Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 46

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 46
948 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 geta komið. Gerum til dæmis ráð fyrir mistökum læknis sem oft er rætt um í fjölmiðl- um. Fjölmiðlar meðhöndla oft meint mistök lækna einsog ásetningarsynd, eins og skipu- lagt bankarán eða morð af yfirlögðu ráði. Undantekning- arlaust er enginn læknir þann- ig að hann meiði sjúkling sinn viljandi, þá er hann náttúrlega bilaður, þar af leiðandi er sjaldan minnst á fangelsi sem refsingu vegna mistaka, það er helst ef læknir fer að stela peningum. En mistök í starfi, sem rekja má til þess að lækn- ir hafi verið í rús, eru túlkuð mjög, mjög alvarleg. Árið 1932 voru sett hér læknalög, hin fyrstu í Evrópu, og átti Vilmundur heitinn Jónsson drýgstan þátt í því. Þessi lög eru mjög merkileg og þar kemur skýrt fram að sjúklingur getur ávallt neitað meðferð. Læknar hafa ekki alltaf gert sér grein fyrir þessu. Það var til dæmis eitt sinn hringt í mig út af sjúk- lingi með blóðeitrun í fæti. Læknar höfðu tjáð honum að ef ekki yrði skorið í fótinn myndi hann að öllum líkind- um deyja. Þeir höfðu rætt við lögfræðinga og fengu þau ráð að taka manninn og skera hann. Það væri skylda þeirra sem borgara að bjarga lífi. Loks náðist í mig og ég stopp- aði þá náttúrlega af og spurði hvort maðurinn væri með réttu ráði, úrskurður geðlæknis var að sjúklingurinn væri með réttu ráð. Ég sagði kollegum mín- um að maðurinn yrði að fá að fara heim, þeir gætu ekki ráð- ist á hann. Þetta bjargaðist nú sem betur fer þar sem sonur hans náði í penicillín og mann- inum snarbatnaði. En málið er að sjúklingur getur neitað með- ferð, auðvitað getur læknir óskað eftir því við sjúkling að hann leiti eitthvert annað vilji hann ekki fara að ráðum lækn- isins, það hefur komið fyrir.“ - Hvað með réttinn til að deyja? „Almennt er farið eftir því óski langveikir einstaklingar til dæmis ekki endurlífgunar.“ - Stundum finnst mér að tala megi um ákveðna tækni- nauðhyggju í læknisfræðinni. Það er svo mikið til af græjum sem menn verða að fá að prófa án nokkurra siðferðilegra spurninga. „Lækni ber að halda við lífi og deila má um hve langt hann skal ganga Sjálfsagt er lækn- ismeðferð stundum haldið áfram of lengi og gengið of langt, og það er oft á tíðum ömurleg sjón að ganga um hjúkrunardeildir og sjá ein- staklinga sem legið hafa kannski árum saman án nokk- urra tengsla við umheiminn. Vegna þessa hafa menn farið að tala um líknarhjálp og líkn- ardauða. Samkvæmt lögum er aðstoð við líknardauða ekki leyfileg, en í Hollandi til dæmis var aðstoð við líknar- dauða leyfð. Nýlega birtust í New England Journal of Medicine niðurstöður rann- sóknar sem óháðir aðilar framkvæmdu og þær voru á annan veg en birst höfðu frá hollenska læknafélaginu. Samkvæmt hollensku lögun- um verður læknir sem aðstoð- ar við líknardauða að gefa skýrslu til ríkissaksóknara en í yfir 70% tilvika hafði engin skýrsla verið gefin út og í mjög mörgum tilvikum hafði læknirinn einn tekið ákvörð- un. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt annars staðar og á alþjóðlegum fundum hafa Hollendingar fengið mjög óþægilegar spurningar, reynd- ar munu þeir nú hafa til athug- unar að endurskoða þessi lagaákvæði. Ákvæði varðandi líknarhjálp og gegn líknar- dauða verða að vera mjög ströng og ég býst ekki við að eiga eftir að sjá Alþingi Is- lendinga samþykkja einhverja frílistun í þessu efni og er því algjörlega mótfallinn.“ - Er læknisfræði að þróast úr lækningum yfir í iðnað? „Það er oft stutt á milli, en samt er það svo að alltaf er sjúklingurinn á bakvið og menn verða að geta metið hvað sjúklingurinn vill ganga langt. Ef til vill skortir skýrari ákvæði í lögum um að læknar skýri aðgerðartækni og mögu- legar afleiðingar aðgerða nán- ar fyrir sjúklingum. Ég skal ekki segja hvort framtíðin sé sú að þú verður kannski kom- in með líffæri úr fimm til tíu manneskjum, þú heitir þá naumast lengur Birna, en ég er að minnsta kosti ánægður að þurfa ekki að taka afstöðu til svona mála, komi þau upp verð ég löngu fallinn frá. Ég vona þó að almenn heilbrigð skynsemi og mannleg sam- skipti komi í veg fyrir að læknisfræðin breytist í tækni- undur.“ Heilbrigðismál hafa ekki glögg landamæri - Hvar liggja mörk heil- brigðismála? „Það getur verið erfitt að afmarka þau en auðvitað er margt sem varðar heilbrigði. Eitt er þó alveg ljóst, það er að ákvarðanir um aðgerðir sem hafa mest áhrif í heilbrigðis- málum eru margar teknar utan heilbrigðisþjónustunnar. Það er hægt að horfa til alls heims- ins og þá blasir við að mesti heilbrigðisvandi í dag stafar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.