Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Síða 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 63 W O RÉTTAREFNAFRÆÐILEGAR RANNSÓKNIR Á DAUÐSFÖLLUM AF VÖLDUM ELDSVOÐA Jakob Kristinsson1, Þorkell Jóhannesson1 og Ólafur Bjamason7, Rannsóknastofu í lyfjafræði1, Háskóla íslands og Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg2. Veggspjaldið skýrir frá niðurstöðum réttarefna- fræðilegra rannsókna á dauðsföllum af völdum elds- voða, sem urðu á tímabilinu 1971-1990. Málum þess- urn hafði verið vísað til réttarlæknisfræðilegra og rétt- arefnafræðilegra rannsókna í Rannsóknastofur í réttar- læknisfræði og í lyfjafræði við Háskóla Islands. Efniviður rannsóknarinnar var 28 karlar og 8 kon- ur á aldrinum 3ja til 74 ára (meðalaldur 45,3 ár). Þrjátíu og tveir létust í eldsvoða I íbúð eða öðru ívcruhúsnæði, þrír um borð í fiskiskipi og einn á vinnustað. Koloxíðmettun blóðrauða var ákvörðuð með ljós- fallsmælingu í útfjólubláu ljósi. Etanól var ákvarðað með gasgreiningu á súlu. Önnur lyf eöa eiturefni voru oftast ákvörðuð með gasgreiningu eða vökva- greiningu. Koloxíðmettun blóðrauða mældist á bilinu 0-84%, meðalgildi 53,5 %. Var talið að 14 einstaklingar hefðu látist úr koloxíðeitrun eingöngu (koloxíðmelt- un blóðrauða 49-84%, meðalgildi 65,5%). Aðrir höfðu látist af völdum bruna eða samverkandi áhrif- um koloxíðeitrunar og bruna. Koloxíðmettun blóð- rauða í þeim, sem létust úr koloxíðeitrun eingöngu, var nokkru lægri en mælst hefur við koloxíðeitranir af útblásturslofti bifreiða (47-84%, meðalgildi 73,0%). Var munur þessi marktækur (t-próf, P<0,01). Er niðurstaðan í samræmi við þá skoðun, að aðrar eitraðar loftegundir en koloxíð geti átt hlut að máli við dauðsföll af völdum eldsvoða. Tuttugu og fjórir einstaklingar (75%) höföu neytt áfengis skömmu fyrir andlátið (etanól I blóði 0,47- 4,37 o/oo, meðalgildi 2,34 o/oo). Var áfengisneysla algengari og ölvun jafnframt meiri en í banaslysum, sem urðu af öðrum orsökum á þessu tímabili. Mun- urinn var í báðum tilvikum marktækur (Chi-kvaðrat, P<0,01, t-próf, P<0,01). Önnur lyf en etanól komu ekki við sögu með marktækum hætti. Rannsóknir okkar sýna, að dauðsföll af völdttm eldsvoða hér á landi verða oftast í kjölfar mikillar áfengisneyslu. Kemur það vel heim við niðurstöður fyrri rannsóknar, sem náði yfir tímabilið 1966-1970 (Þ. Jóhannesson & Ó. Bjarnason 1971). í efniviði okkar fundust einnig vísbendingar um að koloxíð og etanól séu ekki einu eitrunarvaldarnir, sem máli skipta við eldsvoða. V 3 ÁKVÖRÐUN Á PRAVASTATÍNI í SERMI MEÐ HÁÞRÝSTIVÖKVAGREININGU OG FASTFASA- ÚRIILUTUN Þorbjörg Kjartansdóttir', Jakob Kristinsson' og Svanur Kristjánsson2, Rannsóknastofu 1 lyfjafræði1 og lyf- lækningadeild Borgarspítalans í Reykjavík2. Þróuð var aðferð til að rnæla pravastatín í sermi með háþrýstivökvagreiningu. Lyftð var einangrað úr 1 ml af sermi með svonefndri fastfasaúrhlutun (solid- phase extraction) og voru til þess notuð Bond-Elut ® Q hylki. Við vökvagreininguna var notuð C, súla, Supelcosi! ® LC-8, 15 cm löng og 4,6 mm að inn- anmáli. Einnig var notuð C„ forsúla, af gerðinni Wa- ters Resolve ®. Flæðivökvinn var samsettur úr 78% af 30 mM trí- etýlammóníumasetati, pH 7,4 og 22% af acetónítríli. Hiti í súlu var 40°, og öldulengd skynjara 238 nm. Flæði var 1,5 ml/mín. Heimtur við úrhlutun voru 83,6 + 5,1% (meðaltal ± S.D., n=6). Góður aðskiln- aður fékkst á pravastattni og aðalumbrotsefni þess 3- hýdroxý-pravastatíni. Fastfasa úrhlutun reyndist mun betur en venjuleg vökva/vökva úrhlutun. Bæði var næmi mun meira og jafnframt minni truflanir af völdum annarra efna (hreinni svörun). Greiningarmörk pravastatfns voru 2 ng/ml, miðað við að hlutfall svörunarmerkis og bak- gruniis (signal to noise ratio) sé 3,0. Staðalgröf voru línuleg frá 5-75 ng/ml. Fráviks- hlutföll (C.V.) við endurteknar mælingar í sömu mæli- lotu og frá einni mælilotu til annarrar voru <6,3%. Sýnt er með dæmi hvernig þessi aðferð var notuð til þess að rannsaka lyfjahvörf pravastatíns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.