Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að ástandið færi enn versnandi á flóðasvæðunum í Pakistan. Þeir sögðu að nær 21 milljón Pakist- ana hefði orðið fyrir miklu tjóni og yfir tíu millj- ónir flóttamanna þyrftu að sofa undir berum himni. Samtökin hafa aðeins fengið um 64% af þeim fjárframlögum sem þau hafa óskað eftir vegna hjálparstarfsins. Eitt fórnarlamba flóð- anna þvær sér hér í tjaldbúðum í Sindh-héraði. Reuters Ástandið versnar enn á flóðasvæðunum Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda- stjóri Atlants- hafsbandalags- ins, NATO, fordæmdi í gær áform kirkjusafn- aðar í Flórída í Bandaríkjunum um að brenna ein- tök af Kóraninum á laugardaginn kemur þegar níu ár verða liðin frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Fogh Rasmussen sagði að slík bókabrenna samræmdist ekki þeim „gildum“ sem NATO vildi verja og yki hættuna á árásum á hermenn bandalagsins. Hershöfðinginn David Petraeus, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Afganistan, tók í sama streng. Hann sagði að líf bandarískra hermanna gæti verið í hættu ef eintök af Kór- aninum yrðu brennd á báli í Banda- ríkjunum. Söfnuðurinn Dove World Outreach Centre í Gainesville í Flór- ída segist ætla að brenna bækurnar til að mótmæla „hinu illa íslam“. Bóka- brenna fordæmd Söfnuður hyggst kveikja í Kóraninum Anders Fogh Rasmussen Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 1,1 milljón manna lagði niður vinnu í gær og tók þátt í mótmælagöngum í Frakklandi gegn áformum ríkisstjórnar landsins um að hækka lágmarkseftirlaunaaldur landsmanna í sparnaðarskyni. Þessi áform eru hornsteinn efna- hagslegra breytinga sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur boðað á tveimur síðustu árum kjör- tímabils síns. Lagafrumvarp um breytingar á lífeyrisréttindunum var lagt fyrir franska þingið í gær og Sarkozy sagði að frumvarpið ætti að hafa „algeran forgang“. Samkvæmt frumvarpinu á að hækka lágmarkseftirlaunaaldurinn úr 60 árum í 62 ár fyrir árið 2018. Ríkisstjórnin segir að við þessa breytingu sparist allt að 70 milljarð- ar evra, eða sem svarar 10.500 millj- örðum króna. „Ef við gerum ekkert verður hallinn í lífeyriskerfinu 20 milljarðar evra í ár, 45 milljarðar ár- ið 2020 og 70 milljarðar árið 2030,“ sagði Jean-Francois Cope, formaður þingflokks UMP, hægriflokks Sarkozys forseta. „Allar skýrslur benda til þess að við stefnum í þessa blindgötu. Öll önnur Evrópulönd hafa sætt sig við þetta og hækkað eftirlaunaaldurinn í 65 ár eða jafnvel 67 ár eins og í Þýskalandi, á Norður- löndunum og Spáni.“ Fái fullan lífeyri 67 ára Lágmarkseftirlaunaaldurinn er 64 ár að meðaltali í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Samkvæmt gildandi lögum geta Frakkar farið á eftirlaun þegar þeir eru orðnir sextugir, að því tilskildu að þeir hafi greitt í almannatrygg- ingakerfið í 40,5 ár. Þeir eiga þó ekki rétt á fullum lífeyri fyrr en þeir eru orðnir 65 ára. Auk þess að hækka lágmarks- aldurinn í 62 ár hyggst stjórn Sark- ozys lengja iðgjaldatímabilið í 41,5 ár og hún vill að rétturinn til fulls líf- eyris miðist við 67 ára aldur. Verkalýðssamtök í Frakklandi segja þessa breytingu ósanngjarna þar sem lífeyrisiðgjöld franskra launþega séu há. Samtökin líta á réttinn til lífeyris eftir sextugt sem einn af stærstu sigrum vinstrimanna á fyrra kjörtímabili Francois Mitterrands, fyrrverandi forseta, og segjast vera staðráðin í því að verja þennan rétt. Skoðanakannanir benda til þess að andstaðan við áform stjórnarinn- ar fari minnkandi meðal almennings. Samkvæmt könnun, sem birt var á sunnudag, telja um 53% Frakka að hækkun eftirlaunaaldursins sé að minnsta kosti „viðunandi“, en í júní var hlutfallið 58%. Um 70% að- spurðra sögðust á hinn bóginn styðja götumótmælin gegn stjórninni. Hundruð þúsunda mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs  Stjórn Sarkozys hyggst hækka lágmarkseftirlaunaaldurinn í 62 ár Reuters Mótmæli Verkfallsmenn í mót- mælagöngu í París í gær. EFTIRLAUNAALDURINN Í EVRÓPULÖNDUM Heimild : Pensions Monitor Karlmenn Konur55 ár Lágmarkseftirlaunaaldur samkvæmt lögum landanna Þýskaland Austurríki Belgía Búlgaría Danmörk Spánn Finnland Frakkland Grikkland Ungverjaland Írland Ítalía Lúxemborg Holland Pólland Portúgal Tékkland Rúmenía Bretland Slóvakía Slóvenía Svíþjóð Ísland 65/67 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 65 60 60 60 60 60 60 60 62 62 62 62 62 63 63 58 61 61 65 65 63 58 67 67 Stórfelldur sparnaður » Franska stjórnin hyggst spara 100 milljarða evra á þremur árum til að minnka fjárlagahallann sem er um 8% af vergri landsframleiðslu. » Sjórnin hefur m.a. boðað sparnað í menntakerfinu og áætlað er að við það fækki störfum um 7.000. » Nicolas Sarkozy nýtur stuðnings um 34% kjósenda og fylgi hans hefur aldrei mælst jafnlítið og nú. Kirsan Ilyumzhinov, forseti Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, skýrði í gær frá því að hann hygð- ist láta af emb- ætti forseta rúss- neska lýðveldis- ins Kalmykíu eftir að hafa gegnt því í sautján ár. Ilyumzhinov kvaðst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri þegar fjórða kjör- tímabili hans lyki 24. október. Hann sagðist hafa ákveðið þetta í samræmi við stefnu Dmítrís Medvedevs, forseta Rúss- lands, sem hefur beitt sér fyrir því að þaulsætnir leiðtogar rússneskra lýðvelda og héraða láti af embætti. Ilyumzhinov hefur meðal annars reist skákhöll í Elista, höfuðborg Kalmykíu, og verið forseti FIDE frá árinu 1995. Forsetinn er þó ekki aðeins þekktur fyrir mikinn áhuga á skák, heldur einnig á geimverum og furðulegum farartækjum þeirra. Hann skýrði frá því í apríl að geim- verur hefðu birst í gagnsæjum hólki á svölum lúxusíbúðar hans í Moskvu. „Ég var að lesa bók, horfa á sjónvarp og hafði næstum sofnað. Þá fann ég að einhver var að kalla,“ sagði hann í sjónvarps- viðtali. Í baráttu við Karpov Ilyumzhinov kvaðst ætla að halda áfram störfum sínum sem forseti FIDE og sækjast eftir end- urkjöri í forsetakosningum skák- sambandsins 29. þessa mánaðar. Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Ilyumzh- inov. Stjórn Skáksambands Íslands hefur samþykkt að lýsa yfir stuðn- ingi við framboð Karpovs. bogi@mbl.is Hyggst láta af embætti í Kalmykíu Kirsan Ilyumzhinov Forseti FIDE kveðst hafa séð geimverur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.