Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 31
AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fyrir um aldarfjórðungi hlust-aði ég á plötur japönskuhljómsveitarinnar Loudness – sem einhver bloggari kallaði „van- metnasta málmband allra tíma“ – í tætlur. Maður var leitandi á þessum árum og Loudness með sitt gítar- drifna melódíska keyrslurokk svar- aði kallinu með bravör. Einkum voru það plöturnar Disillusion (1984), Thunder in the East (1985) og Lightning Strikes (1986) sem fengu að kenna á nálinni. Raunar var áhugi minn á sveitinni svo af- gerandi að ég gerði mér far um að útvega þrjár fyrstu skífur hennar, sem aðeins komu út í Japan (sungn- ar á móðurmálinu). Man ekki hvort það var í gegnum Plötubúðina á Laugaveginum – blessuð sé minning hennar – eða hina merku málmbúllu Shades í Lundúnum. Málmleitendur dóu ekki ráðalausir fyrir daga nets og niðurhals. Ég var ekki eini Vesturlanda- búinn sem kveikti á krafti Loud- ness. Amerískir féfurstar fluttu bandið akút inn og sniðu það að sín- um þörfum. Hermt er að Loudness- ingar hafi talað litla sem enga ensku á þessum tíma og tekið því sem að höndum bar. Þý Mammons klæddi þá í spandex-galla og sendi á túr með Mötley Crüe. Það hefur ugglaust gefið vel í aðra hönd en tónlistin sat á hakanum.    Thunder in the East var fyrstaplata Loudness sem kom út í Bandaríkjunum og erkismellurinn „Crazy Nights“ er enn þann dag í dag vinsælasta lag sveitarinnar Homma. Fáum sögum fer af plötum sveitarinnar frá þeim tíma.    Það var svo árið 2001 að upp-runalegir meðlimir Loudness slíðruðu sverðin og fóru í eina sæng á ný frá og með plötunni Spiritual Canoe. Svo mikið lá þeim á hjarta að önnur plata kom út þegar sama ár, Pandemonium. Sjö breiðskífur hafa komið í kjölfarið (stúdíóplötur Loudness eru alls orðnar 23) án þess að það kæmi fram á skjálftamælum. Þar til nú. Nýjasta platan, King of Pain, er nefnilega að gera sig. Afturhvarf til níunda áratugarins segja sumir, án þess að glys geri skilningarvitunum skráveifu. Nú þrassa Loudness- ingar hreinlega á köflum. Áhuga- sömum er bent á titillagið, skrifinu til fulltingis, og „Power of Death“. Lagið „#666“ hefði líka hæglega getað verið á Metallica-plötunni St. Anger. Yfirborðið er fyrir bý. Er það vel, eins og maðurinn sagði. Þeim kumpánum er mikið niðri fyrir á King of Pain enda hefur skarð verið höggvið í þeirra raðir. Higuchi varð lifrarkrabba að bráð fyrir tveimur árum. Hans sæti tók Masayuki nokkur Suzuki. Ugglaust kunningi Sveppa okkar. Megi hann lemja húðir um ókomna tíð – málm- þyrstum til svölunar. Dimmur gnýr í austri Áður fyrr Loudness á Ameríkuárunum. Glysaðir í drasl. Málmbandið japanska er enn að, eftir 23 breiðskífur. vestra. Seinna komu „Let it Go“ og „Rock’n’roll Gypsy“ (með svuntu- þeysi og öllu), gúmmelaðiglys sem sýndi engan veginn rétt andlit sveit- arinnar enda þótt þessar lagasmíð- ar skáki flestu því sem Mötley Crüe, Poison og Cinderella höfðu fram að færa á þessum tíma. Því skal til haga haldið að bæði Thunder in the East og Lightning Strikes eru líka stútfullar af eðalmálmi. En galli var á gjöf Njarðar. Söngvarinn, Minoru Niihara, var ekki allra. Einkum var það und- arlegur hreimurinn sem fór í taug- arnar á Kananum. Eftir Hurricane Eyes (1987), þar sem Loudness létti enn á sér, var hann því látinn taka pokann sinn. Innfæddur söngvari, Mike Vescera, ráðinn í staðinn. Til að gera langa sögu stutta misheppnaðist sú aðgerð gjör- samlega. Vinsældir Loudness hurfu eins og dögg fyrir sólu og eftir tvær ömurlegar plötur var Vescera skol- að burt með baðvatninu. Ekki nóg með það, bassaleikarinn Masayoshi Yamashita og trymbillinn Munetaka Higuchi létu sig líka hverfa – með óbragð í munni. Eftir stóð aðeins gítarleikarinn og oddviti sveitarinnar, Akira Takasaki, séní sem á níunda ára- tugnum var ósjaldan nefnt í sömu andrá og Steve Vai og Eddie van Halen. Mörgum þykir einnig sam- hljómur með Dimebag heitnum Darrell. Takasaki er dásamlegur gítaristi sem auðgar tækni með til- gangi.    Um þetta leyti hvarf Loudnessút úr mínu lífi og fyrir fáein- um dögum vissi ég ekki annað en sveitin væri löngu búin að funda með feðrum sínum. Öðru nær. Takasaki starfrækti Loudness í heimalandi sínu allan tíunda ára- tuginn, fékk meðal annars Homma á trommur, það er Hirotsugu » Þý Mammonsklæddi þá í spandex- galla og sendi á túr með Mötley Crüe. Það hefur ugglaust gefið vel í aðra hönd en tónlistin sat á hakanum. 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 ATH: Tilboðin gilda ekki í Borgarbíói NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 12 12 L L L 12 16 14 L 10 SÍMI 462 3500 12 L L 16 THEOTHERGUYS kl. 6-8-10 AULINN ÉG 3D kl. 6 DESPICABLEME3D kl. 8 THEEXPENDABLES kl. 10 SÍMI 530 1919 12 L L 18 16 14 12 10 THEOTHERGUYS kl. 8-10.30 THEFUTUREOFHOPE kl. 6-8-10 AULINNÉG 3D kl. 5.45 THE HUMAN CENTIPEDE kl. 10.20 THEEXPENDABLES kl. 8-10.20 SALT kl. 8 VAMPIRESSUCK kl. 6 THELASTAIRBENDER 2D kl.5.30 THEOTHER GUYS kl. 5.30-8-10.30 THEOTHER GUYSLÚXUS kl. 5.30-8-10.30 DESPICABLEME3D kl. 3.30-5.40-8 AULINN ÉG 3D kl. 3.30-5.40 AULINN ÉG 2D kl. 3.30 SCOTTPILGRIM VS THEWORLD kl. 8-10.30 THEEXPENDABLES kl. 8-10.20 SALT kl. 10.10 KARATEKID kl. 5.10 .com/smarabio "Ísland gæti veitt heiminum innblástur og þessi heimildarmynd er sýn á þá möguleika." - Damien Rice, tónlistarmaður Sýnd kl. 8 og 10:15Sýnd kl. 4, 8 og 10 (3D) - enskt tal Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd kl. 4, 6 (2D) - íslenskt tal STEVE CARELL Sýnd kl. 4, 6 (3D) - íslenskt tal Sýnd kl. 5:50 FRÁ LEIKSTJÓRA HOT FUZZ OG SHAUN OF THE DEAD KEMUR EIN FYNDNASTA OG FRUMLEGASTA MYND ÁRSINS Búðu þig undir eina óvænta fjölskyldu og heilan her af skósveinum sem vaða ekki í vitinu. ÍSLENSKT TAL Pétur Jóhann Sigfús- son fer á kostum í einni skemmtilegustu teiknimynd ársins HHH S.V. - MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Á heildina litið er Aulinn ég 3D einstaklega vel heppnuð teiknimynd sem hentar ekki einungis börnum, heldur öllum aldurshópum. H.H. - MBL -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.