Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Jafnaðarmenn í Svíþjóð eru í mikl-um pólitískum vandræðum. Áð- ur stjórnuðu þeir því landi kjör- tímabilum saman, annaðhvort fyrir eigin afli eða vegna hlutleysis lítils flokks vinstra megin við þá. Nú mælist fylgi þeirra aðeins tæplega 28 prósent.     Núverandi for-maður Jafn- aðarmanna, Mona Sahlin er með nokkuð skrautlegan feril og varð í tvígang að gera hlé á setu í forystu- sveit krata vegna vandræðamála sem hún flækti sér í.     Annað málið, sem þótti mjög al-varlegt þar í landi, snerist um misnotkun hennar í persónulega þágu á greiðslukorti sem hún hafði til afnota sem ráðherra.     Ýmsir fréttaskýrendur halda þvíreyndar fram að það erfiða mál sé enn að þvælast fyrir flokks- formanninum og sé helsta ástæða þess að hana skorti trúverðugleika.     Fjárhæðirnar sem málið sneristum voru ekki háar, nokkrir tug- ir eða hundruð þúsunda. En talið var að þar sem ráðherrann var ekki trúr í smáu væri hæpið að treysta honum fyrir þjóðarhagsmunum.     Fróðlegt væri að vita hvort slíkmál hefðu komið upp hér á landi og jafnvel í mun stærri stíl en hjá sænska kratanum. Og hvort slíkur aðili yrði talinn geta farið með ráðherradóm.     Að vera eða vera ekkiWilliam Shakespeare spurði forðum að vera eða vera ekki, er vinstri stjórn í fáum orðum.“ (G.Th.) Mona Sahlin Siðferðiskröfur þar og hér Veður víða um heim 7.9., kl. 18.00 Reykjavík 14 léttskýjað Bolungarvík 16 léttskýjað Akureyri 19 heiðskírt Egilsstaðir 13 skýjað Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Nuuk 12 heiðskírt Þórshöfn 11 skýjað Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 15 skúrir Brussel 18 léttskýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 17 léttskýjað París 20 skýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 16 léttskýjað Berlín 16 skýjað Vín 13 alskýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 26 skýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 11 alskýjað Montreal 21 skýjað New York 27 heiðskírt Chicago 21 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:31 20:21 ÍSAFJÖRÐUR 6:31 20:31 SIGLUFJÖRÐUR 6:14 20:14 DJÚPIVOGUR 5:59 19:51 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun samgöngu- ráðuneytisins um að neita að veita aðgang að viðskiptaáætlun fyrirhug- aðrar samgöngumiðstöðvar í Vatns- mýri. Nefndin féllst á að slíkt gæti skaðað samkeppnishagsmuni Isavia, sem er opinbert hlutafélag. Samgönguráðuneytið og Isavia höfnuðu beiðni Morgunblaðsins um að fá áætlunina afhenta í maí sl. og var synjunin kærð til nefndarinnar. Af hálfu blaðsins var m.a. bent á að kostnaður við samgöngu- miðstöðina verður greiddur af far- þegum í innanlandsflugi og öðrum sem nýta sér þjónustu fyrirtækja sem leigja þar aðstöðu, enda hefur komið fram að greiða á fyrir bygg- inguna með notendagjöldum og með því að leigja út hluta miðstöðv- arinnar. Þar að auki vonast Isavia og samgönguráðuneytið til þess að líf- eyrissjóðir láni fé til fram- kvæmdanna. Því væru sérlega ríkir hagsmunir af því að birta upplýs- ingar um rekstrargrundvöll. „Til sambærilegra nota“ Úrskurðarnefndin vísað frá kærunni hvað Isavia varðar, þar sem upplýsingalög taki ekki til opinberra hlutafélaga. Upphaflega vísaði samgöngu- ráðuneytið til þess að því væri óheimilt að afhenda gögn sem varða mikilvæga hagsmuni fyrirtækja eða einkaaðila. Úrskurðarnefndin benti þá ráðuneytinu á að Isavia væri op- inbert fyrirtæki. Ráðuneytið leið- rétti þá fyrri vísun í lögin og vísaði í staðinn til þess að heimilt væri að takmarka aðgang að upplýsingum sem ættu við um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitar- félaga, að því leyti sem þau væru í samkeppni við aðra. Ráðuneytið benti m.a. á að rekstur samgöngumiðstöðvarinnar ætti að byggjast á leigutekjum. „Samgöngumiðstöðin er því í sam- keppni við aðra aðila sem leigja út húsnæði til sambærilegra nota. Um- beðin gögn tengjast beint þessari starfsemi samgöngumiðstöðv- arinnar þar sem þar er að finna fjár- hagslegar upplýsingar er varða áætlaðar tekjur vegna leigu rekstr- araðila ásamt tekjum vegna brott- farargjalda.“ Samkeppnishagsmunir Isavia við rekstur miðstöðvarinnar væru svo verulegir að þeir gengju framar rétti almennings að upplýs- ingunum. Nefndin féllst á þessi rök með úrskurði 1. september sl. Ábyrgð Isavia hefur verið falið að undirbúa byggingu miðstöðvarinnar og mun bera ábyrgð á rekstri hennar. Skipulagi vegna hennar er ólokið. Morgunblaðið/ÞÖK Samgöngu- miðstöð verður í samkeppni  Viðskiptaáætlun ekki afhent vegna mikilvægra samkeppnishagsmuna Utan laganna » Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur verið breytt í hlutafélagsform fellur hluta- félagið sem slíkt utan gildissviðs upplýsingalaga, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi ver- ið falið sérstakt stjórnsýslu- hlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. » Isavia ohf. fellur undir þessa skilgreiningu. „Stórauknar fjárfestingar eru forsenda hag- vaxtar á næstu árum,“ segir í ályktun fram- kvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins frá því í gær. Þar segir einnig að stórfjárfestingar í at- vinnulífinu dragist enn og ríkisstjórnin verði að taka afgerandi pólitíska forystu til þess að af þeim verði. „Samtök atvinnulífsins vilja vekja sérstaka athygli á þýðingu fjárfestinga fyrir íslenskt samfélag nú þegar afar misvísandi skilaboð um hagþróun koma fram og skapa mikla óvissu um þróun atvinnulífsins og efnahags þjóðarinnar. Þróun á vinnumarkaði sýnir minnkandi at- vinnuleysi og að fjöldi starfa á fyrri helmingi þessa árs hafi verið svipaður og í fyrra. Í síð- ustu viku birti Hagstofan svo aðrar tölur sem gefa til kynna að afraksturinn af störfum þjóð- arinnar hafi verið 7,3% samdráttur í landsfram- leiðslu milli fyrri árshelminga 2009 og 2010 og leiðrétti þannig niður á við fyrri tölur um hag- vöxt í byrjun þessa árs og í lok þess síðasta,“ segir í tilkynningu frá SA. Mestu skipti að ríkisstjórnin sýni skýran og ótvíræðan vilja til þess að fjárfestingar í at- vinnulífinu og innviðum samfélagsins aukist og athafnir fylgi orðum. Lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa að hafa að- gang að lánsfé á viðráðanlegum kjörum og skattaleg kjör verða að vera þeim hagstæð svo þau geti fjárfest. Stór fjárfestingaráform í at- vinnulífinu, þ.e. í orkuframleiðslu og orkunýt- ingu, verða að ná fram að ganga. Fjárfestingar forsenda hagvaxtar „Í ríkjum með áreiðanlegar hagtölur væri slíkt framleiðniáfall í atvinnulífinu tilefni til neyðar- viðbragða og rannsókna, en íslenskt atvinnulíf þarf að búa við óvissu og óáreiðanlegar hag- tölur. Skýr skilaboð þurfa að koma frá ríkis- stjórninni um að allt verði gert til að eyða þeirri óvissu sem hagtölur gefa til kynna og benda til þess að staðan sé mun lakari en áður var talið,“ segir í tilkynningu SA. Óvissu verði eytt TILEFNI TIL NEYÐARVIÐBRAGÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.