Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 ✝ Kristján J. Gunn-arsson fæddist í Marteinstungu, Holt- um í Rangárvalla- sýslu, 19. nóvember 1919. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 30. ágúst sl. Foreldrar hans voru Gunnar Ein- arsson, f. 3.3. 1876, d. 24.11. 1961, og Guð- rún Kristjánsdóttir, f. 11.12. 1889, d. 26.1. 1983. Systkini Krist- jáns eru Ólöf, f. 1911, Dagbjartur, f. 1913, og Guttormur, f. 1913. Þau eru látin. Eiginkona Kristjáns var Þórdís Kristjánsdóttir frá Suðureyri, f. 18.9. 1918, d. 7.6. 2002. Börn þeirra: 1) Guðrún, f. 8.6. 1948, gift Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, f. 26.4. 1946. Börn Guðrúnar: a) Kristján Orri, f. 22.3. 1971. Hans börn: Bjarki Aron, f. 26.4. 1991, Daníel Andri, f. 26.4. 1991 og Karítas Sól, f. 5.8. 1999 , b) Erla Björk, f. 20.6. 1976, gift Kristni Jóhannssyni, f. 31.1. 1975. Þeirra börn: Hekla Dís, f. 15.7. 2003 og Vaka Líf, f. 11.4. 2005. 2) Kristján Sigurður, f. 24.3. 1950, kvæntur Margréti Stein- arsdóttur, f. 23.7. 1950. Dætur Þórdís Sara, f. 11.2. 1991. Kristján lauk kennaraprófi 1942. Hann var kennari við barnaskólann á Suður- eyri 1942-43, skólastjóri á Hellis- sandi 1943-52, yfirkennari við Langholtsskóla í Reykjavík 1952- 61 og skólastjóri til 1973. Hann var fræðslustjóri í Reykjavík 1973-82. Kristján var oddviti í Neshreppi utan Ennis á Snæfellsnesi 1946-52, borgarfulltrúi í Reykjavík 1970-73 og áður varaborgarfulltrúi frá 1956. Hann starfaði í fjölmörgum ráðum og nefndum, m.a. í fræðslu- ráði Reykjavíkur 1954-73, formað- ur þess 1970-73. Kristján var atkvæðamikill í mál- efnum barnaskóla og grunnskóla og í hópi þeirra sem lagt hafa mest af mörkum til eflingar barna- og unglinganámi. Hann var skipaður í fræðslulaganefnd 1969 og gegndi mikilvægu hlutverki þegar lög um grunnskóla voru undirbúin og síð- ar samþykkt 1974. Hann var sæmd- ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981 fyrir störf sín að menntamálum. Kristján var virkur meðlimur í Rótarýhreyfingunni áratugum saman. Hann gaf út nokkrar ljóða- bækur, eina skáldsögu og ritstýrði Skólaljóðunum og Lesbók barnanna í Morgunblaðinu 1957- 71. Útför Kristjáns fer fram frá Ás- kirkju í dag, 8. september 2010, og hefst athöfnin kl. 15. þeirra: a) Gréta Björk, f. 5.2. 1973 gift Jóni Hauki Arn- arsyni, f. 5.10. 1971. Þeirra börn: Kristín Sara, f. 20.6. 2005, og Katrín María, f. 10.2. 2008. b) Þórdís Heiða, f. 22.10. 1974. Sam- býlismaður Bragi V. Skúlason, f. 26.8. 1976. Þeirra börn: Inga Margrét, f. 10.11. 2005, og Þór- dís, f. 26.7. 2010. 3) Hörður, f. 6.6. 1951, kvæntur Maríu Hrönn Gunn- arsdóttur, f. 19.1. 1963. Synir þeirra: a) Kristján, f. 7.12. 1993. b) Hrafn, f. 17.7. 1996. Dætur Harðar: c) Ágústa Hera, f. 8.8. 1978. Henn- ar dóttir: Ísabella Lena, f. 5.9. 1999. d) Heba Margrét, f. 29.8. 1980. Börn hennar: Ísalind Heba, f. 29.8. 2008, og Ísar Sindri, f. 13.3. 2010. 4) Elín, f. 31.1. 1959, gift Baldri V. Hannessyni, f. 12.1. 1958. Börn þeirra: a) Hildur, f. 13.7. 1987 b) Sindri, f. 3.4. 1990 c) Anna María, f. 28.8. 1994. d) Lára Mist, f. 29.3. 1998. 5) Ásdís, f. 7.4. 1961, gift Ársæli Kristjánssyni, f. 5.10. 1958. Börn þeirra: a) Kári, f. 2.7. 1985. b) Steinar, f. 9.12. 1987. c) Kristján J. Gunnarsson var skjól- bóndi í Lýtingi þegar okkar leiðir lágu saman fyrir tveimur áratug- um. Skjólið ræktaði hann í landinu sínu við Marteinstungu í Holtum þar sem hann óx úr grasi. Barns- skónum sleit hann þó ekki, hann var strákur alla sína daga. Hann geymdi barnið innra með sér og helgaði krafta sína og starfsævi börnum og barnaheill, framsýnn og trúr sannfæringu sinni. Hann var hávaxinn, grannur og sterkur upp- finningamaður. Langlífi var í gen- unum en lífið varð ekki nema svip- ur hjá sjón eftir að konan hans hvarf á braut. Áður en dauðinn loks sótti hann varð hann gamall maður. Þá gaf hann okkur, sem á eftir komum, dýrmæta lexíu um það, undrandi sjálfur yfir því, hvernig tíminn leysist upp og hverfur þegar aldurinn færist yfir. Hann var elskuríkur afi og með konu sinni bjó hann börnum sínum skjól og traust innra öryggi sem þau nú miðla áfram af. Hann lifir í strákunum mínum þremur. „Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum.“ María Hrönn Gunn- arsdóttir, Hörður, Kristján og Hrafn. Elsku afi Kristján. Það eru svo margar skemmti- legar minningar sem koma upp í huga á svona kveðjustund. Heim- sóknir í Sporðagrunnið til þín og ömmu Þórdísar voru alltaf gulls ígildi. Við krakkarnir gátum gengið að þér vísum í afastólnum inni í stofu að lesa þar blaðið eða góða bók. Skemmtilegast var ef þú hljópst svo og náðir í stóra pappa- kassann með lokinu uppi í háa skáp sem geymdi fjörgamalt upptrekkt dót sem unun var að leika sér að. Sérstaklega er minnisstæð stóra skopparakringlan sem var svo fal- leg á litinn og spilaði á meðan hún hringsnerist um gólfið. Þegar við fórum heim fengum við oftar en ekki smáflugferð eða tvær þar sem þú lyftir okkur hátt yfir höfuð og kitlaðir okkur smá. Svo er það Lýtingur, sumarbú- staðarland fjölskyldunnar. Þar vor- uð þið amma Þórdís öllum stundum að sumri til. Þar kenndir þú okkur til verka við að gróðursetja tré, strekkja girðingar og mála og byggja bústaðinn. Oftar en ekki var hægt að finna þig á lopapeysunni úti í rigningarúðanum með orfið og ljáinn að slá umhverfis bústaðinn. Það var mikill galdur að læra að slá þannig og raka saman heyið svo það sneri rétt í fanginu. Þið amma voruð líka dugleg að fara til sólarlanda þar sem þú sast við ljóða- og bókaskrif. Inni á milli gafstu þér þó tíma til að skrifa okk- ur póstkort og senda heim. Mikið dáðumst við systurnar að fallegu flamenco-kjólunum sem senjorít- urnar voru í á kortunum frá þér og kölluðum þau alltaf senjorítukortin frá afa. Þú varst duglegur að gefa út fallegu ljóðin þín, en mest höld- um við þó upp á þau sem þú samdir sérstaklega og færðir okkur á af- mælisdögum eða við önnur hátíðleg tækifæri. Elsku afi okkar, minningar okkar um þig og ömmu munu lifa um ókomna tíð. Hvíldu í friði og berðu ömmu Þórdísi kveðju okkar. Þínar afastelpur, Gréta Björk og Þórdís Heiða. Liðin eru fimmtíu og fjögur ár frá því að ég hitti Kristján J. Gunn- arsson fyrst og þá í þeim erinda- gjörðum að taka á móti úr hendi hans bókhaldsgögnum Neshrepps utan Ennis. Kristján hvarf úr starfi oddvita hreppsins þá rúmu ári fyrr en annaðist bókhaldið út kjörtíma- bilið fyrir þann sem tók við odd- vitastarfinu við brottför hans. Persónuleg kynni mín af Krist- jáni voru lítil en ég kynntist honum meira við að taka við og vinna að þeim verkefnum sem hann hafði beitt sér fyrir. Hann flutti með fjöl- skyldu sína til Hellissands haustið 1943, var skólastjóri barnaskólans þar árin 1943-1952 og oddviti hreppsnefndar Neshrepps uan Ennis 1946-1952. Kristján gegndi því þeim störfum í byggðarlaginu sem mikilsverðust voru. Mikil fólksfækkun var í hreppn- um. Á Hellissandi var hvorki vatns- veita né rafveita. Erfiðleikar voru í atvinnurekstri og útgerð. Höfn var aðeins fyrir smábata. Engar vega- samgöngur. Sem oddviti hrepps- nefndarinnar tókst Kristjáni að láta rafvæða Hellissand og um sumarið 1952 þegar hann flutti burtu var verið að tengja öll hús á Hellissandi við vatnsveitu. Það sem skipti þó mestum sköp- um fyrir byggðarlagið hér undir Jökli var að Kristjáni tókst að fá stuðning ríkisstjórnar og Alþingis við að fá samþykkt lög um lands- höfn í Rifi á vetrarþinginu 1951 og einnig samþykkt fjárframlag til hafnargerðarinnar. Framkvæmdir við Rifshöfn hófust þá um sumarið. Í janúar árið 1954 tók ég að mér að vera oddviti hreppsnefndar Nes- hrepps utan Ennis. Bókhaldsgögnin sem ég tók við frá Kristjáni voru mjög vel frágengin og allt í röð og reglu. Fyrir lá ákveðin stefnumörk- un um hafnargerð í Rifi, stefnu- mörkun sem Kristján J. Gunnars- son átti stærstan þátt í að var raunhæf. Hér í fyrrum Neshreppi utan Ennis er Kristjáns J. Gunnarssonar minnst sem farsæls forustumanns. Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum Kristjáns samúð okk- ar. Skúli Alexandersson. Haustið 1952 tók til starfa nýr skóli í Reykjavík, sá 5. í röðinni, Langholtsskóli. Að þessum nýja skóla réðust strax í upphafi sem stjórnendur þeir Gísli Jónasson skólastjóri og Kristján J. Gunn- arsson yfirkennari. Gísli var harð- soðinn reynslubolti frá gamla Reykjavíkurskólanum en Kristján ungur, framfarasinnaður hugsjóna- maður, skólastjóri á Hellissandi. Sagt var að hann hefði beinlínis verið sóttur til starfans vestur á Snæfellsnes þar sem hann hafði getið sér gott orð sem skóla- og sveitarstjórnarmaður, lengst af oddviti Neshrepps utan Ennis. Kristján J. Gunnarsson ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Frostafold 117, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 1. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 13. september kl. 13.00. Ásgeir Sigurbergsson, Ari Jóhannesson, Elísabet Dagfinnsdóttir, Ásgerður Jóhannesdóttir, Ingvar Þór Jóhannesson, Lorena Bielli, Sigurður Heiðar Ásgeirsson, Helga Gunnarsdóttir, Guðbjörg S. Ásgeirsdóttir, Mikael Farsnacht, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, elskuleg móðir, tengda- móðir, amma, systir og mágkona, UNNUR INGUNN STEINÞÓRSDÓTTIR, Krossholti 6, Keflavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi mánu- daginn 6. september, verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju fimmtudaginn 16. september kl. 13.00. Jón William Magnússon, Magnús Jónsson, Ella Björk Björnsdóttir, Steinþór Jónsson, Hildur Sigurðardóttir, Guðlaug Helga Jónsdóttir, Guttormur Guttormsson, Davíð Jónsson, Eva Dögg Sigurðardóttir, Lára Steinþórsdóttir, Bragi Magnússon og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI FINNBOGASON prentari, Álfatúni 4, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 4. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. september kl. 15.00. Elín Traustadóttir, Rúnar Björgvinsson, Snorri Traustason, Helga Óskarsdóttir, Yrsa Rós Brynjudóttir, Roger Young, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN VETURLIÐADÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum þann 31. ágúst. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 10. september klukkan 14.00. Sólveig Guðnadóttir, Veturliði Guðnason, Guðni Marinó Guðnason, Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR SNÆDAL læknir, lést á heimili sínu, Sóltúni, Reykjavík, þriðjudaginn 7. september. Jón Snædal, Guðrún Karlsdóttir, Kristján Snædal, Sólrún Vilbergsdóttir, Gunnlaugur G. Snædal, Soffía Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SIGURÐAR SOFFÍUDÓTTIR, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 1. septem- ber. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 9. september kl. 15.00. Elín Soffía Pilkington, Einar Birgisson, Regína Dagbjört og Herdís Ingibjörg. ✝ Ástkær faðir okkar, VÍÐIR VALGEIRSSON, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut þriðjudaginn 24. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Unnar Víðisson, Íris Ósk Ipsen Víðisdóttir, Ingólfur Snær Víðisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.