Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Þrátt fyrir að Alþingi hafi í júní sl. veitt heimild til gerðar fjárfesting- arsamnings við Verne Holding, vegna gagnavers á Suðurnesjum, hefur fátt gerst síðan. Í gær tilkynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, það svo á Alþingi, að alþjóðleg fyrirtæki – hún nefndi tölvurisann IBM – væru hætt við að hefja starfsemi í gagnaverinu. Ástæðan, að sögn Ragnheiðar, er tafir í íslenskri stjórnsýslu. Í svari við fyrirspurn Morg- unblaðsins segist Lisa Rhodes, fulltrúi Verne Holding, ekki geta tjáð sig um einstök fyrirtæki sem Verne hefur átt í samningaviðræðum við. Aðeins að enn séu viðræður í gangi við þónokkra hugsanlega við- skiptavini fyrir gagnaverið í Reykja- nesbæ. Hins vegar, segir hún, að ljóst sé ljóst að tafir stjórnvalda í málinu hafi án vafa haft áhrif á ákvarðanatöku og áhuga fyrirtækja sem höfðu Ísland í huga. Viðskiptamódel Verne Holding er á þá leið að leigja fyrirtækjum, m.a. alþjóðlegum, aðstöðu í gagnaverinu. Fyrirtækin flytja þar af leiðandi inn til landsins sinn eigin búnað til að setja upp, s.s. netþjóna og kælikerfi svo fátt eitt sé nefnt. Vandamálið sem Verne Holding – og önnur íslensk gagnaver – glímir við er, með orðum Skúla Helgasonar, formanns iðnaðarmálanefndar Al- þingis, að „[þ]egar búnaðurinn, til notkunar í gagnaverinu, er fluttur frá einu ESB landi til annars er ekki lagður virðisaukaskattur á þann flutning þar sem ekki er um að ræða innflutning heldur frjálst flæði vöru. Þegar sami búnaður er fluttur í gagnaver á Íslandi er lagður á fullur virðisaukaskattur sem ekki fæst endurgreiddur ef eigandi búnaðarins er ekki með fasta starfsstöð eða virð- isaukaskattskyldur hér á landi.“ Raunar tiltók Skúli einnig, að ís- lensk gagnaver stæðu ekki að jöfnu við gagnaver innan Evrópusam- bandsins varðandi sölu á gagnavers- þjónustunni heldur. Ekki öll módel eins Um er að ræða vandamál sem stjórnvöld ætla sér að leysa og standa yfir viðræður milli fjár- málaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og nýlegra Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Samtökin hafa til að mynda lýst yfir, að um sé að ræða mál sem þurfi að leysa eigi iðn- aðurinn yfirleitt að komast á legg á Íslandi. Viðskiptamódel gagnaveranna ís- lensku eru þó ekki öll eins. Í Hafn- arfirði er í rekstri gagnaver Thor Data Center, sem ekki aðeins býður upp á aðstöðu en fulla þjónustu og þar af leiðandi búnað fyrir við- skiptavini sína. Þar af leiðandi fær fyrirtækið sinn virðisaukaskatt til baka. Stærsti samningur Thors er við norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera og hefur fyrirtækið þjónustuna í þessum eða næsta mánuði. Jón Viggó Gunnarsson, forstjóri Thors, segir fleiri samninga hafa verið gerða en þeir séu smærri í sniðum. Þá séu fleiri stórir samningar í far- vatninu. En þrátt fyrir aðra þjónustu segir Jón Viggó að íslensku virðis- aukaskattsreglurnar séu fyrirtækinu þrándur í götu. „Það væri afar gott ef menn myndu skýra þessar reglur og færa þær til sama horfs og í Evr- ópu,“ segir Jón Viggó en hann situr í stjórn Samtaka íslenskra gagnavers- fyrirtækja. „Við höfum reynt að stilla okkar starfsemi af miðað við það umhverfi sem við búum við, með- al annars skattaumhverfið, og höfum gert það í samstarfi við ríkisvaldið og skattasérfræðinga.“ „Atvinnusköðun“ ríkisstjórnar Úr ræðustóli í gær sagði Ragn- heiður Elín að á Suðurnesjum ótt- uðust íbúar að hjá Verne mundu framkvæmdir brátt stöðvast, sem yrði enn eitt áfallið hvað varðar at- vinnuástandið þar. Hún sagði einnig að ekki væri um að ræða atvinnu- sköpun ríkisstjórnarinnar en frekar „atvinnusköðun“. Skúli Helgason segir að virð- isaukaskattsmálin séu verkefni sem hafi tekið of langan tíma að leysa „og ég skora á fjármálaráðuneytið að leysa þetta sem fyrst svo þessi grein fái tilvist í landinu“. Í svari Verne vonast Lisa einnig til þess málið verði leyst sem fyrst. Þar á bæ séu menn enn ákveðnir í að hefja rekstur gagnavers, eða svo lengi sem hægt verður að komast að ásættanlegri niðurstöðu hvað varðar þau mál sem standa út af borðinu. Tafir í stjórnsýslunni skaða  Alþjóðleg fyrirtæki eru hætt við að hefja starfsemi í gagnaveri Verne holding  Formaður iðnaðarmálanefndar skorar á fjármálaráðuneyti að leysa lausa hnúta Gagnaver Athafnasvæði Verne Holding eins og það leit út á síðasta ári. [É]g skora á fjár- málaráðuneytið að leysa þetta sem fyrst svo þessi grein fái til- vist í landinu. Skúli Helgason 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Zzzzzzzúúúúmmmm … E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 18 Nýtt langtíma- meðferðarheimili fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára var opnað nú í lok ágústmán- aðar á Lækj- arbakka á Rang- árvöllum. Í byrjun ágúst var samningi við Götusmiðjuna í Brúarholti slitið en þar hafði verið boðið upp á meðferð fyrir unga fíkniefnaneyt- endur. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að Lækjarbakki sé töluvert frábrugð- inn Götusmiðjunni að því leyti að unglingarnir þar séu ekki ein- göngu fíkniefnaneytendur og nálg- unin á Lækjarbakka sé fjölþætt- ari. Þar séu nú þrír unglingar en heimilið geti tekið á móti sex til sjö ungmennum á hverjum tíma. Að sögn Braga eru nú um tutt- ugu rými til langtímameðferðar fyrir unglinga og Barnaverndar- stofa ráði vel við eftirspurn eftir plássum. „Dregið hefur úr óskum um langtímameðferðir utan heim- ilis og nú er reynt að sinna með- ferð á heimili og nærumhverfi unglinganna í auknum mæli,“ seg- ir Bragi. Meðferðar- heimili fyrir unglinga opnað á Lækjarbakka Töluvert frábrugðið Götusmiðjunni Bragi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.