Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Gaman Þrándur Helgason matvælafræðingur bjóst áreiðanlega ekki við að doktorsvörnin hans við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands yrði jafnskemmtileg og myndin ber vitni um. Frá vinstri: dr. John Coupland, prófessor við Pennsylvania State University, dr. Kristberg Kristbergsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, Þrándur, dr. Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Matís og dr. Inga Þórsdóttir, prófessor og deildarforseti matvæla- og næringarfræðideildar HÍ. Kristinn Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráð- herra kvartaði undan því í orðaskiptum við mig á Alþingi sl. föstu- dag að stjórnarand- staðan sæi ekki ljósið í náttmyrkri efnahags- málanna. En hvaða ljós er hún að benda á? Það eru augljóslega mýra- ljós, villuljósin, sem ríkisstjórnin fylgir og gleðst svo yfir þessi dægrin. Það sem er alvarlegt í máli stjórn- arliða er tilraunin til þess að blekkja. Það hófst allt með langhundum Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra í blöðunum í síðasta mánuði. Þar var tónninn sleginn og hann var þessi. Þetta er búið að vera ofboðslega erfitt, en nú erum við að sjá afrakstur erfiðisins. Landið er að rísa í efnahagslegum skilningi. Þetta var síðan endurtekið á fyrsta þingdegi að loknu sumarhléi Alþing- is, bæði af fjármála- og forsætisráð- herra, fimmtudaginn 2. september. En örlögin eru grimm og gráglett- in. Daginn eftir birti Hagstofan út- reikninga sína. Þeir sýndu allt aðra mynd. Þann sama dag skiptumst við forsætisráðherra á orðum. Og það var eins og hún neitaði að trúa stað- reyndunum. Þær rímuðu ekki við áróðursplön ríkisstjórnarinnar og ráðherrann talaði eins og ekkert hefði gerst. Sama blekkingargl- ansmyndin var dregin upp. Staðreyndirnar eru þessar. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar gekk frá samstarfssamn- ingi sínum við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn á haustdögum 2008, lá til grundvallar tiltekin hagspá sem sjóðurinn vann. Þar var gert ráð fyr- ir miklum samdrætti landsfram- leiðslu árið 2009, eða um 9,6%. Nú liggur fyrir að sá samdráttur varð minni, eða um 6,8%. Ekki vegna verka núverandi ríkisstjórnar. Aðrar aðstæður réðu því. En í hagspá AGS var líka gert ráð fyrir að lands- framleiðslan yrði lítt breytt árið 2010, þrátt fyrir þessa miklu dýfu ár- ið á undan. Það er þess vegna fullkominn áfellisdómur um verk og verkleysi rík- isstjórnarinnar að landsframleiðslan dragist saman um 3,1% milli ársfjórðunga, árið sem hún átti að standa í stað og það þrátt fyrir að samdrátturinn árið á undan yrði minni en ætlað var. Sú stað- reynd hefði átt að auka líkur á skarpari bata efnahagsmálanna. En hið þveröfuga gerðist. Til skýringar á þessu má meðal annars benda á umfjöllun Peninga- mála Seðlabanka Íslands. Af þeim má ráða að aðgerðir og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar á vettvangi at- vinnumála eru að hægja á efnahags- bata sem ella væri orðin staðreynd. Það er því makalaust að ráðherrar vogi sér að hreykja sér af þessari efnahags/pólitísku falleinkunn sem ríkisstjórnin fær þessi dægrin Mýraljósið verður leiðarljós Sama er að segja um verðbólguna. Nú stæra ráðherrar sig af meintum árangri. En einnig það lá fyrir frá fyrsta degi. AGS spáði því að verð- bólgan yrði á þessu ári 2,7%. Enginn hefur spáð því að þau áform rætist. Þökk sé stjórnvöldum okkar, sem hafa kynnt verðbálið með skatta- hækkunum og kostnaðarauka gagn- vart atvinnulífinu. Ljósið sem ríkisstjórnin sér og fylgir er mýraljós, villuljós sem leiða okkur út í frekari ógöngur. Þá slóð vill enginn feta í humátt á eftir ráð- villtum stjórnvöldum. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra að gera mýraljósin að siglingaljósi. Sér- staklega ekki við krappar aðstæður. Eftir Einar K. Guðfinnsson » Það sem er alvarlegt í máli stjórnarliða er tilraunin til þess að blekkja. Það hófst allt með langhundum Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er þingmaður. Mýraljós í efnahagslífinu Það er ótrúlegt hversu lítill áhugi er á málefnum lífeyr- issjóða á Íslandi. Það er sennilega engin starfsemi sem skiptir jafnmiklu máli fyrir flesta íbúa landsins. Fjölmiðlar fjalla jafn- an lítið um starfsemi lífeyrissjóða en þegar það gerist er sjaldan kafað djúpt í málin. Stór hluti sjóðsfélaga hefur lítinn sem engan áhuga, sérstaklega yngri kynslóðin, á því hvað er verið að gera við peningana okkar. Fyrir vikið hafa lífeyrissjóðir getað starf- að án aðhalds sjóðsfélaga og sam- félagsins um árabil. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis segir að skort hafi hjá lífeyr- issjóðunum reglur um starfshætti og siðareglur. Nýlega skipaði stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða þriggja manna nefnd sem er ætlað að gera úttekt á starfsemi lífeyr- issjóðanna í aðdraganda banka- hrunsins. Mikilvægt er að þessi nefnd skoði einnig þau vandamál sem lífeyrissjóðirnir standa frammi fyrir um þessar mundir. Staðan í dag Eitt helsta vandamál almennra og opinberra lífeyrissjóða í dag er neikvæð tryggingafræðileg staða þeirra, sem þýðir að sjóðirnir eiga ekki fyrir skuldbindingum. Fyrir almenna lífeyrissjóði þýðir þetta að lögum samkvæmt ber þeim að skerða greiðslur til sjóðsfélaga meðan opinberir sjóðir þurfa þess hins vegar ekki vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Við vanda- málið bætist að staða stærsta líf- eyrissjóðs landsins, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), er vægast sagt dökk og er A-deild sjóðsins komin á endastöð. Gamla B-deildin lifði ekki eina fulla starfs- ævi en rúm 13 ár eru liðin síðan henni var lokað og A-deildin stofn- uð. Burt séð frá hruninu þá er A- deild sjóðsins nú komin í þrot og því standa stjórnarmenn LSR frammi fyrir vanda sem leysa þarf á næstu misserum. Iðgjald A- deildar mun til lengri tíma ekki duga fyrir lögbundnum réttindum, m.a. vegna lengri með- alævi sjóðsfélaga. Þörf á stefnu- breytingu Lífeyrissjóðir standa frammi fyrir skipulags- breytingum á starfsemi sinni. Hugsanlega þarf LSR að stofna aðra deild sem starfa myndi í samræmi við almenna lífeyrissjóði eða hækka iðgjald verulega. Ef hins vegar ekkert verð- ur gert er líklegt að sjóðurinn verði tómur þegar næstu kynslóðir kom- ast á lífeyrisaldur. Meðal þess sem taka þarf ákvörðun um er veruleg fækkun lífeyrissjóða, en þeir eru yfir 30 í dag. Ræða þarf breytingar á fyrirkomulagi lífeyrisgreiðslna, m.a. aldursbundna réttindaávinnslu hjá opinberu sjóðunum. Endur- skoða þarf iðgjaldafyrirkomulagið hjá sumum sjóðum þar sem núver- andi kerfi stendur ekki undir sér til framtíðar. Síðast en ekki síst þarf að gera áætlun um hækkun lífeyr- isaldurs. Mannfjöldaspár benda til þess að hlutfall Íslendinga 65 ára og eldri muni meira en tvöfaldast á næstu árum. Í sumar lögðu Samtök at- vinnulífsins fram tillögu um að hækka lífeyrisaldur í 68 ár til að sporna við skerðingu lífeyris og hærri iðgjöldum. Þessa tillögu ber að skoða mjög alvarlega þó hún gangi ef til vill ekki nógu langt til að leysa vanda lífeyrissjóðanna til lengri tíma. Rannsóknarstofnun um lífeyrismál Innan háskólasamfélagsins er starfræktur fjöldi rannsóknarstofn- ana um ýmis þjóðþrifamál en það kemur á óvart að engin rannsókn- arstofnun sé til um lífeyrismál þar sem skort hefur áreiðanlegar upp- lýsingar um starfsemi og stefnu líf- eyrissjóðanna um árabil. Mikilvægt er að koma á fót slíkri stofnun sem hefur það markmið að auka rann- sóknir og fræðslu um lífeyrismál. Slík stofnun ætti einnig að miðla vísindalegri þekkingu um stefnu- mótun og stjórnun lífeyrissjóða. Helst hefur verið leitað upplýs- inga hjá einstaka lífeyrissjóðum eða Landssamtökum lífeyrissjóða í gegnum tíðina en Landssamtökin geta aldrei gegnt álíka hlutverki og rannsóknarstofnun vegna hags- munatengsla sinna við sjóðina. Þess má geta að þegar hafa komið fram athugasemdir við skipan nefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna þar sem trúverðugleiki hennar er dreg- inn í efa. Á tímamótum Yngri kynslóðir munu standa verr að vígi fjárhagslega þegar kemur að lífeyristöku en sú sem nú er að taka út lífeyri. Hlutfall heim- ila í fjárhagsvanda á aldrinum 24- 29 ára er 32% og 26% hjá þeim sem eru 30-39 ára skv. upplýs- ingum Seðlabanka Íslands. Inn í þessar tölur vantar upplýsingar um greiðslubyrði lána íslenskra náms- manna og því kann hlutfallið að vera hærra. Vandi margra eldri borgara er einnig mikill en um 16% heimila á aldrinum 60-69 ára er í vanda og um 13% þeirra sem er 70 ára og eldri. Staða margra lífeyrissjóða hér á landi er alvarleg. Gríðarleg verð- mæti felast í því að eiga lífeyr- issjóð. Skammtímahugsun einsleits hóps hefur verið einkennandi í stefnu margra sjóða og til að það breytist þarf yngri kynslóðin að taka þátt í umræðunni og verða þátttakendur í stefnumótun fram- tíðarinnar. Lífeyrisgreiðslur til eldri kynslóða eru tryggðar en óljóst er með næstu kynslóðir. Líf- eyrissjóðir eru ekki mjög gamalt fyrirbæri en þeir standa nú á tíma- mótum. Stefnan og starfsaðferð- irnar sem sjóðirnir munu marka sér í kjölfar efnahagshrunsins skipta því gríðarlega miklu máli fyrir eigendur lífeyrissjóðanna og ekki síst framtíðarkynslóðir. Eftir Pétur Berg Matthíasson »Eitt helsta vandamál almennra og opin- berra lífeyrissjóða í dag er neikvæð trygg- ingafræðileg staða þeirra, sem þýðir að sjóðirnir eiga ekki fyrir skuldbindingum. Pétur Berg Matthíasson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og er í stjórn Félags íslenskra félagsvísindamanna. Framtíð lífeyrissjóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.