Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Áfriðsælum reit í Mos-fellsdalnum hafa GarðarGarðarsson og SignýHafsteinsdóttir reist sér myndarlegt einbýlishús. Þau eru nýflutt í dalinn úr skarkala höf- uðborgarinnar og það ekki að ástæðulausu. „Draumurinn hjá mér var að fá meiri frið til að skapa. Það er svo mikið áreiti í þéttbýli,“ segir Signý. Þau hjón starfrækja útgáf- una Hugbrot og gefa út sjálfshjálp- ardiska sem þau selja í gegnum vef- síðu útgáfunnar, Hugbrot.is. Þau eru höfundar allra diskanna og vinna þá sjálf frá grunni. Þau hafa sent frá sér tólf diska og meðal þeirra eru; Meira sjálfs- traust, Losnað við kílóin, Betri svefn, Reyklaust líf og Betri ein- beiting. Garðar lærði Neuro-Linguistic Programming (NLP) í Bandaríkj- unum árið 1988 og hefur notað þá menntun við gerð sjálfshjálp- ardiskana. Hjálpa fólki að ná markmiðum „NLP-aðferðafræðin byggist á dáleiðslu, sálfræði, tölvukerfisfræði og málvísindum. Þeir bjuggu til mjög öflugt kerfi sem er notað til að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum, losna við slæma ávana og byggja upp nýja,“ útskýrir Garðar. Hann er einn af þeim fyrstu sem lærði NLP hér á landi og það hjá dr. John Grinder, öðrum höfundi NLP-tækninnar. „Við tökum fyrir ákveðið mark- mið, vinnum með það og hjálpum fólki að ná því. Diskarnir vinna allir með það að lausnin komi innan frá. Það er ekki verið að segja þér hvernig þú átt að ná markmiðunum, heldur koma lausnirnar innan frá í samræmi við reynslu, getu og lífs- stíl hlustandans, þannig að hann finnur leiðir sem henta honum, það virkar alltaf best að gera það þann- ig,“ segir Garðar og Signý bætir við að engir tveir séu eins og því verði hver og einn að finna sínar leiðir. „Með því að hlusta á diskana virkjar viðkomandi undirmeðvit- undina til að finna lausnir sem skila varanlegum árangri. Það byrjar allt í höfðinu, það þarf að búa til van- ann,“ segir Signý. Hún lærði tæknina með því að sækja námskeið hjá Garðari og að lesa sér til um sjálfsdáleiðslu. Hélt fyrirlestra og námskeið Spurður hvers vegna hann ákvað að læra NLP-tæknina svarar Garðar: „Á þessum tíma keypti ég nokkrar bækur sem þessir menn höfðu gefið út og varð svo hrifinn að ég bara varð að fara og læra að- ferðina. Ég fór til Kaliforníu í þjálf- un og þetta stóðst væntingar. Þegar ég kom heim fór ég að halda fyrirlestra og námskeið auk einkatíma. Ég veit ekki hvað ég tók á móti mörgum sem voru að reyna hætta að reykja, grenna sig, losna við lofthræðslu eða flughræðslu, efla sjálfstraust og allskonar annað. Þetta var orðin svo mikil færi- bandavinna í lokin að ég var að brenna upp. Ég tók mér frí og flutti tímabundið til Colorado til þess að læra meira og þá fór Signý af stað að gera diskana en ég hafði búið til ferli fyrir hin og þessi markmið sem hún notaði til að búa til diskana. Svo Signý kom þessari útgáfu af stað,“ segir Garðar og er aug- ljóslega ánægður með framtaks- semi konu sinnar. Fyrsti diskurinn kom út hjá Hugbroti í lok árs 2001. Fyrir þann tíma var Garðar búinn að gefa út Kyrrð á spólu og hugeflisbók árið 1988. Flestir diskarnir sem eru til sölu á Hugbrot.is komu út 2001 en nýlega sendu þau frá sér diskinn Meðganga og fæðing. Garðar er nú hættur að halda fyrirlestra og taka í einkatíma enda segir hann þjóðfélagið hafa breyst svo mikið. „Þessi fræði eru mikið til komin á netið, það eru fleiri lausnir í boði og svo kaupir fólk diskana.“ Matreiðir undirmeðvitundina Að meðaltali tekur um tuttugu og einn dag að breyta gömlum vana og byggja upp nýjan. „Grunnaðferðin er alltaf sú sama; þú ferð í djúpa slökun þang- að til þú ert komin í svokallað alpha-ástand. Best er að hlusta á diskinn í rólegu umhverfi og nota heyrnartól. Skilaboðin á diskinum Varanleg lausn kemur innan frá „Við tökum fyrir ákveðið markmið, vinnum með það og hjálpum fólki að ná því. Diskarnir vinna allir með það að lausnin komi innan frá,“ segir Garðar Garð- arsson sem rekur útgáfuna Hugbrot ásamt Signýju Hafsteinsdóttur. Þau gefa út efni sem miðar að því að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum. Morgunblaðið/Ásdís Reykingar Viltu hætta? Það er hægt að fá sjálfshjálpardisk til þess. Dilettanteclub.blogspot.com er bloggsíða fjögurra kvenna í Banda- ríkjunum sem ákváðu að gera eitt- hvað nýtt saman í hverjum mánuði og blogga um það. Þær byrjuðu á þessu 2006 eftir að þær komust að því að þær áttu ekk- ert áhugamál. Amanda, Amy, Kat- hleen og Nicole höfðu ekki nægilega þolinmæði til að festast í einhverju einu svo þær tóku sig saman og ákváðu að prófa að gera eitthvað nýtt saman einu sinni í mánuði. Í ágúst fóru þær í skartgripagerð og núna í september ætla þær að læra að veiða fisk á stöng með flugu. Þær eru augljóslega mjög hressar og til í allt. Hefðbundin námskeið hafa þó frekar orðið fyrir valinu en eitt- hvað lífshættulegt. Þær hafa til dæmis farið á nuddnámskeið, í súkkulaðigerð og á sushi-námskeið, prófað að vera barþjónar, farið á alls- konar dansnámskeið, á drag-bingó, í hljóðfæratíma, draugaferð og margt margt fleira. Þær skortir ekki hug- myndirnar og það er gaman að lesa bloggið þeirra og sjá myndirnar frá námskeiðunum. Þetta eru hressar kellur og það mættu fleiri taka þær sér til fyrirmyndar til að fá tilbreyt- ingu í hversdaginn. Vefsíðan www.dilettanteclub.blogspot.com Reuters Strandblak Bloggararnir fjórir hafa ekki enn prófað strandblakdans. Nýjungagjarnar og hressar Í dag er Alþjóðadagur læsis og af því tilefni verður opnuð sýning í Gallerí Ráðhús sem staðsett er í bæjarstjórn- arsalnum á 4. hæð í ráðhúsinu á Ak- ureyri. Þá er almenningi boðið að heimsækja Gallerí Ráðhús frá klukkan 8.15-16 og skrifa og/eða teikna óskir sínar til handa Akureyringum fram til ársins 2015. Sýningin mun standa fram til áramóta og að fimm árum liðnum verða óskirnar teknar fram til skoðunar. Unnið er með eftirfarandi setningar: Ég óska þess að Akureyringum hlotnist … Ég óska þess að allir á Akureyri … Ég óska þess að allir krakkar á Ak- ureyri geti … Sýningin verður opnuð kl. 8.15 í dag á því að Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og fulltrúar frá öllum skólastigum skrifa sínar óskir til handa Akureyringum. Allir eru hjartanlega velkomnir og mega óskirnar vera fleiri en ein og fleiri en tvær. Endilega … … óskið ykkur, Akureyringar Morgunblaðið/Ómar Akureyri Til dæmis er hægt að óska sér miðnætursólar á hverju kvöldi. Hjá mörgum hafa sunnudagar breyst frá því að vera rólegheita- dagar þar sem farið er í kirkju og slappað af í faðmi fjölskyldunnar yfir í að vera aðal-verslunardagar vikunnar. Ný rannsókn frá DePaul háskól- anum í Bandaríkjunum og Ben Gu- rion háskólanum í Ísrael sýnir fram á að þetta breytta hegð- unarmynstur á sunnudögum gæti verið að taka sinn toll af hamingj- unni. Athuguð var kirkjusókn, í tengslum við það hversu hamingju- samt fólk sagðist vera, meðal Am- eríkana sem bjuggu í fylkjum sem felldu úr gildi hin svokölluð bláu lög sem kváðu á um að flestar verslanir ættu að vera lokaðar á sunnudögum. Kom í ljós að þar sem búðir voru opnar á sunnudögum var verri kirkjusókn meðal hvítra kvenna og þær sögðust líka vera óhamingju- samari en áður. Hjá svörtum kon- um hafði afnám bláu lagana ekki mælanleg áhrif. Hjá karlmönnum af öllum kynþáttum virtust opnar verslanir á sunnudögum ekki hafa nein mælanleg áhrif á kirkjusókn eða hversu hamingjusamir þeir voru. Frá því bláu lögin voru afnumin í þessum fylkjum eru konur sautján prósentum líklegri til að segjast vera ekki hamingjusamar en nokk- uð hamingjusamar, segir í rann- sókninni sem enn hefur ekki verið birt í endanlegri mynd. „Fólk veit að það er fylgni á milli trúar og hamingju, en það er ekki óyggjandi sönnun þess að það sé orsakasamband,“ sagði William Sander, prófessor í hagfræði við DePaul. „Rannsóknin okkar reynir að afla fleiri óyggjandi sannana um að trúrækni meðal kvenna hafi áhrif á hamingjuna.“ Rannsóknin náði yfir svarendur í tíu fylkjum þar sem opnun verslana á sunnudögum hafði verið bönnuð en svo leyfð. Voru svör þeirra bor- in saman við svör íbúa í sex fylkj- um þar sem ekkert hafði breyst í sambandi við afgreiðslutíma versl- ana, allt var lokað á sunnudögum. Rannsóknin lagði áherslu á hegðun kaþólikka og mótmælenda því þeir voru líklegastir til að sækja kirkju á sunnudögum. Hvers vegna ætli opnar verslanir á sunnudögum geri konur óham- ingjusamari? Ein ástæðan getur verið sú að hluti af konunum þarf að vinna á sunnudögum eftir að sunnudags- opnun var gefin frjáls. „Fólki líkar það ekki að þurfa að vinna á sunnudögum,“ segir Dr. Sander. Hegðun barna kvennanna getur líka hafa breyst, en börn á ung- lingsaldri fara að hanga í versl- unarmiðstöðvum á sunnudögum ef þær eru opnar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að sunnudagsafgreiðsla verslana er tengd verri hegðun meðal unglinga. Heilsa Kaup tekin fram yfir kirkjuódýrt og gott Grillaður kjúklingur, Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 998kr.pk. 10 Daglegt líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.