Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 30
30 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010  Ólgandi uppistand fer fram á Næsta Bar á morgun. Fram koma Þórdís Nadía Semichat, Gunnar Jónsson og Pálmi Freyr Hauksson. Þórdísi þekkja flestir sem einn höf- uðpaura Uppistöðufélagsins en fé- lagið hefur staðið fyrir vel heppn- uðum uppistandskvöldum á Næsta Bar. Uppistand á Næsta bar á morgun Fólk Á mánudagskvöldum í september mun hinn rót- tæki upplýsingavefur Gagnauga.is standa fyrir sýningum á heimildarmyndum á Prikinu, sem staðsett er í Bankastræti 12 í Reykjavík. Myndirnar, sem hefjast kl. 22, munu sam- kvæmt tilkynningu afhjúpa raunveruleika sem þaggaður hefur verið niður af viðskiptaöflum og innihalda upplýsingar sem stórmiðlar hafa keppst við að gera tortryggilega í áratugi. Fyrsta sýningin er næstkomandi mánudag, hinn 6. september, en þá verður hið margumtal- aða morð á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, tekið fyrir. Það hafa eflaust flestir heyrt eitthvað um JFK-samsærið, en fáir sem hafa kafað djúpt í málið. Hversu margir vita til dæmis um eitthvað þau sönnunargögn sem kenningarnar byggjast á? Heimildarmyndin JFK Case for Conspiracy getur hjálpað áhugasömum að fræðast um þetta dularfulla mál, en hún verð- ur sú fyrsta í heimildarseríunni á Prikinu. Síðar í septembermánuði verða svo önnur um- deild mál tekin fyrir, til að mynda 11. september, New World Order (Nýja heimsveldið) og stjórn- un mannlegs samfélags. Þetta verður nokkurs- konar samansafn af því allra besta úr samsær- isgeiranum. Gagnaugað.is býður alla velkomna á Prikið svo endilega kíkið inn, fáið ykkur popp og kannski bjór og skeggræðið málin við gott fólk í kjölfarið. Að loknu kvöldi er næstum fullvíst að þú verður ekki kjaftstopp í næstu samsæris- umræðu vinahópsins. hugrun@mbl.is Mánudagar eru samsærisdagar á Prikinu Kennedy Myrti Lee Harvey Oswald forsetann?  Afþreyingafyrirtækið Sena hefur víkkað út starfsemi sína og tekið við sem dreifingaraðili á sviði leik- fanga fyrir mörg af stærstu merkj- um heims s.s Playmobile, Mattel, Tomy svo að fátt eitt sé nefnt. „Með kaupunum er Sena að renna styrkari stoðum undir rekst- ur heildsölu sinnar og fylgja eftir þeirri stefnu að starfa á sviði af- þreyingar og skemmtunar,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu. Sena dembir sér í leikfangabransann!  Útgáfufélagið Kimi Records verður þriggja ára þann 11. sept- ember næstkomandi og mun fagna því í Havarí á laugardaginn .Hljóm- sveitirnar Reykjavík!, Morðingj- arnir og Nolo munu leika þar fyrir gesti og að sjálfsögðu verða í boði afmælisveitingar og hægt verður að gera góð kaup í búðinni. Kimi Records fagnar 3ja ára afmæli  Rappsveitin Original Melody mun snúa aftur í október með nýja plötu, Back & Fourth. Sveitin gaf síðast út plötu fyrir fjórum árum, sem var hennar fyrsta. Kallast hún Fantastic Four og fékk fljótlega viðurnefnið „lengsta hip-hop plata Íslands“ en á henni eru 26 lög sem slaga upp í á annan klukkutíma að lengd. Gaman að því! Original Melody snýr aftur með plötu Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ferilskrá fjöllistamannsins Wolf- gangs Müller er svo löng og fjöl- breytt að það myndi æra óstöðugan að fara út í öll þau listaverk og list- verkefni sem hann hefur komið að frá því hann útskrifaðist sem graf- ískur hönnuður við Listaháskólann í Berlín árið 1985. „Algjörlega, fólk verður alltaf svo reitt, veit ekki hvað á að kalla mig eða hvað ég er að gera,“ segir Müller og hlær þegar blaðamaður ber þetta undir hann. „En ég er mjög eðlilegur, á ákveðinn hátt,“ segir hann og hlær. Müller fer með hlutverk í væntanlegri kvik- mynd Gríms Hákonarsonar, Sum- arlandið, leikur þar Þjóðverja sem hefur áhuga á að kaupa álfastein mikinn. Müller er mikill áhugamaður um íslenska menningu og þjóðsögur, einkum af álfum, og hefur unnið með íslenskum myndlistarmönnum. Müller hélt m.a. sýningu undir nafn- inu Úlfur Hróðólfsson, parus caeru- leus, árið 1995 í Kraká, Hamborg, Kassel og Reykjavík. En hvernig kviknaði áhugi Müllers fyrir Íslandi? Langaði að sjá Surtsey „Þegar ég var drengur, á sjöunda áratugnum, var til bók heima, Alle Wunder dieser Welt, og á kápunni var ljósmynd af Surtsey. Ég var af- skaplega hrifinn af henni og vildi sjá Surtsey,“ segir Müller og hlær. Hann hefur þó ekki enn séð Surtsey en segist hins vegar hafa séð mörg náttúruundrin á Íslandi. – Grímur sagði mér að þú lékir í raun sjálfan þig í Sumarlandinu? „Tja, í raun ekki, ég vona að ég sé ekki vitleysingur frá Hannover,“ segir Müller hlæjandi en segir Grím líklega vera að vísa til listsköpunar sinnar og áhuga á álfasteinum og álf- um. Hann hafi m.a. farið til Borga- fjarðar eystri því hann hafi frétt af því að bestu álfasteinana væri þar að finna. Þar hafi stórir steinar verið skreyttir fyrir hann í listrænum til- gangi af fyrirtækinu Álfasteini, þó ekki eiginlegir álfasteinar. Hann hafi hins vegar kallað steinana álfasteina. „Fólk áttar sig aldrei almennilega á því hvað ég er að gera,“ segir hann og hlær enn. – Segðu mér aðeins frá persónu þinni í Sum- arlandinu. „Ég leik Þjóðverja sem fer til Íslands í þeim til- gangi að kaupa risastóran stein í listaverkasafn sitt í Hannover. Hann er heltek- inn af þessu af því að hann heldur að það séu álfar og yfirnáttúrulegar verur í steininum. Kannski á hann mjög leiðinlegt listaverkasafn í Þýskalandi, list án sálar,“ segir Müller um hlutverk sitt í myndinni.. Huldumaður faðirinn – Þú semur erótískar álfasögur? „Já, klámfengnar sögur fyrir út- gáfufyrirtæki í Þýskalandi. Ég reyni að tengja erótíska hluti við álfa, suma hefur dreymt um álfa en draumarnir hafa ekki ræst. Álfurinn er líka tákn fyrir eitthvað ósýnilegt, eitthvað falið. Ef kona eignast barn og faðernið er óljóst segir fólk að barnið hafi verið getið með huldu- manni.“ – Sækirðu innblástur í íslenskar sögur af huldufólki? „Já, og ég á líka safn íslenskra bóka á þýsku, sú elsta er frá 1613, ferðabók,“ svarar Müller. Í einni af sögum Müllers segir af ungum tón- listarmanni, rokkstjörnu frá Ísafirði, sem fer til Landmannalauga í leit að innblæstri. Þar hittir hann fyrir kyn- óðan, lítinn álf, fossbúa, sem flytur honum fagra tóna en vill að rokk- stjarnan borgi honum í blíðu fyrir tónlistarflutninginn. Álfasögur Müll- ers hafa ekki verið þýddar á íslensku en Müller myndi gjarna vilja að smá- sögur hans yrðu gefnar út á landinu sem honum þykir svo vænt u, Ís- landi. Er ekki annað að heyra á hon- um en hann sé að auglýsa eftir þýð- anda og útgefanda íslenskum. Kynóður tónlistarálfur í Landmannalaugum  Listamaðurinn Wolfgang Müller leikur í Sumarlandinu  Hefur lengi verið áhugamaður um álfa og m.a. skrifað kynlífssögur um þær huldu verur Þjóðverjinn Müller í kvikmyndinni Sumarlandið sem verður frumsýnd hér á landi 17. september nk. Wolfgang Müller hefur margan sérkennilegan gjörninginn framið. Árið 1998 var skrifstofu Goethe- stofnunarinnar lokað á Íslandi og í ágúst það ár opnaði Müller, ásamt Ástu Ólafsdóttur, fyrstu einka- Goethe-stofnunina í heiminum, í Nýlistasafninu. Goethe-stofnunin, þ.e. hin raunverulega, fagnaði þessum gjörningi, eða öllu heldur talsmaður hennar, Stephan Wack- witz, að því er fram kem- ur á vefsíðu Müllers, wolfgangmueller.net. Í mars árið 2001 kvað við annan tón en þá krafðist dr. Hermann Falk, starfsmaður í lög- fræðideild stofn- un- arinn- ar, skaðabóta og hótaði að beita Müller sektum, héldi hann áfram að reka einka-Goethe-stofnun sína. Müller vildi hlífa stofnuninni við lögfræðikostnaði og breytti nafni stofnunar sinnar í Walther von Goethe Foundation Reykjavík, í höfuðið á barnabarni skáldsins. Fyrsta útibú hinnar nýju stofnunar var opnað í 11. maí 2001 á hár- greiðslustofunni Beige í August- strasse í Berlín og hélt þar sendi- herra Íslands í Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, ræðu. Má því segja að málið hafi endað far- sællega. Müller hefur komið víða við á listamannsferli sínum, stofn- aði m.a. neðanjarðarhljómsveitina Die Tödliche Doris árið 1980. Hann hefur leikið í fleiri kvikmyndum en Sumarlandinu, lék í þýsku splat- termyndinni Necromantic 2 en í henni fræðir hann fólk um geir- fuglinn, fuglinn útdauða. Goethe-stofnun Müllers olli fjaðrafoki hjá Goethe-stofnun UMDEILDUR GJÖRNINGUR Johann Wolfgang von Goethe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.