Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 51 32 1 09 /1 0 ALLT Í RÆKTINA HAUSTVÖRURNAR 2010 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Stærsta skemmtiferðaskipið, sem hingað kemur í sumar, er vænt- anlegt til Reykjavíkur í dag. Skipið heitir Crown Princess og er 113.651 lestir að stærð. Áformað er að það leggist að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 13 og láti úr höfn klukkan 19. Farþegar eru á fjórða þúsund talsins og 1.200 manns eru í áhöfninni. Skipið kom hingað í byrjun ágúst og er nú í loka- ferð sinni hingað í sumar. Komum skemmtiferðaskipa til landsins fer nú fækkandi. Það síð- asta er væntanlegt 3. október. Það skip heitir Grand Princess og er tæplega 109 þúsund lestir að stærð. sisi@mbl.is Risaskip í Sundahöfn Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Farið var í gær yfir undirbúning stór- framkvæmda í vegagerð á fjölmenn- um fundi forsvarsmanna lífeyris- sjóða, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Vegagerðarinnar og Saga Capital, sem sér um ráðgjöf vegna verkefnanna. Um er að ræða framkvæmdir fyrir 38 milljarða á næstu fimm árum. Ögmundur Jónasson samgöngu- ráðherra greindi frá því á fundinum að forveri hans í ráðherraembættinu, Kristján Möller, hefði tekið að sér að fylgja þessum málum eftir fyrir hönd ráðuneytisins að ósk Ögmundar. Eftir fundinn með fulltrúum ríkis- ins í gær héldu forsvarsmenn lífeyr- issjóðanna áfram fundarhöldum til að fara yfir verkefnið. Enn er alveg ósamið um og ófrágengið hver vaxta- kjör verða á hugsanlegri fjármögnun sjóðanna. Verkefnin sem um er að ræða er breikkun kafla á Vesturlandsvegi, breikkun Suður- landsvegar, ljúka á við tvöföldun Reykjanesbraut- ar, smíði brúar yf- ir Ölfusá og svo gerð Vaðlaheiðar- ganga. Hægt er að ráðast í undirbúning útboða mjög fljótlega ef samningar takast um fjármögnun og þá yrði ráð- ist í framkvæmdir á næsta ári að sögn Ögmundar. Góður tónn í lífeyrissjóðunum „Þetta var einskonar kynningar- fundur,“ segir Ögmundur. „Mér líst mjög vel á fyrirkomulagið eins og það er að þróast. Þetta er alls ekki einka- framkvæmd, heldur erum við að tala um fjármögnun og framkvæmdir sem eru algerlega á vegum ríkisins, a.m.k. hér á suðvesturhorninu,“ segir Ög- mundur. Lífeyrissjóðirnir ráða ráðum sínum á næstu vikum og vega og meta hvort þeir leggja fjármagn í framkvæmd- irnar. Má reikna með að ákvörðun forsvarsmanna þeirra geti legið fyrir í þessum mánuði. „Þarna erum við að tala um at- vinnusköpun sem skiptir verulegu máli auk þess sem við horfum til verk- efna sem auka umferðaröryggi og eru arðsöm fyrir samfélagið. Mér hefur fundist tónninn í lífeyrissjóðunum vera góður, enda er að mínu mati mjög mikilvægt að veita fjármunum úr lífeyrissjóðunum í uppbyggingu innra stoðkerfis samfélagsins, vel- ferðarþjónustuna og ekki síður vega- kerfið. Þetta eru vel geymdir pening- ar fyrir lífeyrissjóðina að mínum dómi, en það er að sjálfsögðu þeirra að ákveða hvað þeir gera,“ segir Ög- mundur. 38 milljarðar í 5 ára verk  Kristján Möller fylgir verkefninu eftir fyrir hönd samgönguráðherra  Óráðið er á hvaða vaxtakjörum lífeyrissjóðum býðst að fjármagna vegaframkvæmdirnar Veggjöld » Stofna á hlutafélag í eigu ríkisins um framkvæmdirnar við Suðurlands- og Vestur- landsveg og tvöföldun Reykja- nesbrautar. » Félagið aflar svo tekna með innheimtu veggjalda. » Sérstakt hlutafélag verður stofnað um gerð Vaðlaheið- arganga ef samkomulag næst um að ráðast í þá framkvæmd. » Samgöngumannvirkin verða hluti af opinberu vegakerfi sem Vegagerðin beri ábyrgð á. » Fjármagna á framkvæmd- irnar með útgáfu skuldabréfa sem á að fá skráð í Kauphöll- inni. Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.