Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 36

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 36
938 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 frá kynþroskaaldri til fimmtugs (2). Yfir 100 separ af kirtilfrumugerð staðfesta greininguna. Þó krabbamein komi ekki fram fyrr en um 10 árunt síðar er ekki talið rétt að bíða með skurð- aðgerð. Náttúrulegur gangur sepa í efri hluta meltingarvegar er ekki eins vel þekktur og í neðri hluta en þar geta komið fram illkynja breytingar, ekki síst á periampullary svæði þar sem líkur á krabbameini eru 12%. Því skyldi einnig spegla efri hluta meltingarvegar reglu- lega (1). Barn sjúklings hefur 50% líkur á að erfa gen- ið og 50% líkur eru á að separ hafi myndast við 15 ára aldur (1). Hægt hefur verið að greina genagallann í ættingjum sjúklinga með erfða- fræðilegum aðferðum í nokkur ár. Slík próf gætu verið hagkvæmur kostur til skimunar. Greining stökkbreytingarinnar getur stutt sjúk- dómsgreiningu og haft áhrif á frekara eftirlit og fyrirhugaða meðferð (3). Leit að einkennum utan meltingarvegar hafa ekki reynst áreiðan- leg aðferð til skimunar (2). Meðferð: Til að koma í veg fyrir krabba- mein í ristli eða endaþarmi þarf að nenta brott þessi líffæri. Hvenær og hvaða aðgerð á að gera eru stærstu klínísku ákvarðanirnar. Þrjár teg- undir aðgerða eru algengastar. Væntanlega besta aðgerðin er brottnám ristils og slímhúðar endaþarms, myndun dausgarnarpoka og sam- tenging dausgarnar og endaþarmsops. Það er flókin aðgerð og aukin tíðni hægðalosunar eftir aðgerð veldur nokkrum breytingum í lífi ein- staklingsins. í öðru lagi er brottnám ristils og samtenging dausgarnar og endaþarms, en síðari hætta á krabbameini í endaþarmi er þá um 7- 30%. Þessi aðgerð kernur því helst til greina ef fáir separ eru í endaþarmi en krefst alltaf ná- kvæms eftirlits eftir aðgerð. Loks er brottnám ristils og endaþarms og dausgarnarraufun, sem er kjöraðgerð ef komið er krabbamein neðar- lega í endaþarmi. Örugg aðgerð en varanlegt stóma er ókostur (4). Litlir separ hafi horfið sjálfkrafa eftir skurð- aðgerð. Því hafa áhrif C-vítamíns, kalks, E- vítamíns, trefja og fleira á sepana verið rann- sökuð í sjúklingum en án teljandi árangurs. Meiri vonir eru bundnar við áhrif bólgueyðandi gigtarlyfja (nonsteroidal anti-inflammatory drugs). Waddell og félagar lýstu árið 1983 hvarfi sepa í endaþarmi fjögurra sjúklinga með Gardners heilkenni eftir meðferð með lyfinu súlíndac. Aðrar rannsóknir hafa staðfest þessa niðurstöðu. Separnir koma þó aftur þegar lyf- inu er hætt. Súlíndac hefur einnig valdið því að trefjalíkisæxli hafi minnkað í sumum sjúkling- um (en ekki í öðrum) og tamoxífen hefur haft jákvæð áhrif í nokkrum (1). Önnur ættgeng ristilsepager: Afbrigði af ættgengu ristilsepageri, þar sem sjúklingar fá illkynja heilaæxli, er kallað Turcots heilkenni. Þetta heilkenni gæti verið erfðafræðilega frá- brugðið ættgengu ristilsepageri en því var fyrst lýst árið 1959 í systkinum, sem áttu heilbrigða foreldra. Þess ber þó að geta að heilaæxlum er einnig lýst í klassísku ættgengu ristilsepageri og Gardners heilkenni (1,2). Fimm ættgeng heilkenni sem einkennast af fjölda vaxtarvillusepa (hamartomatous polyps) í meltingarvegi eru til. Þau eru Peutz-Jeghers heilkenni, einkennist einnig af litarútfellingu í húð og slímhúð, juvenile polyposis, sem veldur einkennum á barnsaldri, von Recklinghausens heilkenni, getur valdið einkennum frá efri melt- ingarvegi. Cowdens heilkenni (multiple ham- artoma syndrome) og basal cell nevus heil- kenni. Separnir í þessum heilkennum eru ekki raunveruleg æxli heldur vaxtarvilluæxli (ham- artoma) og því ekki sama hætta á krabbameini og í ættgengu ristilsepageri Gardners þar sem separnir eru kirtilæxli (adenoma). Aftur á móti virðast þessir sjúklingar hafa meiri tilhneig- ingu til að fá krabbamein en almennt gerist (1). HEIMILDIR 1. Boland CR, Young SK. Gastrointestinal polyposis synd- romes. In: Sleisenger MH, Fordtran JS, eds. Gastrointesti- nal disease: pathophysiology, diagnosis, management. 5th ed. Philadelphia: Saunders, 1993: 1430-48. 2. Campbell WJ, Spence RA, Parks TG. Familial adenoma- tous polyposis. Br J Surg 1994; 81:1722-33. 3. Cromwell DM, Moore RD, Brensinger JD, Petersen GM, Bass EB, Girardiello FM. Cost analysis of altemative ap- proaches to colorectal screening in familial adenomatous polyposis. Gastroenterology 1998; 114: 893-901. 4. Jang YS, Steinhagen RM, Heimann TM. Colorectal cancer in familial adenomatous polyposis. Dis Colon Rectum 1997;40:312-6.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.