Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Mig langar í nokkrum orðum að minnast elskulegrar mömmu minnar, sem var jarðsett hinn 21. ágúst sl. í Ólafsvík- urkirkju. Mikið er Pálína Georgsdóttir ✝ PálínaGeorgsdóttir fæddist 30.11. 1932. Hún lést 13.8. 2010. Pálína var jarð- sungin frá Ólafsvík- urkirkju 21. ágúst 2010. erfitt að sætta sig við að þú sért sofnuð svefninum langa. Frá því að þú varst ung kona áttir þú oft við erfið veikindi að stríða. Mér er svo minnisstætt árið 1980 þegar pabbi fór með þér til London í hjartaskurðaðgerð. Ég var þá aðeins níu ára gömul. Þennan tíma var ég sett í pössun til Láru frænku og fjölskyldu. Þar leið mér vel og var hugsað um mig eins og ég væri einn af fjöl- skyldumeðlimunum. En þennan tíma var ég líka hrædd. Ég var hrædd um að þú kæmir ekki aftur. Ég bað þess á hverju kvöldi að þú og pabbi kæmuð til baka. Sú ósk mín rættist. Þú komst labbandi út úr flugvélinni en ekki í hjólastól eins og aðrir sjúklingar sem höfðu verið með þér þarna úti. Já svona varst þú elsku mamma, barst þig oftast svo vel og kvartaðir nær aldrei. Síðustu tvö ár hefur þú þurft að fara mjög oft á spítala en þú hefur alltaf komið aftur. En núna er sú von úti því þú ert kom- in á annað tilverustig. Erfitt er til þess að hugsa að geta ekki hringt í þig og fengið mömmuráð um matseld og ým- islegt annað sem mun verða hluti af mér alla tíð. Þú varst mjög lagin í höndunum og prjónaðir og saumaðir af þinni alkunnu snilld. En síðustu árin þín hafðir þú lítið þrek til að sinna þessu. Þið pabbi byggðuð sumarbústað í Miðhúsum þar sem þú varst fædd og uppalin. Bústaðurinn fékk nafn- ið Nátthagi. Þetta hús var óðalið þitt og þarna leið þér mjög vel. Þú vildir ólm komast yfir heiðina ef þú vissir af systkinum þínum þarna. Ófáar ferðirnar voru farnar í sveitina til að þú gætir verið ná- lægt systkinum þínum og börnum. Í Nátthaga hef ég og sambýlis- maður minn oft verið. Þarna hefur okkur alltaf liðið vel. Mun húsið alltaf minna mig á þig, elsku mamma. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Guð blessi þig og minninguna um þig. Með söknuð í hjarta kveð ég þig með bæninni sem þú kenndir mér sem lítið barn: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín dóttir Jóna Kristín. Atvinnuauglýsingar Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Auglýst er eftir starfsmanni í stöðu framkvæmda- og þjónustufulltrúa Fljótsdalshéraðs Framkvæmda- og þjónustufulltrúi er einn af sjö deildarstjórum sem heyra beint undir bæjarstjóra í skipuriti Fljótsdalshéraðs. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi sinnir málefnum fasteigna sveitarfélagsins og nýframkvæmdum á vegum þess, auk þess að undir hann heyrir stjórnun umhverfis- mála sveitarfélagsins. Undir hann heyrir þjónustumiðstöð og verkefnisstjóri umhverfismála. Hann vinnur með skipulags- og mannvirkja- nefnd að málum er varða fasteignir sveitar- félagsins og nýframkvæmdir. Einnig vinnur hann með umhverfis- og héraðsnefnd sveit- arfélagsins að málum er varða umhverfis- og dreifbýlismál. Leitað er eftir starfsmanni með góða, við- eigandi menntun og/eða víðtæka reynslu af og þekkingu á fasteignastjórnun, viðhaldi fasteigna og nýframkvæmdum. Einnig þarf viðkomandi að hafa þekkingu og áhuga á umhverfismálum, s.s. skipulagi og fegrun umhverfis. Viðkomandi þarf að hafa farsæla stjórnunar- reynslu og eiga auðvelt með að vinna með samhentum hópi deildarstjóra sem og öðru starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins. Viðkomandi þarf jafnframt að geta sýnt frumkvæði og búa yfir skipulagshæfileikum. Gott tölvulæsi er nauðsynlegt. Tekið verður tillit til Jafnréttisstefnu Fljóts- dalshéraðs og verklagsreglna vegna ráðn- inga stjórnenda og annars starfsfólk m.t.t. kynjasjónarmiða, við ráðningu í starfið. Með umsókn um starfið þarf að fylgja starfs- ferilskrá. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngás 12, 700 Egilsstaðir. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 13. september 2010. Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs í síma 4 700 700 og netfang bjorni@egilsstadir.is. RaðauglýsingarSmáauglýsingar 569 1100 Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s: 897- 5300. Húsnæði óskast 30-60 m2 geymsluhúsnæði óskast! Óska eftir 30-60 m2 geymsuhúsnæði með lager- eða brettahurð, fyrir vörur og pökkun. Gluggar æskilegir. Svavar 695-4220. Geymslur Vetrargeymslur: ,,Geymdu gullin þín í Gónhól”. Pöntun í s. 771 1936 - gonholl.is Húsvagnageymslan Þorlákshöfrn Eigum nokkur laus pláss fyrir veturinn Verð í upphituðu kr 7.500 lengdar- metirinn og 6.500 í kaldri geymslu. Uppl. Í síma 893-3347/866-6610 Sumarhús Gestahús 20 m² til sölu á gamla genginu. 2 hús eftir. Verð kr. 840.000. Spónasalan ehf. Smiðjuvegi 40, gul gata. Sími 567 5550. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir Rúm óskast! Óska eftir góðu 120 cm rúmi. Upplýsingar í síma 663-5447. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Vantar til kaups gamalt, lélegt sumarhús eða býli til að gera upp. Æskilegt er að heitt vatn sé á staðnum (hitaveita). Einnig á sama stað er til sölu Chevrolet Matis, árgerð 2007, Izusu Trooper, árgerð 1999 og Zetor 7011. Upplýsingar í síma 865 6560. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt TILBOÐ Vandaðir götuskór úr mjúku leðri. Nokkrar stakar stærðir. Verð: 3.500.- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18. laugardaga 10 - 14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Mjúkir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Teg. 5002. Litur: svart/brúnt Stærðir: 37 - 41. Verð: 13.950.- Teg: 16K. Litur: brúnt Stærðir: 37 - 41. Verð: 13.950.- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18. laugardaga 10 - 14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. þeir eru komnir aftur - MEGA vinsælu AÐHALDSBOLIRNIR í stærðum S,M,L,XL2X,3X,4X í húðlitu, svörtu og hvítu verð kr. 5.850,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Bílar VW PASSAT COMFORTLINE Árgerð 2005, ekinn 83 þ. km. Bensín, sjálfskiptur. Ásett 2.100.000,- verð nú 1.850.000. Áhvílandi 1.260.000. Rnr. 220072. Bílasalan Planið. Við Breiðhöfða. Sími 517 0000. Bón & þvottur Vatnagörðum 16, sími 445-9090 Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum að innan alla bíla, eins sendibíla, húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum við matt lakk svo það verði sem nýtt. Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott. Öll vinna er handunnin. Opnum kl. 9.00 virka daga og 10.00 laugardaga. Einnig bendum við viðskiptavinum Viðskiptanetsins á auglýsingu á barter.is Bonogtvottur.is Bílaþjónusta Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Visa/Euro. Fellihýsi Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og fleira í upphituðu rými. Gott verð. S: 899 7012. E-mail solbakki.311@gmail.com. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Stigahúsateppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. S. 533 5800, strond@strond.is, www.strond.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.