Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Þetta var happaráð hjá ríki og bæ því að þeir reyndust réttir menn á réttum stað, alókunnugir í fyrstu og ólíkir um margt en urðu brátt góðir vinir og samhentir í skóla- stjórninni. Þeirra beið vandaverk því að nemendafjöldinn í hverfinu óx hratt og um tíma tók skólinn á móti meira en helmingi fleiri nem- endum í meira en helmingi minna húsnæði en síðar varð. Kristján tók við skólastjórn 1961 af Gísla sem þá lét af störfum vegna aldurs. Hann var hæglátur og brosmildur í framkomu og hækkaði aldrei röddina til að afla orðum sínum aukins vægis, svo ég muni. Því átti hann gott með að koma að sér fólki. Það var auðvelt að vinna með honum og fyrir hann. Kristján var áhugasamur um breyt- ingar og nýmæli í skólastarfi og óhræddur að gefa starfsliði sínu nokkuð frjálsar hendur í því efni. Mér er minnisstætt hve vel máli farinn Kristján var og alltaf þá hann talaði til áheyrenda hafði hann eitthvað markvert fram að færa. Á yfirkennara- og skólastjóraár- unum fór hann um árabil með stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur á sumrin. Þar mótaði hann í stórum dráttum þann grunn sem mér skilst að sú stofnun byggi á enn þann dag í dag. Kristján var áhrifamaður um framvindu skólastarfs og mennta- mála á síðari hluta síðustu aldar. Strax 1954 var hann kosinn í fræðsluráð Reykjavíkur þar sem hann átti sæti í 19 ár og var for- maður ráðsins seinni árin. Hafa má í huga að á þessum árum var frum- kvæði og nýsköpun í skóla- og menntamálum frekar hjá Reykja- víkurborg en ríkinu. Á þessum ár- um átti hann sæti í skólalaganefnd til undirbúnings grunnskólalögum 1974. Við þessi störf hefur komið sér vel sá hæfileiki hans hversu næmur hann var á aðalatriði máls og að sama skapi laus við að láta aukaatriði trufla sér sýn á loka- markmiðið. Kristján var fræðslustjóri í Reykjavík 1973-1982. Skólarnir í borginni voru einmitt á þeim árum að laga starf sitt að nýjum grunn- skólalögum og fjölbrautakerfi að festa sig í sessi í framhaldsskól- unum. Hvort tveggja hafði verið honum ákaflega hugleikið árum saman. Af þeim sökum hafði hann m.a. farið í 6 mánaða námsferð til Bandaríkjanna 1967-1968. Hann var einnig lánsmaður í einkalífi. Með þeim hjónum, Þórdísi og honum, ríkti ástríki og gagn- kvæm virðing. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn sem nutu ást- úðar og stolts foreldranna. Nú er ég að leiðarlokum kveð kæran vin og leiðtoga votta ég börnum hans og öðrum aðstandendum einlæga samúð. Erling S. Tómasson. Kristján J. Gunnarsson var eft- irminnilegur maður. Mörg samtöl sem ég átti við hann á síðari hluta ævi hans gáfu mér glögga innsýn í þau fjölmörgu málefni og áhugamál sem hann hafði tekið þátt í og sinnt á langri starfsævi. Hann var í ára- tugi afar farsæll og virtur skóla- stjórnandi en jafnframt mikill áhugamaður um sveitarstjórnar- mál. Hann vann að öllum málum sem honum var trúað fyrir af mikl- um dugnaði og þrautseigju. Fram- ganga hans mótaðist af lipurð og tillitssemi og þeirri hógværð og góðleika sem ávallt einkenndi hann. Kristján hafði mikil áhrif á þróun málefna barnaskóla og síðar grunn- skóla og var í hópi þeirra sem unnu tillögur að nýjum grunnskólalög- unum 1974. Lögin gjörbreyttu skipulagi barna- og unglinganáms. Hann var helsti talsmaður borg- arstjórnar í fræðslumálum en hann sat í fræðsluráði Reykjavíkur 1954- 1973, þar af formaður 1970-1973. Auk þess var Kristján varaborg- arfulltrúi frá 1958 og borgarfulltrúi og í borgarráði 1970-1973. Hann gegndi embætti fræðslustjóra frá 1973-1982. Það kom m.a. í hlut Kristjáns sem fræðslustjóra að vinna tillögu að langtímaáætlun um skólabyggingar í borginni en á þessum árum var fólksfjölgunin í Reykjavík mjög mikil. Kristján gekk ungur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Á yngri árum kynntist hann Gunnari Thoroddsen á mælskunámskeiði sem Gunnar stýrði. Upp úr því urðu þeir góðir kunningjar. Kristján sagði mér eitt sinn að kynni hans við Gunnar hefðu orðið til þess að hann tók aukinn þátt í starfi flokksins. Í störfum sínum á lífsleiðinni fór Kristján aldrei í manngreinarálit og hafði ávallt fullt traust og virðingu þeirra sem með honum störfuðu. Hann var skemmtilegur maður, með heilbrigða og skynsamlega lífs- sýn og átti sér mörg áhugamál. Öll- um þótti gott að leita til hans, enda bæði sanngjarn og ráðagóður við sitt samferðafólk. Kristján var mikill fjölskyldu- maður og lét sér annt um eiginkonu sína Þórdísi, börnin sín og barna- börn. Ég þakka honum góða vin- áttu og samverustundir á liðnum árum. Það er með hlýhug og virð- ingu sem ég kveð Kristján, sem hafði afgerandi áhrif til hins betra á samtíma sinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Kristján J. Gunnarsson, fyrrver- andi skólastjóri og fræðslustjóri í Reykjavík, er látinn, níræður að aldri. Kristján lauk kennaraprófi árið 1942. Hann var kennari við barnaskólann á Suðureyri 1942- 1943, skólastjóri barnaskólans á Hellissandi 1943-1952, yfirkennari við Langholtsskóla í Reykjavík 1952-1961 og skólastjóri þar 1961- 1973. Hann gegndi embætti fræðslustjóra í Reykjavík frá 1973- 1982. Á þeim árum er Kristján gegndi starfi fræðslustjóra í Reykjavík urðu miklar og jákvæðar breytingar í skólamálum. Grunn- skólinn var að laga sig að breyttu þjóðfélagi þar sem mikilvægi menntunar og lengd skólaskyldunn- ar tókust á við löngun manna til að halda unglingum heima og við störf í atvinnulífinu. Kristján tók virkan þátt í undirbúningi lagasetningar um grunnskóla sem samþykkt voru 1974. Lögin festu í sessi margar þær breytingar sem þegar voru komnar vel á veg í Reykjavík undir forystu framsækinna skólamanna eins og Kristjáns J. Gunnarssonar. Má þar nefna kennslu forskóla- barna og kennslu sem í ríkara mæli var löguð að þörfum hvers ein- staklings. Í Reykjavík hafði á þessum árum þróast það stjórnkerfi í skólamálum sem segja má að enn sé við lýði, þar sem fræðsluráð og fræðslu- stjóri stjórnuðu fræðslumálum hvers héraðs. Kristján var valinn til forystu í Reykjavík til að innleiða nýja hugsun í nýjum lögum. Hann hafði alla tíð mikinn metnað fyrir velferð og námi barna og unglinga. Fullyrða má að sú jákvæða þróun sem varð í reykvískum grunnskól- um undir hans forystu hafi lagt góðan grunn að því farsæla grunn- skólastarfi sem sjá má í skólum borgarinnar í dag. Þeir sem starfa við skólamál í dag standa í þakkarskuld við braut- ryðjendur fyrri tíma. Krisján var einn af þeim og barðist ötullega við að koma á fót framsæknum grunn- skóla sem þjónaði öllum nemendum og hafði það mikilvæga hlutverk í samvinnu við heimilin að búa nem- endur undir líf og starf í lýðræð- isþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Fyrir hönd fræðsluyfirvalda í Reykjavík þakka ég Kristjáni J. Gunnarssyni fyrir þá miklu fram- sýni er hann hafði í skólamálum og þá einurð sem einkenndi forystu hans í starfi fræðslustjóra í Reykja- vík við að bæta skólastarf nem- endum til hagsbóta. Blessuð sé minning Kristjáns J. Gunnarssonar. Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri í Reykjavík. Elsku yndislegi pabbi minn, nú er komið að því að þú átt afmæli og mér finnst svo erfitt og óraun- verulegt að fá ekki að kyssa þig og knúsa á afmælisdaginn þinn. Mér fannst líka rosalega erfitt þegar ég átti afmæli í síðasta mánuði því að afmælisdagurinn minn er ekki sá sami án þín. En ég hugsaði það mikið til þín að ég veit að þú varst með mér. Mér líður stundum eins og postulínsdúkku, rosalega brothætt, en þú varst alltaf svo sterkur og kvartaðir aldrei og ég reyni mitt besta á hverjum degi að vera sterk enda er ég alveg eins og þú, og er stolt af því að vera litla stelpan þín, sama hversu gömul ég verð þá verð ég alltaf litla stelpan þín. Svo kom að því að litla stelpan þín eignaðist stelpu sjálf sem varð dem- anturinn okkar allra en ég sagði henni að þú hefðir þurft að flytja á eina stjörnu á himnum, hún saknar þín líka. Við eigum svo margar góðar minningar saman, pabbi minn, og ég þyrfti að skrifa heila bók til þess að koma þeim öllum fyrir, en eftir að þú veiktist vorum við nú samt líka dug- leg að nýta tíman saman og verð ég ævinlega þakklát fyrir öll þessi ár sem við áttum. Við vorum svo dugleg að ferðast saman og síðasta utan- landsferðin okkar er ógleymanleg og verður Spánn aldrei eins án þín. All- ar minningarnar sem ég á með þér og Hjördísi undanfarin ár ylja mér um hjartarætur. Ég gleymi heldur aldrei þegar við fórum saman til Noregs þegar ég var lítil og ég týndi bangsanum mín- um og ég grét alla nóttina og daginn Ingimundur Sigfússon ✝ Ingimundur Sig-fússon fæddist á Seltjarnarnesi 8. sept- ember 1962. Hann lést á Akranesi 2. nóv- ember 2009. Útför Ingimundar fór fram 12. nóv- ember 2009. eftir fórst þú og fannst hann, mér til mikillar ánægju en svona varst þú, pabbi minn, þú ert og hefur alltaf verið hetjan mín. Ég trúi því ekki hvað tíminn líður hratt, en það fer að verða komið eitt ár síðan þú kvaddir þennan heim og orða- tiltækið „Sárin gróa en örin hverfa aldrei“ á svo vel við því að það er stórt ör í sálinni minni, elsku pabbi minn. Mig vantar svo að heyra í þér röddina, það er svo margt sem ég þarf að segja þér, en þú veist þetta allt nú þegar því að ég veit að þú ert hjá okkur. Það er svo margt sem ég veit ekki og skil ekki, stundum verð ég bara rosalega sár og reið. Af hverju þú? Af hverju er verið að taka alla ástvini mína frá mér? Þetta eru spurningar sem ég fæ aldrei svör við en ég hef verið að reyna að sætta mig við að þetta er bara gangur lífs- ins. Þú barðist hetjulega í heil þrjú ár og það eina sem ég get reynt að hugga mig við er að núna þarftu ekki að kveljast og berjast lengur, núna ertu bara laus við drauginn eins og þú kallaðir þetta og ég veit að þú ert með öllum englunum mínum að passa okkur hin og loksins færðu að vera með Sigfúsi bróður. Mér finnst svo erfitt að vita að það er heilt líf framundan og enginn pabbi til að halda í höndina á mér. Ég veit ekki hvernig ég geri þetta allt án þín, en ég verð að finna leið. Takk, elsku pabbi minn, fyrir allan okkar tíma saman og alla sem þú komst með inn í líf mitt, þetta hefði verið svo miklu erfiðara án Hjördísar. Pabbi minn, ég er betri manneskja vegna þín. Til hamingju með afmælið. Ég elska þig og sakna þín svo sárt. Sjáumst seinna. Þín dóttir, Bjarney Vigdís Ingimundardóttir. ✝ Kærar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur vinarhug við andlát og útför eiginkonu minn- ar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Vörum í Garði, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sigurbjörn Tómasson, Þorvaldur Þ. Sigurbjörnsson, Halldóra Konráðsdóttir, Sigurður S. Sigurbjörnsson, Pálmar Breiðfjörð, Tómas Páll Þorvaldsson, Edda Þuríður Hauksdóttir, Arna Björk Þorkelsdóttir, Þórarinn Viðar Sigurðarson, Guðrún Halldóra Sigurðardóttir, Konráð Pétur Konráðsson, Rakel Elísabet Tómasdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, MAGNÚS SIGURJÓNSSON, Hvammi, Vestur-Eyjafjöllum, sem andaðist á dvalarheimilinu Lundi miðviku- daginn 1. september, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 11. september kl. 14.00. Einar Magnússon, Sigurlína María Gísladóttir, Tryggvi Þór Magnússon, Marta Ormsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Ásgeir Kristjánsson, Anna Magnúsdóttir, Sigurjón Magnússon, Guðrún Karlsdóttir, Hugi Magnússon, Birna Gunnarsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Elsku drengurinn okkar, GUÐMUNDUR ÞÓR SIGURÐSSON, Smárarima 75, lést mánudaginn 6. september. Jarðarförin verður gerð frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 14. september kl. 14.00. Halldóra Kristín Halldórsdóttir,Sigurður Brynjar Guðmundsson, Jón Valdimar Sigurðsson, Þorbjörg Birgisdóttir, Halldór Brynjar Sigurðsson, Thelma Björk Bogadóttir, Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristín Eva Ólafsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Halldór H. R. Friðjónsson, Arnar Freyr, Alexander Þór, Kristín Björk og frændsystkini. ✝ Okkar ástkæra, JÓHANNA VALGEIRSDÓTTIR, Hlíðarvegi 88, Reykjanesbæ, sem lést sunnudaginn 5. september á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. september kl. 13.00. Leifur Gunnlaugsson, Guðlaugur Leifsson, Rakel Guðnadóttir, Freydís Leifsdóttir, Marel Ragnarsson, Aron Logi Guðlaugsson, Valgeir Ólafur Helgason og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR LOFTUR LÚÐVÍKSSON slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Lerkihlíð 5, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtudaginn 2. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju á morgun, fimmtudag, kl. 15.00. Helga Hjördís Sveinsdóttir, Sveinn Ingiberg Magnússon, Katrín Þórdís Jacobsen, Hulda Ósk Valdimarsdóttir, Jens Kristian Fiig, Edda Guðrún Valdimarsdóttir, Gísli Björn Bergmann, Margrét Pála Valdimarsdóttir, Guðni Þorsteinn Guðjónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.