Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 53

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 953 sátt í gildi og ekki hægt að hækka grunnkaupið svo ríkis- starfsmenn sömdu um tilteknar greiðslur fyrir vísindastörf. Fé- lögin hafa ýmsan hátt á þess- um greiðslum en við ákváðum að leggja þær í vísindasjóð. Hann hefur leikið stórt hlut- verk í vísindarannsóknum og gæðastarfi innan heilsugæsl- unnar. Einnig gerði þessi sjóð- ur okkur kleift að styrkja Há- skóla Islands til þess að setja á stofn prófessorsembætti í heimilislækningum. Kjaramálin eru líka alltaf til umræðu og þar ber hæst mönnun heilsugæslustöðva, ekki síst á landsbyggðinni. Við höfum einnig áhyggjur af nýliðun í stéttinni sem er allt of lítil eins og fram kemur í könnun Sigurðar Halldórsson- ar læknis á Kópaskeri. í því sambandi er þó rétt að benda á að svipaður vandi er uppi í fleiri löndum og innan fleiri sérgreina. Það er ekki langt síðan skurðlæknafélagið kall- aði saman fund til að ræða áhyggjur manna af nýliðun skurðlækna. Við eigum því þjáningarbræður í öðrum fög- um. Kollegar okkar geta því ekki vænst þess að deilum heimilislækna og sérfræðinga muni ljúka með því að þeir fyrrnefndu deyi út sem stétt! En þennan vanda þarf að skoða því hann er fjölþættur. Helsta ástæðan er þó senni- lega sú að læknanemar og ungir læknar kynnast einfald- lega ekki heimilislækningum í sínu námi. Læknanemar fá að reyna þær í tvær vikur og síð- an ekki söguna meir. Ung- læknar í nágrannalöndum okkar verða að starfa á heilsu- gæslustöð í nokkra mánuði á kandídatsári. Ungir læknar hérlendis vita þess vegna ekk- ert um þetta fag og ekki bætir úr skák að margir þeirra sér- fræðinga sem þeir starfa með á sjúkrahúsunum þekkja held- ur ekkert til heimilislækninga. Þannig verður vandinn stærri og verri viðureignar með tím- anum. Það þarf að kynna heimilis- lækningar betur í læknadeild og koma þeim aftur inn á kandídatsárið en það var fellt út fyrir rúmum áratug. Nú geta kandídatar valið heimil- islækningar og eitthvað er um að þeir geri það en læknar verða að þekkja þennan grunnþátt í heilbrigðisþjón- ustunni svo eðlilegt samhengi ríki.“ Framtíðin er björt, ef... - Það hefur orðið töluverð breyting á stöðu heimilis- læknisins á undanförnum ár- um. Þessi gamla mynd af ein- yrkjanum á stofu sinni, gjarn- an fjarri öðrum heilbrigðis- stéttum, er horfin. Þess í stað eru nú starfræktar heilsu- gæslustöðvar og sjálfstæðir heimilislæknar hafa flestir hópað sig saman í læknamið- stöðvum. „Já, það er rétt að einyrkj- unum hefur verið að fækka. Það er skiljanlegt því læknir sem starfar einn á stofu allan daginn er í þeirri hættu að hann einangrist faglega og verði einmana. Sumir geta unnið svona en flestir þeirra sem hafa lært heimilislækn- ingar segja að þeim Iíði betur faglega og félagslega og geti þar með enst betur í starfi ef þeir starfa í hópi lækna. Þeir eru með sinn afmarkaða sjúk- lingahóp en tengjast ung- barna- og mæðravernd, heimahjúkrun og öðrum þátt- um sem þeir þurfa að hafa samskipti við. Þeir starfa í víðara samhengi því heilsu- gæslustöðvarnar hér í Reykja- vík sjá að auki um skólana í hverfinu og geta betur beitt sér í fyrirbyggjandi heilsu- gæslu en þeim er kleift að gera ef læknirinn er einn á báti. En það er áhugi á því innan félagsins að skoða rekstur heilsugæslunnar í nýju ljósi. Við getum alveg séð það fyrir okkur að læknar annist rekstur heilsugæslustöðva, það er ekkert sem segir að þær skuli vera í höndum hins opinbera. Það hefur verið fjallað um þessi mál í nefnd á vegum félagsins og hún skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á aðal- fundi félagsins í byrjun októ- ber. Þar eru lagðar línur um það hvernig standa megi að slíkum rekstri við svipuð fag- leg skilyrði og jafngóðar að- stæður og eru fyrir hendi í heilsugæslunni. Þetta kemur líka fram í áðurnefndu plaggi sem við unnum með Heil- brigðisráðuneytinu árið 1996. Eg teldi mjög æskilegt og ekkert því til fyrirstöðu að ráðuneytið bjóði upp á þjón- ustusamninga við heilsu- gæslustöðvar þar sem áhugi á þeim er fyrir hendi. Einnig væri hægt að fela læknum rekstur stöðvanna." - En hvað um framtíðina, hvernig lítur hún út frá sjónar- hóli heimilislækna? Þið eruð oftast fyrsti fulltrúi heilbrigð- isþjónustunnar sem verður á vegi fólks og trúnaðarmenn almennings gagnvart kerfinu. Attu von á því að þessi staða breytist? „Ef ætlunin er að við höld- um þeirri stöðu verður að bæta úr þeirri undirmönnun sem er í heilsugæslunni í Reykjavík og ljúka uppbygg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.