Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 15.06.2012, Qupperneq 18
V ene, vidi, vici voru fleyg orð sem féllu, eftir því sem næst verður komist af vörum Júlíusar Cesars Rómarkeisara árið 47 fyrir Krist þegar hann lagði undir sig borgina Zela í Tyrklandi í stuttum og snörpum bardaga. Á okkar ástkæra ylhýra mætti þýða þetta sem: Ég kom, ég sá, ég sigraði. Þessi orð Cesars getur úkraínski framherjinn Andryi Shevchenko hæglega gert að sínum eftir frammistöðuna á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði á mánudagskvöldið þegar hann skoraði bæði mörk þjóðar sinnar í óvæntum 2-1 sigri Úkraínumanna á Svíum á Evr- ópumótinu. Shevchenko var afskrifaður fyrir keppnina, talinn útbrunninn 35 ára gamall gaur sem hafði komið heim til Úkraínu með skottið á milli lappanna frá Evrópu árið 2009 til þess að geispa golunni sem fótboltamaður. Eða þá til að rísa upp eins og fuglinn Fönix forðum líkt og Svíar komust að á mánudags- kvöldið. Og þótt Shevchenko sé ekki sá hæsti loftinu, rétt rúmir 180 sentimetrar, þá voru mörkin tvö skoruð með hausnum, það fyrra af miklu harðfylgi en seinna með útsjónarsemi. Hafi menn haldið að þessi markahrókur hafi tapað töfrunum þá afsannaði Shevchenko það. Gleymdur var hörmungartími hjá Chel- sea þar sem hann skoraði í fimmta hverjum leik. Sömuleiðis átján leikja lánstími hjá AC Milan þar sem ekkert mark frá honum leit dagsins ljós. Shevchenko mánu- dagsins minnti á Shevchenko á Milan-tímabilinu árin 1999 til 2006. Þá var kappinn einn besti framherji heims, sem allir andstæðingar óttuðust. Frakkar og Englending- ar, komandi mótherjar Úkraínu, ættu líka að gera það miðað við formið sem hann er í. Lærisveinn Lobanovskyi Shevchenko er uppalinn hjá stórliðinu Dynamo Kiev undir handleiðslu stórþjálfarans Valeryi Lobanovskyi. Samband þeirra var sérstakt enda Lobanovskyi sá sem hafði hvað mest áhrif á feril Shevchenkos. Sú staðreynd að það fyrsta sem hann gerði eftir að hafa unnið meistaradeildina með AC Milan vorið 2003 var að fara að gröf lærimeistara síns, sem lést árið 2002, og leggja verðlaunapeninginn þar. Undir Lob- anovskyi hjá Dynamo Kiev varð Shevchenko stórstjarna sem raðaði inn mörkum fyrir liðið í deild og Evrópukeppni sem og landsliðið. Ekki leið á löngu þar til ítalska stórliðið AC Milan bankaði á dyrnar, keypti hann fyrir 2,5 milljarða og gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Meistarataktar hjá Milan Hjá AC Milan reis stjarna Shevchenko hæst. Á þeim sjö árum sem hann spilaði með liðinu varð hann deildarmeistari, bikarmeistari og Evrópumeistari, tvívegis markakóngur deildarinnar og síðan besti leikmaður Evrópu árið 2004. Hann er annar markahæsti leikmaður- inn í sögu félagsins og sá sem hefur skorað flest mörk í grannaslag við Inter. Á AC Milan-tímanum var Shevchenko einn af bestu fram- herjum heims, dýrkaður og dáður um alla Evrópu – og goðsögn í Mílanóborg. Silvio Berlusconi, hinn umdeildi eigandi AC Milan, er guðfaðir eldri sonar hans og tískukóngurinn Giorgio Armani er á meðal bestu vina hans. Og gott gengi með Milan kallaði á athygli frá Englandi. Lóðrétt niður í London Sumarið 2006 rættist blautur draumur Rússans moldríka Romans Abramovich, eiganda Chelsea, sem keypti Shevchenko fyrir þrjá- tíu milljónir punda. Óhætt er að segja að dvöl Úkraínumannsins í London hafi verið martröð. Hann var oft á bekknum og mörkin voru teljandi fingrum beggja handa. Mesti markahrókur Evrópu var orðinn bitlaus, ljónið var orðið að heimilisketti. AC Milan bjargaði honum frá martröðinni í London árið 2008 en ekki tók betra við þar. Átján leikir í deild og ekkert mark. Ballið var búið og tími til að halda heim á leið – í faðm uppeldisklúbbsins Dynamo Kiev. Þar hefur hann átt þokkalegu gengi að fagna en ekki slíku að hann hafi risið úr ösku- stónni – ekki fyrr en á mánudagskvöldið þegar hann sýndi af hverju hann var á sínum tíma talinn vera besti framherji Evrópu. Kom, sá og sigraði 1-0 Shevchenko sést hér skora fyrra mark sitt gegn Svíum. Nordic Photos/Getty Images Um Shevchenko Aldur: 35 ára Hjúskaparstaða: Giftur bandaríksu fyrirsætunni Kristen Pazik og á með henni tvo syni. Leikir/mörk: 653/326 Landsleikir/mörk: 109/50 Flestir knattspyrnuáhugamenn voru búnir að afskrifa úkraínska framherjann Andryi Shevchenko áður en EM hófst. Enda má hinn 35 ára gamli Shevchenko muna sinn fífil fegurri frá því að hann var valinn besti knattspyrnumaður Evrópu árið 2004. Á mánudagskvöldið í Kiev minnti þessi markahrókur hins vegar á sig svo um munar með tveimur mörkum gegn Svíum og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Hetjan Andryi Shevchenko fagnar hér marki gegn Svíum á mánudag. Nordic Photos/Getty ImagesÓskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is ÁRANGUR Dreifingaraðili: Yggdrasill ehf. GRUNNPAKKI NOW G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i Grunnpakki Kára Steins Frábær viðbót Grunnpakkinn frá NOW inniheldur þau lykil- næringarefni sem flestir fá ekki nóg af. „Til að ná hámarks árangri þarf ég að gera miklar kröfur til sjálfs mín og þess sem ég læt ofan í mig. Ég vel bætiefnin frá NOW vegna þess að þau tryggja að líkaminn fái þau næringar- efni sem hann þarfnast og eru unnin úr hágæða hráefnum, að miklu leyti lífrænt vottuðum, sem eru framleidd og prófuð samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Ég vel NOW!“ Kári Steinn Karlsson, hlaupari og ólympíufari. 18 fótbolti Helgin 15.-17. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.