Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 16
16 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 E 15 E 16 SKURÐAÐGERBIR fi MAGAKRABBAMEINI í FJÖRÐUNGSSJÖKRAHOSINU í AKUREYRI 1971-1990. Gauti Arnþórsson, Jónas Hallgrímsson, Helgi Sigvaldason. Rannsóknastofa Háskólans í meinafræöi. Rannsóknin tekur til 119 sjúklinga sem holskurður var gerður á. Af þeim höfðu 14 svo langt genginn sjúkdóm að eftir könnunarkviðristu og sýnistöku var hætt við frekari aðgerð og þar að auki höfðu þrir fjarmeinvörp sem ekki var hægt að fjarlægja við aðgerðina. Undir gagngera aðgerð með brottnámi alls þekkts æxlisvefs gengu þvi 102 sjúklingar. Snemmkrabbamein (early cancer) höfðu 22 (21.6%) en ifarandi krabba- mein (djúpkrabbamein) 80 (78.4%). Samkvamt TNM-stigun höfðu 19 sjúklingar stig I-a, 12 I-b, 13 II, 13 Ill-a, 37 Ill-b og 8 IV. Pvi höfðu 45 af 102 eóa 44% svo langt genginn sjúkdóm að tvisýnt var um lækningu (Ill-b) eða sjúkdómurinn var ólæknandi (IV). Meinvörp i eitlum höfðu 57 sjúklingar eða 60%. Á sjúkrahúsinu létust (skurðdauði) 12 sjúklingar eða 11.8%. 1 þeirra hóp var enginn með snemmkrabbamein eða krabbameinssár og flestir höfðu langt genginn sjúkdóm. Fimm ára ævilengd eftir aðgerð náðu 34% sjúklinga sem gengu undir gertæka aógerð og er það nokkuð betri árangur en virðist hafa náðst viða annars staðar. Gott samræmi var á milli TNM-stigunar æxlis og lifunar og var skýr greinarmunur á betri lifun sjúklinga með sjúkdóm á stigum I-a til og með Ill-a annars vegar og Ill-b og IV hins vegar. Þessari rannsókn er talið til kosts að skurðaðgerðir voru allar framkvæmd- ar af sama skurðlækni eftir fyrirfram geróum áætlunum og að einn og sami meinafræðingur endurmat öll vefjasýni. MAGAKRABBAMEIN - SAM-EVRÓPSK RANNSÓKN Jónas Magnússon. Handlækningadeild, Landspitalinn. Magakrabbamein er eitt algengasta krabbamein, sem leggst á íslendinga. Þrátt fyrir algengi sjúkdómsins og fjölda aðgerða, sem gerður hefur verið á honum, er ekki ljóst hvaða tegund aðgerðar gagnast sjúklingum best. Japanir halda þvi fram að magahögg með brottnámi á annarri eitlastöð (R-2, N-2) sé kjör meðferð við þessum sjúkdómi. Engar óyggjandi niðurstöður eru til um þetta atriði og er því í gangi á vegum MRC samevrópsk slembirannsókn á magakrabbameini, sem er stýrt frá Dundee i Skotlandi. Tilgangur þessa ágrips er að kynna uppbyggingu þessarar rannsóknar og útfærslu hennar. Allir skurðtækir sjúklingar með magakrabbamein eru gjaldgengir. Sjúklingurinn er skorinn upp og sjúkdómsástandið stigað kliniskt. Siðan er hringt frá skurðstofu til Dundee, þar sem sjúklingurinn er "randomiseraður" til annarshvors meðferðarhóps R-1 (venjuleg gastr- ectomy-magahögg) eða R-2 (total gastr-ectomy með takandi eitlastöð N-2) . Sú aðgerð, sem kemur i hlut sjúklings er siðan framkvæmd. Það gengur mjög vel að randomisera sjúklinga inn i þessa rannsókn. Samvinnan er prýðileg og eftirlit eftir aðgerð er staðlað. Fram til þessa hefi ég randomiserað 15 sjúklinga til rannsóknarinnar. Þrátt fyrir miklar fjarlægðir og einangrun hér á íslandi gengur mætavel að taka þátt i stórum alþjóða rannsóknum ef viljinn er fyrir hendi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.