Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Krónan hjálpar aug- ljóslega ekki Íslandi, þegar gengið er skráð svona lágt er verið að búa til gríðarlegan skuldavanda með allt of lágu gengi, kemur í veg fyrir hagvöxt og heldur Íslandi á botn- inum. Gjaldmiðillinn er rúinn trausti erlendis sem innanlands, Ísland er því í risavaxinni skuldakreppu samhliða gjald- miðlakreppu. Í raun er verið að búa til risavaxna skuldakreppu og veld- ur því að stærstur hluti lána fyr- irtækja er í erl. gjaldmiðli og eykur því skuldavandann gífurlega. sbr. stöðu OR, sem er dæmigerð. Sama á við um sveitarfélög og einstaklinga. Allt of lágt gengi, skapar meiri verð- bólgu en ætti að vera, og því miklu hærri vexti en ættu að vera, sem aftur hamlar því að gerlegt sé að taka lán til framkvæmda. Krónan er eins og korktappi úti á reginhafi hinna öflugu heimsmynta, sem birt- ist vel þegar fjárfestar hafa verið að spila á þessa örmynt okkar. Danir eru með sína krónu, en yfirlýsing Evrópska seðlabankans um að hann muni tryggja stöðu hennar styrkir dönsku krónuna gagnvart fjár- glæframönnum, með aðild- arviðræðum er möguleiki að við kæmumst í var undir Grænuhlíð með korktappann. Það er samdráttur í hagkerfinu og þar spilar inn vöxt- ur svarta hagkerfisins. Fjárfestingar hafa dregist saman um 50%, þar er fyrirferðarmest minnkun fjárfestinga hins opinbera eða um 30% og svo fjárfestinga í bygginga og verk- takaiðnaði eða um 25%. Kaupmáttur reglu- legra launa hefur minnkað um 17-18% og kaupmáttur ráðstöf- unartekna um 25-26%. Hrapið og atvinnuleys- ið er mest á almenna markaðnum og það segir okkur að þar hefur farið fram mesta kaupmáttarhrapið, í sumum atvinnugreinum eins og t.d. í byggingariðnaði er það líklega allt að 50% að jafnaði. Það er rétt sem forsætisráðherra segir að botninum er náð og við höf- um aðeins náð okkur af stað, en það sem skiptir okkur mestu er hversu öflug viðspyrnan frá botninum verð- ur. Álver er ekki heildarlausn og skiptir ekki öllu máli en það skiptir miklu máli þegar svona mikill doði er í hagkerfinu og það gæti skipt sköpum um hversu öflug viðspyrnan frá botninum verður. Við verðum með öllum tiltækum ráðum að auka verðmætasköpun. Landsvirkjun, OR ásamt fleiri fyrirtækjum fá ekki lán vegna þess að Icesave-málin eru ekki frágengin og það er búið að kosta Ísland gríðarlega fjármuni og hefur bitnað harkalega á almenna vinnumarkaðinum. Allt útlit er á að OR hafi ekki bolmagn til þess að fara í Bitru- og Hverahlíðarvirkjun og mun leiða til þess að við sjáum fram á að þurfa að vera á botninum um alllangt skeið, líklega 10-15 ár. Það er klárt að við munum aldrei ná okkur upp frá botninum til fram- tíðar með krónunni. Við verðum að taka til og það duglega hvort sem við göngum í ESB eða ekki. En það er ljóst að ef við stefnum markvisst að ESB munum við komast í var og fá stuðning til þess að mynda nauð- synlegan stöðugleika. Danskir launamenn eru ekki í sömu stöðu og við. Íslenskum launamönnum er í kjarabaráttu sinni gert að hlaupa á hlaupbretti þar sem stjórn- málamenn stýra hraðanum. Við hlaupum sem best við getum, en er- um nánast alltaf á sama stað. Búin að semja um tæplega 4.000% launa- hækkanir á meðan danskir launa- menn hafa samið um 330% og ganga fram örugglega, án þess að vera gert að standa á hlaupabrettinu, til vaxandi kaupmáttar við stöðugleika og lága vexti með eignir sínar varð- ar í stöðugu hagkerfi á meðan 24 þús. íslensk heimili liggja í valnum. Krónan og launamenn Eftir Guðmund Gunnarsson » Gjaldmiðillinn er rú- inn trausti erlendis sem innanlands, Ísland er því í risavaxinni skuldakreppu samhliða gjaldmiðlakreppu. Guðmundur Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Að undanförnu hefi ég mikið velt því fyrir mér hvort íslenska bankakerfið hefði hrun- ið ef bankar og fjár- málastofnanir hefðu verið undir stjórn eldri og reyndari karla og kvenna en raunin var. Langflestir þeirra, sem ábyrgðarstöðum gegndu, voru ungt fólk, sumt nýskriðið úr skóla, reynslulítið og tilbúið að gera hvað sem var fyrir há laun og ríflega bónusa. Þar voru engin gömul gildi höfð í heiðri, reynsla og þroski vanmetinn. Sagt hefur verið að bankarnir hafi að hluta verið mannaðir hámenntuðum kjánum. Í framhaldi af þessu leyfi ég mér að fullyrða að hæfileikar, orka og geta eldri borgara á Íslandi hafi lít- illar athygli notið og að engu verið höfð. Meira hefur borið á æskudýrk- un, sem oft hefur gengið út í öfgar. Með þessu er ég ekki að segja að ungt fólk sé ekki vel hæft til að tak- ast á við flest samfélagsverkefni. En það hefur löngum verið sagt og stað- fest að framtíðin verði best tryggð með því að hyggja að fortíðinni, læra af reynslu fyrri kynslóða í lífi og starfi. Í þeim áföllum, sem gengið hafa yfir íslenska þjóð síðustu misserin, hefur mikil fortíðarhyggja gripið um sig. Við höfum dregið upp marg- vísleg gildi sem reyndust þjóðinni vel í þrengingum. Neysluæðið hefur hjaðnað, nýtni aukist og gömul bjargráð fengið verðugan sess. Reynsla, þekking og geta genginna kynslóða var ekki svo galin eftir allt. Hinir ungu hafa leitað til þeirra eldri og þannig hefur kynslóðabilið kannski minnkað og virðingin fyrir fortíðinni aukist. Ég er sannfærður um að íslenska þjóðin þarfnast nú sem aldrei fyrr reynslu og þekkingar hinna eldri. Okkur er lífsnauðsynlegt að leiða gömul gildi til vegs og virð- ingar. Tími græðgi og virðingarleysis við lög og rétt er liðinn. Einnig tími neyslufárs- ins og aðgæsluleysis gagnvart náttúrunni. Tími bættra mannlegra samskipta, samhjálpar, trausts og heiðarleika verður að ganga í garð, ella er undirstöðum samfélagsins hætta bú- in. Nú er helsta út- gönguleiðin sú að ryðja borðin, þvo þau og skrúbba og ganga með virðingu að borðhaldi hinna hóg- væru. Þar mega engir sitja, sem sátu svallveisluna miklu, aðeins þeir, sem styðjast við nýtt gildismat, byggt á gömlum grunni, og eru sómakærir í eðli sínu. Við þetta borðhald dugar engin depurð né ólund. Aðeins trúin á hið mögulega kemur okkur áfram inn í nýja öld sem við eigum að kalla endurreisnaröldina. En trúið mér, þegar ég segi að það verði engin end- urreisn ef hún byggist ekki á gildum jafnaðar, frelsis og mannkærleika. Stjórnmálastefnur, sem ekki byggj- ast á grunni jafnaðarstefnunnar, eru dæmdar til að farast. Kommúnism- inn átti að útrýma fárækt. Hann út- rýmdi hins vegar milljónum sak- lausra manna og allri frjálsri hugsun. Hin nýja gerð kapítalismans, sem kennd er við nýfrjálshyggju, og þurfti ekki að taka tillit til laga og regluverks, jók atvinnuleysi, misrétti og breikkaði bilið milli ríkra og efna- minni meira en nokkru sinni. Við það risavaxna verkefni, sem framundan er, þurfa eldri borgarar að gegna veigamiklu hlutverki. Verði þeir ekki kallaðir til verka, eiga þeir að krefjast síns réttmæta hlutar í endurreisnarstarfinu. Þeir eiga að auka áhrif sín innan stjórnmálaflokk- anna til að hafa áhrif á sín eigin hags- munarmál, veita góð ráð og ríkuleg úr sjóðum reynslu sinnar og þekk- ingar og koma í veg fyrir þann ang- urgapahátt sem réð ríkjum á Íslandi fyrir hrunið. Eldri borgarar eru ekki bara atkvæði eða þægilegt vinnuafl í aðdraganda kosninga, þeir eru stór og stækkandi hluti þjóðarinnar og mega sín mikils, ef þeir nota afl sitt og krafta til framgangs góðra mál- efna. Á Íslandi og á Vesturlöndum al- mennt fjölgar nú ört í hópi eldri borgara, þökk sé framförum í lækn- isfræði, betri lyfjum, hollara mat- aræði og betri húsakosti. Víða hafa hreyfingar þeirra og samtök látið verulega til sín taka og krafan um aukin áhrif þeirra innan stjórn- málaflokka og á landsmál almennt hefur orðið háværari. Þeir hafna því að vera dæmdir úr leik við tiltekin aldursmörk og að fá ekki að hafa áhrif á þá málaflokka sem snerta af- komu þeirra og líf. Þeir hafna því að ákvarðanir um hagsmunamál þeirra séu teknar að þeim forspurðum. Þessi hreyfing á eftir að vaxa hratt og áhrif eldri borgara á sam- félagsþróunina að aukast til mikilla muna. Þeir vilja ekki að fjallað sé um líf þeirra og afkomu sem þjóðfélags- vandamál, heldur sem hluta af sam- félagsheild, þar sem réttur allra ald- urshópa er tryggður. Krafa þeirra um velferðarsamfélagið er hávær, enda er ljóst að fátt skaðar lífskjör þeirra meira en misskipting auðs og tekna. Á framboðslistum stjórn- málaflokkanna fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar fór lítið fyrir eldri borgurum. Þar var fyrst og fremst hugsað um jafnan hlut karla og kvenna af yngri kynslóðinni. Það er mál að linni áhrifaleysi eldri borg- ara á þróun samfélagsins og ef stjórnmálaflokkarnir endurskoða ekki afstöðu sína til þessa aldurshóps er stór hópur eldri borgara tilbúinn að leggja til atlögu og taka upp nýja herfræði sem ekki hefur verið beitt áður hér á landi. Þeir hyggjast ná vopnum sínum. Hlutverk eldri borgara í endurreisninni Eftir Árna Gunnarsson »Nú er helsta út- gönguleiðin sú að ryðja borðin, þvo þau og skrúbba og ganga með virðingu að borðhaldi hinna hógværu. Árni Gunnarsson Höfundur er fv. þingmaður. Þegar aldurinn fær- ist yfir gefur maður meiri gaum að samferðamönnum sín- um. Sagt er að allir eld- ist jafnt, en það þýðir ekki að ýmis ellimörk komi fram hjá öllum á sama tíma. Sumir halda sér betur en aðrir. En þeir sem fá skalla, hrukkur og bumbu snemma reyna að bera harm sinn í hljóði. Kurteisir segja að þeir eldist snemma. Þetta fólk verður oft fegið að verða gamalt, því þá eru ellimörkin eðlileg. Þrátt fyrir þá almennu trú að ellin sé ömurleg leyfi ég mér að segja að hún sé að mörgu leyti prýðileg. Að verða gamall og ljúka starfsævinni leysir mann frá alls lags kvöðum. Búið að skila keflinu í hönd afkomenda, sem hlaupa næsta áfangann í boð- hlaupi lífsins. Nú þarf ekki að keppa á vinnumarkaðnum, ævistarfinu er lok- ið, hvort sem það hefir tekist vel eða illa, enda verður því ekki breytt hvort sem er. Þeir sem skrifa minning- argreinarnar verða að moða úr því sem til er og reyna svo eitthvað að ýkja, sem ekki er óalgengt. Og nú, þegar við erum orðin gömul, er allt í þessu fína með mörkin sem Elli kerling hefir sett á okkur: Skalli er smart, grátt hár er glæsilegt, gleymskan er góð, ekki hræðast hrukkurnar, bumban er best, fita er flott o.s.frv. Vissulega herja alls kyns krankleikar á suma gamlingjana, en það er ekki alltaf af hinu vonda. Sumir verða sérfræðingar í sínum sjúkdóm- um og lyfjum þeim sem taka þarf. Hafa þeir oft ánægju af að segja sína sjúkrasögu og bera saman bækurnar við samsjúklinga sína og alla aðra, sem vilja hlusta. Vitanlega er ellin sumum erfið og margir mega glíma við illvíga sjúkdóma. Ekki vil ég gera lítið úr því. Í síðustu Íslandsferð hittum við nokkur bekkjarsystkini úr Verzló og var það gaman. Rætt var mest um þá sem fjarverandi voru og spurt frétta um líðan þeirra og heilsu; sumir höfðu verið skornir upp og niður, aðrir orðn- ir minnisskertir eða fótafúnir. Meiri- hlutinn var sagður í góðu standi en margir höfðu ekki áhuga á að hitta skóla-gamlingja sína. Farið var yfir bekkjarskrána og í ljós kom að 17 eða 28,3% af skólafélögunum voru horfnir af jarðkringlunni. Tveir gamansamir stungu upp á, í gríni auðvitað, að við ættum að kaupa verðlaunabikar, sem sá skyldi fá sem lengst lifði. Yrði kannske hægt að fá borgarstjórann til að afhenda síðasta Móhíkananum gripinn. Konurnar lifa lengur en karlarnir, svo að ekklarnir eru fáir. Þeir eru því umsetnir og fljótlega komnir með nýtt víf upp á arminn, oftast nokkrum ár- um yngra. Lausir og liðugir karlar í góðu standi, sem geta keyrt í myrkri og eru með nokkrar utanlandsferðir eftir í sér, eru mjög eftirsóttir. Bekkj- arbræðurnir sem eftir sitja gjóa oft öf- undaraugum til þeirra. Annars ræða heldri borgararnir ekki eins mikið um rómantík og ástamál og þeir gerðu áður. Móðir náttúra hef- ir eðlilega dempað hvat- irnar og kvarta fáir und- an því, og svo eru læknavísindin líka kom- in með pillu sem getur reddað málum ef mikið liggur við. Samt er sagður einn og einn vafasamur brandari en fæstir eru svæsnir. Einhver rifjaði upp söguna af Stínu og Stjána, hjúum á okkar aldri. Þau voru að fara að sofa kvöld eitt, en Stína byrjaði þá eitthvað að sífra: „Þú elskar mig ekkert lengur, Stjáni!“ „Hvaða vitleysa er þetta, auðvitað geri ég það. Farðu nú að sofa,“ svaraði hann. „Í gamla daga nartaðir þú svo oft í eyrnasnepilinn á mér og mér fannst það svo gott,“ sagði eiginkonan. „Jæja, ef þú lofar að fara svo að sofa skal ég gera það fyrir þig. Réttu mér þá tennurnar mínar þarna í glasinu á náttborðinu!“ Við ræddum líka alvarlega hluti. Sammála vorum við um það að okkar kynslóð væri ein hin lánsamasta í Ís- landssögunni. Komin í þennan heim á árunum fyrir seinna stríðið, þegar all- ir voru jafnfátækir. Við upplifðum stofnun lýðveldisins 1944 og hrifumst með í föðurlandsástar-vímunni og bjartsýninni sem heltók alla þjóðina. Við urðum vitni að byltingu í sjáv- arútvegsmálum og útfærslu land- helginnar. Og ekki má gleyma lagn- ingu hitaveitunnar og malbikun Keflavíkurvegar. Man nokkur eftir þvottabretti og ryki? Uppbygging flugs til annarra landa var spennandi og brátt urðu utanlandsferðir viðráð- anlegar fyrir alla landsmenn. Hægt og sígandi var vegakerfið endurbætt og fólk gat ferðast meira um sitt heittelskaða land. Allir gátu menntað sig eins mikið og heili, fjárráð og þol- inmæði leyfðu. Langflestir gátu skap- að sér betri lífskjör en þekktust í for- eldrahúsunum. Og nú, þegar ævistarfinu er lokið, getur okkar kynslóð notið betri elli- ára en flestir sem á undan komu. Það er lítill vafi á því að það er hvergi betra að eldast, veikjast og deyja en á Íslandi. Þótt samtök aldraðra kvarti stundum yfir lökum kjörum nýtur gamla fólkið meiri umhyggju og virð- ingar en í flestum öðrum löndum. Vegna þessa leita sumir landar, sem dvalið hafa meirihluta ævinnar í út- löndum, til gamla heimalandsins þeg- ar Elli kerling fer að herja á þá. Ekki er það alltaf vel liðið af löndum þeirra, sem heima hafa búið og borg- að skattana, og er það vel skiljanlegt. Þeir sem yfirgáfu ættland sitt verða því bara að bera beinin í Barbaríinu. Gott að verða gamall Eftir Þóri S. Gröndal Þórir S. Gröndal »Hvergi er betra að eldast, veikjast og deyja en á Íslandi. Höfundur er fyrrverandi fisksali í Flórída. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.