Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Heimili & hönnun Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 17. september. MEÐAL EFNIS: Ný og spennandi hönnun. Innlit á heimili. Lýsing. Lítil rými. Stofan. Eldhúsið. Baðið. Svefniherbergið. Litir. Gardínur, púðar, teppi og mottur. Blóm, vasar og kerti. Arnar og pallaupphitun. Þjófavarnir. Ásamt fullt af öðru spen- nandi efn um heimili og hönnun. –– Meira fyrir lesendur S ÉR B LA Ð Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. september. Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru að huga að breytingar á heimilum sínum. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnherbergi og bað, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn (AGS) kom fram á sínum tíma, þ.e. árið 1999, í janúar 2001 og með skýrslu síðar það sama ár, og varaði eindregið við svoköll- uðum gengistryggðum lánum sem veitt höfðu verið í krónum og bundin erlendum myntum sem hækkuðu höfuðstól í krónum þegar krónan veiktist. Í kjölfarið á þessum skýrslum, sem ekki er hægt að horfa framhjá í dag með vísan í hlutverk AGS á Íslandi um þessar mundir, komust fulltrúar þeirrar nefndar, sem þáverandi við- skiptaráðherra skipaði hinn 11. apríl árið 2000 til að endurskoða vaxtalög nr. 25/1987, að því að fortakslaust yrði að taka fyrir gengistryggingu eins og hún tíðkaðist áður en AGS varaði við þessu, þ.e. gengistryggð lán þar sem höfuðstóll í krónum hækkaði við veikingu krónu og lækk- aði við styrkingu krónu. Hér skal vakin athygli á að í drög- um að frumvarpi til laga um vexti og verðtryggingu, sem nefndin sendi ráðherra ásamt athugasemdum, er ítarlega tekið fram að gengistrygg- ing sé ekki heimiluð. Bent skal á að þær athugasemdir, sem sendar voru ráðherra, eru ítarlegri að efni en þær sem fram koma með frumvarpinu sem sent var Alþingi og varð síðar að lögum nr. 38/2001 um vexti og verð- tryggingu. Í 3. mgr. athugasemdar sem send var ráðherra en ekki Al- þingi stendur m.a.: „Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. Hins vegar gæti Seðlabankinn á grundvelli 2. mgr. 14. gr. gefið út sérstakar gengisvísitölur eins og nú tíðkast og heimilað gengisbindingu á grundvelli þeirra að fengnu samþykki við- skiptaráðherra. Þótt nefndin hafi gengið frá ákvæðinu með þessum hætti mælir hún engu að síður með því að heimildin yrði ekki not- uð.“ Svo ítarlega er ekki að orði komist í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem hér um ræðir en engu að síður bent á mik- ilvægi Seðlabanka Íslands í þessu efni sem eftirlitsaðila innan íslensku stjórnsýslunnar og samspil bankans og viðkomandi ráðherra í þessu efni. Nýlega bárust greinarhöfundi svör við spurningum sem lagðar voru fyrir fulltrúa Seðlabanka Ís- lands fyrir margt löngu. Á næstunni verða þessi svör reifuð ítarlega en þar kemur m.a. fram að bankinn hafi litið á svokölluð gengistryggð lán eins og um lán í erlendri mynt væri að ræða. Þar er samhljómur við það sem viðskiptaráðherra hafði uppi í fyrirspurnatíma á Alþingi á síðasta ári. Í svari Seðlabanka Íslands segir m.a.: „Þegar ofangreindur texti var ritaður í skýrslu Seðlabankans voru engar forsendur til að fullyrða að gengistryggð lán væru ólögmæt. Erfitt er að sjá á hvaða hátt það hefði verið betur til þess fallið að tryggja fjármálalegan stöðugleika og styðja við peningastefnuna að banna ákveð- ið form af gengistryggðum lánum en leyfa önnur lán sem í eðli sínu voru nákvæmlega eins.“ Hér er vísað í rit- ið Fjármálastöðugleika frá því í maí 2008 eða fáeinum mánuðum áður en aðallögfræðingur bankans komst að allt öðru í ótvíræðu áliti sem mikið hefur verið rætt um upp á síðkastið þar sem hann taldi gengistryggingu, eins og bankarnir beittu henni fyrir sig, ólöglega. Í svari Seðlabankans, sem lesa má hér að ofan, er reynt að varpa því fram að gengistrygging hafi verið al- farið en svo þarf ekki að vera. Það er aðeins óheimilt að binda skuldbind- ingar í krónum við gengi erlendra mynta en ekki óheimilt að binda skuldbindingar í erlendum myntum við gengi íslenskrar krónu. Með lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu varð óheimilt að hækka höfuðstól, sem tilgreindur er í krónum og tengist erlendum mynt- um, þegar króna veikist og óheimilt að lækka hann þegar krónan styrk- ist. Höfuðstóllinn á að vera fasti eins og um var samið. Því og þess vegna vék Hæstiréttur aðeins þessum lið til hliðar en ekki öllum samningnum. Það er því ekki óheimilt að skuld- bindingar í erlendri mynt, þ.e. ef sannast að aðilar telji sig hafa samið þannig, séu bundnar gengi íslenskr- ar krónu þannig að það er íslenski höfuðstóllinn sem helst fastur og höfuðstóll í erlendri mynt lækkar við veikingu krónunnar en hækkar við styrkingu krónunnar. Því verður að gæta þess orðalags og þeirra svara sem greinilega ber- ast frá Seðlabanka Íslands enda hef- ur gengistrygging ekki alfarið verið dæmd ólögleg á Íslandi og hljóta þeir sem hafa óskað eftir slíku nú að fagna því frelsi sem í þessu felst. Því hefur löggjafinn veitt frelsi til geng- istryggingar, þó aðeins með þeim hætti að höfuðstóll í krónum hækki eða lækki ekki eftir breytingum í gengi krónu gagnvart öðrum mynt- um. Þetta samræmist réttmætum at- hugasemdum AGS á sínum tíma og í takt við fjármálastöðugleika. Hvernig stendur á því að Seðla- banki Íslands (sem nefndin, er einn bankastjóri bankans sat í, sagði að hefði ein stofnana landsins heimild til að víkja frá hömlum á geng- istryggingu) telur sig ekki hafa haft forsendur til að fullyrða að geng- istryggð lán væru ólögmæt eins og þau voru reiknuð af bönkunum? Þetta vekur ekki aðeins athygli held- ur einnig furðu. Seðlabanki Íslands og gengistryggð ólán Eftir Svein Óskar Sigurðsson » Því og þess vegna vék Hæstiréttur aðeins þessum lið til hliðar en ekki öllum samningnum. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er BA í heimspeki og hag- fræði og viðskiptafræðingur MBA. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem í sumar fylgdust áhugasamir og spenntir með HM í fótbolta. Eitt af því sem vakti athygli mína við keppnina var hversu margir leikmannanna sáu ástæðu til að signa sig í bak og fyrir, fyrir og eftir leikina og jafnvel meðan á þeim stóð. Það verkaði þannig á mig að mér fannst leikgleðin, ástríðan og samstaðan jafnvel meiri í þeim liðum og þá ekki síst þeim sem alls ófeimin mynduðu bænahring á miðjum vellinum fyrir og eftir leik sinn. Ég leyfi mér að efast um að flestar af þessum stórstjörnum hafi eingöngu verið að fara fram á það við Guð almáttugan að lið þeirra bæri sigur úr býtum í komandi viðureign. Miklu frekar að þeir hafi verið að biðja um blessun, æðruleysi og varðveislu. Að biðja um styrk og auðmýkt til að takast á við komandi krefjandi verkefni og síðan að þakka Guði fyrir að hafa fengið að taka þátt í leiknum. Ekki marklaust handapat Signingin er ekki hjátrú eða eitthvert marklaust handapat út í loftið, heldur einlæg trúarjátning og hljóðlát bæn. Bæn um æðru- leysi og kjark, þrek og þor, áræði og styrk, fyrirgefningu og frið, varðveislu og blessun. Síðast en ekki síst tjáir hún þakklæti fyrir að fá að vera með í lífsins leik, jafnt í meðlæti sem mótlæti. Og fyrir það að fá að tilheyra höf- undi og fullkomnara lífsins sem yfir okkur vakir hverja stund og vill umvefja okkur og næra í öll- um aðstæðum lífsins. Þannig minnir hún okkur á að við stöndum ekki ein frammi fyr- ir verkefnum daganna heldur er gengið með okkur, haldið í hönd- ina á okkur og við jafnvel borin á bænarörmum af frelsaranum sjálfum þegar okkur skortir kjark, þrek og þor til orða og verka. Signingin getur því einnig ver- ið mikilvægur vitnisburður okkar í umhverfinu. Hún minnir okkur á það hver við erum, hverjum við viljum tilheyra og treysta fyrir daglegu lífi okkar frá vöggu til grafar. Lífi sem reyndar nær út yfir gröf og dauða og aldrei tekur enda. Sigurtákn lífsins Það er nefnilega gott að staldra reglu- lega við til þess að minna sig á hver maður er, hverju eða hverjum maður vill tilheyra og hvert maður vill stefna í líf- inu. Þannig er ómet- anlegt að vita til þess að maður skuli mega signa sig kvölds og morgna og jafnvel um miðjan dag ef því er að skipta og fela sig og sína og öll þau verkefni sem dagurinn kann að færa manni í Guðs al- máttugs hendur í trausti þess að hann verði með og muni vel fyrir sjá. Það er góð tilfinning að mega merkja sig sigurtákni lífsins og biðja þannig um æðruleysi og styrk í öllum aðstæðum lífsins. Þeirri einföldu athöfn og einlægu bæn fylgir nefnilega ólýsanlegur innri friður sem enginn og ekkert megnar frá okkur að taka. Signingin er heilagt tákn, bæn án orða en fyllt djúpu innihaldi sem höfundur og fullkomnari lífs- ins skilur og meðtekur, sá er þekkir hugsanir og hugrenningar hjartans. Þótt einstaka viðureignir kunni að tapast Við erum nefnilega öll þátttak- endur í þeim leik sem lífið er. Og þótt einstaka viðureignir kunni jafnvel að tapast þá er gott að mega minna sig á það reglulega að við erum í sigurliðinu þrátt fyrir allt. Því að við munum sann- arlega að lokum standa uppi sem sigurvegarar. Þess vegna er full ástæða til þess hvern dag að þakka fyrir lífið og láta það eftir sér að njóta þess að gleðjast og fagna yfir sigri lífsins. Innrömmun dagsins og lífsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Þótt einstaka viðureignir kunni að tapast, þá erum við í sigurliðinu þrátt fyrir allt og munum því að lokum standa uppi sem sigurvegarar. Höfundur er rithöfundur og sinnir nú m.a. tímabundnum verkefnum sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánudaginn 6.9. 2010. Spilað var á 10 borðum. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S Auðunn Guðmss. – Björn Árnaron 264 Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 258 Ægir Ferdinandss. – Ragnar Björnss. 241 Árangur A-V Helgi Hallgrímss.– Ólafur Kristinss. 241 Sigurður Tómass. – Guðjón Eyjólfss. 240 Jóhannes Guðmannss. – Björn Svavarss. 232 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 3. september var spilað á 14 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Jens Karlsson – Örn Einarsson 394 Sverrir Gunnarsson – Einar Markússon 370 Auðunn Guðmss. – Óli Gíslason 328 Rafn Kristjánss. – Magnús Halldórss. 318 A/V Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 387 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 376 Ágúst Stefánss. – Helgi Einarsson 357 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 342 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.