Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 45 BEINI’ÉTTNIMÆLINGAR í ÍSLENSKUM KONUM Katrín R. SigiirOardóUir. Birna Jónsdóttir, Smári Kristinsson, Gunnar Sigurðsson. Lyflækningadeild og Röntgendeild Borgarspítalans, Rannsóknarstöð Hjartavemdar. Beinþéttni var mæld í fremri hluta framhandleggs 408 reykvískra kvenna á aldrinum 20-84 ára. Hópurinn var að meginhluta úrtak úr hóprannsókn Hjartaverndar og að hluta slembiúrtak úr íbúaskrá Reykjavíkur sem þátt hafði tekið í beinþéttnimælingu á hryggjarliðum framkvæmdum á Borgarspítala. Beinþéttnin (bone mineral density, g/cm2) var mæld með single photon absorptiometry (125I) á Osteometer DT 100. Ómarkvísi mælingaraðferðarinnar var um 1%. Meðalbeinþéttnin í framhandleggsbeinum (radius/- ulna) hélst stöðug frá tvítugsaldri og fram yfir fimmtugt en þá lækkaði hún logarithmiskt, um 3.3% á ári næstu fimm árin en eftir 65 ára aldurinn var beintapið innan við l%áári. Gerður var samanburður við beinþéttnimælingar Borgarspftalans á hryggjarliðum kvenna (mæld með tölvusneiðmyndartækni) sem sýndi að beintap þar byrjar fyrr (um 47 ára aldur) og er um 4.4% á ári fyrstu fimm árin eftir tíðahvörf en lækkar niður í um 1% á ári eftir 65 ára aldur. Niðurstöður þessara mælinga benda til beinþynningar sem nemur 20-30% á fyrsta áratug eftir tíðahvörf íslenskra kvenna. MAT Á ÁRANGRI AF NISSEN FUNDOPLICATION VIÐ BAKFLÆÐI í VÉLINDA. Tómas Kristiánsson. Kristján Guðmundsson, Jónas Magnússon. Bakflæði á súru magainnihaldi upp f vélinda er algengur kvilIi.Einkenni geta verið misjöfn, en þau helstu eru brjóstsviði og bakflæði, en kyngingarörðugleikar og brjóstverkir eru sjaldgæfari. Sjúklingar voru greindir með bakflæði í vélinda (gastro-oesophageal reflux disease) með aðstoð 24 tíma ambulatory pH-mælinga gengust síðan undir Nissen's Fundoplications-aðgerð. Niðurstöður mælinga eftir aðgerð voru bomar saman við mælingar fyrir aðgerð. Bakflæði, greint með pH-mælingu minnkaði markvert (p<0.05). Lengd intra abdomen hluta neðri hringvöðva vélinda jókst marktækt (p<0.05). Einkenni um brjóstsviða og bakfiæði hurfu, brjóstverkir minnkuðu en kyngingarörðugleikar voru óbreyttir. Við ályktum að Nissen's Fundoplication við bakflæði í vélinda sé áhrifarík aðgerð til að minnka bakfiæðið og lengja intra abdomenal hluta neðri hringvöðva.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.