mun og minnkar ekki ef hann eykst. Af þessu má draga þann lærdóm að maður skyldi gjalda varhug við því þegar félagsfræðingar taka til máls um hagfræði. Árni Matthíasson Pistill Þórðargleðihagfræðin og ég STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sótt að helsta talsmanni Camerons FRÉTTASKÝRING Karl Blöndal kbl@mbl.is F orustumenn úr breska Verkamannaflokknum vilja að rannsakaðar verði að nýju hleranir blaðsins News of the World á símsvörum fjölda frammá- manna í bresku samfélagi. Ástæðan er fréttaskýring í blaðinu The New York Times þar sem fram er haldið að Andy Coulson, helsti talsmaður ríkisstjórnar Davids Camerons, hafi vitað af hlerununum og hvatt til þeirra. Í dagblaðinu The Guardian var í gær haft eftir háttsettum mönn- um í Íhaldsflokknum að þeir hefðu efasemdir um að Coulson yrði lang- lífur í embætti. Síðla árs 2005 tóku starfsmenn bresku konungsfjölskyldunnar eftir því að ekki virtist allt með felldu með farsíma hennar. Skilaboð, sem aldrei hafði verið hlustað á, birtust í geymsluhólfinu líkt og þau hefðu ver- ið vistuð eftir að hlustað hefði verið á þau. Á sama tíma tóku ýmsar fréttir að birtast um Vilhjálm prins í blaðinu News of the World um hluti, sem að- eins voru á vitorði hans nánustu. Scotland Yard rannsakaði málið og brátt kom í ljós að tveir menn, Clive Goodman, blaðamaður News of the World, og Glenn Mulcaire, einka- spæjari, sem einnig vann fyrir blaðið, höfðu komist yfir lykilnúmerið að skilaboðunum og notað upplýsing- arnar í fréttir. Scotland Yard náði í upplýs- ingar um að sennilega hefðu blaða- menn blaðsins komist yfir skilaboð mörg hundruð þekktra manna í bresku samfélagi, þar á meðal stjórnmálamanna Verkamanna- flokksins. Rannsóknin var hins vegar af- mörkuð við hlerun skilaboðanna til konungsfjölskyldunnar. Goodman var gerður að blóraböggli, sagður stjórnlaus blaðamaður með Mulcaire í vitorði. Mikið mæddi á lögreglunni þeg- ar hlerunarmálið kom upp. Sama deild hafði það á sinni könnu og rann- sakar hryðjuverk og á þessum tíma var fylgst með hátt á þriðja tug manna, sem grunaðir voru um að leggja á ráðin um að sprengja upp farþegaskip. En heimildarmaður The New York Times úr Scotland Yard segir að náið samband hafi ver- ið við News of the World. Lögreglan hafi iðulega getað slegið sér upp með rannsókn á málum, sem blaðið skúbbaði á, og síðan birti blaðið skjallfréttir um handtökur lögregl- unnar. Fyrrverandi starfsmaður Scotland Yard segist hafa verið beitt- ur þrýstingi til að rannsóknin yrði ekki of víðtæk. Þá hefur komið fram að lög- reglan lét saksóknaraembættið ekki fá öll þau gögn, sem hún hafði undir höndum, þar á meðal að fleiri blaða- menn News of the World kynnu að hafa verið viðriðnir brot af þessu tagi. Goodman og Mulcaire voru dæmdir. Í réttarhöldunum virtist gengið út frá því að fleiri blaðamenn hefðu stundað sömu vinnubrögð. En í yfirheyrslum á þingi um málið sagði Les Hinton, sem þá var einn æðsti stjórnandi News International, fjöl- miðlasamsteypu Ruperts Murdochs, sem á News of the World, að hann teldi að Goodman hefði verið sá eini á blaðinu, sem hefði vitað af brotunum, en Coulson hefði ekki haft hugmynd um hvað var á seyði. Coulson hætti á blaðinu og kvaðst þar með axla ábyrgð á málinu. Í maí 2007 var hann ráðinn yfirmaður samskipta við fjöl- miðla hjá Íhaldsflokkum. Nú segja heimildarmenn The New York Times Coulson hafi ekki aðeins vitað heldur hvatt til hler- ananna. Reuters Hleraður News of the World braust meðal annars inn í símsvara Vil- hjálms Bretaprins, hlustaði á skilaboð til hans og notaði í fréttir sínar. Forsíða The New York Times Magazine með greininni um hlerunarmálið og vinnubrögð News of the World. Samsteypan News International, sem á News of the World og er í eigu Ruperts Murdochs, segir ástæð- una fyrir umfjölluninni að The New York Times vilji koma höggi á keppinaut. Á Bretlandi hafa fjölmiðlar Murdochs á borð við The Times fjallað lítið um málið, en keppinautar á borð við The Independent, The Guardian og BBC þeim mun meira. Uppsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.