Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Qupperneq 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 21 E 22 ERFÐIR mæði- og visnuveira Valgerður Andrésdóttir, Xiaoshan Tang, Ólafur Andrésson og Guðmundur Georgsson. Tilraunastöð Háskóla íslands I meinafræði, Keldum. Visna (heilabólga) og mæði (lungnabólga) eru sauðfjársjúkdómar sem bárust hingað til lands með innflutningi á Karakúlfé áriö 1933. Veiran sem veldur þessum sjúkdómum er retroveira af flokki lwitiveira, náskyld HIV veirunni. Faraldsfræðilegar rannsóknir og tilraunir hafa sýnt, að munur er á veirustofnum, þannig að sumar veirur sýkja frekar miðtaugakerfið en aðrar. Einnig hefur verið einangraður á Keldum sérstaklega meinvirkur visnustofn. Til þess að reyna að finna þær breytingar í erfðaefninu sem liggja að baki mismunandi svipgerð þessara veirustofna höfum við raðgreint env gen sem skráir fyrir hjúpprótein veirunnar, og einnig stjómsvæði í LTR í þremur stoftium; veiru sem einangruð var úr mæðilunga, visnuveiru, og sérstaklega meinvirkri visnuveiru. Við höfum fundið nokkrar áhugaverðar stökkbreytingar, sem gætu skýrt mismunandi vefjasækni og meinvirkni veimstofna. Á milli mæðiveirunnar og visnuveiranna tveggja er 6-8 % munur á basaröð og er env genið breytUegast. Þó em þar vel varðveitt og mjög breytileg svæði, 18 basapara innskot er I mæðiveirunni miðað við visnuveimmar, og einnig 18 bp röð sem er algjörlega mismunandi. Þetta svæði er líklegt til að valda mismunandi vefjasækni og einnig mismun á vaxtarhindrandi mótefnum. f LTR hafa fundist breytingar í setum fyrir umrimnarþætti, sem gætu skýrt mismunandi meinvirkni stofnanna. £ 23 DAUIT HÚLUErNI GEGN UISNU-MÍÐI. Margrét Guönadóttir, Rannsóknastofu Háskólans 1 veirufræöi. Enn er ósvaraö spurningunni, hvort hægt er aö bólusetja gegn hæggengri veirusýkingu. Þess vegna voru eftir- farandi tilraunir gerðar: Visnu-mæðiveira, stofn K796, var ræktuö í kindafrumum úr plexus choroid eus, drepin í formalíni 1:4000 í 37' C 1 4-3 daga og sú afurð þétt lOOx í skilvindu í 4 klt við 13.000 rpm. Þessi meðferð virðist ekki skaða prot- ein veirunnar sem mótefnavaka, enda er það reynslan við þessa gerð bóluefna gegn ýmsum öðrum veirum, t.d.mænusótt- arbólue f nis. í júlí 1991 voru 3 kindur sprautað- ar í fyrsta sinn með þessu bóluefni. Þær fengu síðan 4 viðbótarsprautur með 2ja vikna millibili. Kindurnar 3 svöruðu allar vel öllum helstu protein um veirunnar, ef marka má niðurstöður úr Western-Blot (WB) prófum, sem voru gerð á sermum úr kindunum eftir bólu- setninguna og meðan hún stóð y.fir. Söm varð reynslan þegar þessi tilraun var endurtekin á 2 kindum til viðbótar Neutra1iserandi mótefni fundust þó ekki eftir þessar fyrstu sprautur. Haustið 1991 var nýtt bóluefni lagað á sama hátt. í það var bætt álúni 5mg/ ml og 3 "boosterskammtar" gefnir kind- unum 5 með 2ja vikna millibili. Þær svöruðu allar mjög vel í WB prófum og nú komu fram neutraliserandi mótefni í blóði þeirra allra (Titer 1/8-1/128) Er það í fyrsta skipti, sem tekist hef ur að fá fram neutraliserandi mótefni við tilraunir til að gera bóluefni gegn visnu-mæðiveiru. 3 kindur voru frumbólusettar 5x á sama hátt og hinar með þessu sama álúnbóluefni. Þær svör- uðu vel í WB próifum og mynduðu neutali serandi mótefni í frumbó1usetningunni. Þau náðu hámarki um 4 vikum eftir sprauturnar, en féllu síðan niður und- ir mælanleg mörk á næstu mánuðum. Einnig dofnuðu böndin í WB prófunum. I vor og sumar fengu allar 8 kind- urnar úr framangreindum tilráunum 3 "boosterskammta" af nýju álunbóluefni. Neutraliserandi mótefni risu að nýju í þeim öllum og helmingur hópsins lækk aði ekki marktækt á næstu vikum.í ág. sl.voru allar 8 bólusettu kindurnar færðar í hús með 8 óbólusettum kindum og 6 sýktum kindum. Sú tilraun ætti að sýna á næstu rriánuðum, hvort bólusettu kindurnar verjast betur en óbólusettar 1 sýktri hjörð. Tilraun er nú að byrja með 8 tví- lembingapör. Annar tvílembingurinn var bólusettur í sumar. Hinn er óbólu- settur. Öll bólusettu lömbin svöruðu vel í WB prófum og sum hafa lág neut- raliserandi mótefni nú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.