Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 82
78 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 V 27 V 28 SAMBAND HRIFSPENNU OG SAM- DRÁTTAR í GÁTT OG SLEGLI MARSVÍNS Magnús Jóhannsson og Hafliði Ásgrímsson. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla íslands, Ármúla 30, Reykjavík. Hjarta úr marsvíni er mikið notað við rannsóknir í lífeðlisfræði og lyfjafræði. Einangraðir vöðvar úr vinstri gátt og hægri slegli eru gjaman notaðir og einnig einangraðar frumur úr gáttum og sleglum. Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman samdráttar- eiginleika gáttar og slegils og túlka niður- stöðurnar í ljósi mismunandi frumubyggingar (ultrastructure) þessara vöðva. Notaðar voru mjóar ræmur og grindarvöðvar (trabeculae) úr vinstri gátt og sepavöðvar (papillary) úr hægri slegli. Nokkur atriði í sambandi lirifspennu og samdráttar (excitation- contraction coupling) voru ákvörðuð og borin saman í þessum tveim tegundum vöðva. 1) Lengd bæði hrifspennu og samdráttar er mun meiri í slegli en gátt. 2) Endurheimt krafts (mechanical restitution) má yfirleitt lýsa með veldislíkingu í einum fasa í slegli en tveim í gátt, 3) Ryanódín (ÍO'6 M) hindrar starfsemi frymisnets (sarcoplasmic reticulum) og minnkar samdráttarkraft niður í u.þ.b. 10% í gátt en aðeins í um 35% í slegli. 4) Ca-hemlar (Cd++, D600) hindra Ca++-straum inn í frumur og minnka samdráttarkraft niður að núlli, bæði í gátt og í slegli. 5) Endurnýtingarhlutfall (recirculation fraction) kalsíums frá einum sam- drætti til annars var um 0,65 í gátt en 0,25 í slegli. Niðurstöðumar má ef til vill skýra í ljósi þess sem þekkt er um frumubyggingu í gátt og slegli. Vitað er að frumur í gátt innihalda meira frymisnet og færri t-göng en frumur úr slegli. Borið saman við slegil er gátt næmari fyrir rýanódíni, hefur styttri hrifspennur og samdrætli og hærra endumýtingarhlutfall og virðist því vera háðari starfsemi frymisnets, enda er meira af því í gátt. Samdráttur, bæði í gáttum og sleglum, er mjög viðkvæmur fyrir Ca-hemlum og því háður Ca++-straum (Ica)- Endurheimt krafts (restitution) er þar að auki flóknari í gáttum en í sleglum. Niðurstöðumar eru í samræmi við þá hugmynd að meginhluti virkjunarkalsíums losni úr frymisneti, fyrir tilstilli Ca++, sem flæði gegnum frumuhimnu með Ica og Na/Ca-skiptum eða sem losni frá innfleti frumuhimnu. Illutfallslegur munur er að líkindum á uppmna virkjunar-Ca++ í hinurn ýmsu gerðum hjartavöðva. TENGSL HÆGRA GREINROFS VIÐ SJÖKDÓMA 1 HJARTA OG BLÓÐRÁS. Inqa S.Práinsrtóttir, pórður Harðarson, Guðmundur Þorgeirsson, Erla G. Sveinsdottir, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon. Læknadeild Háskóla Islands, Landspítalinn, Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Arið 1909 var hægra greinrof fyrst skilgreint og upp frá þvi var það talið endurspegla alvarlegan likamlegan sjúkdóm. Á fimmta ára- tugnum voru flestir komnir á þá skoðun að hægra greinrof væri einungis afmarkað fyrir- bæri á hjartarafriti og því meinlaust með öllu. Fjölmennt almennt þýði úr hóprannsókn Hjarta- verndar gerði okkur kleift að kanna algengi og nýgengi hægra greinrofs, dánartiðni folks með það og athuga tengsl þess við aðra sjuk- dóma og áhættuþætti. í hóprannsókn Hjartaverndar mættu 9135 karlar og 9629 konur á árunum 1967-91 i fimm áföngum hvor hópur. Komu sum oftar en einu sinni. A hverjum þátttakanda voru gerðar ýmsar rann- sóknir þar á meðal hjartarafrit, þau voru flokkuð eftir Minnesota lykli. Þeir sem greindir voru með hægra greinrof mynda markhóp okkar en allir aðrir þátttakendur i rannsókn Hjartaverndar samanburðarhópinn. Á’öllum rannsóknartimanum fundust 126 karlar og 69 konur með hægra qreinrof. Heildaralgengi var þvi 0.68% en 0.95% meðal karla og 0.43% meðal kvenna. Algengið jókst með auknum aldri. Allir nema einn með hægra greinrof voru 40 ára og eldri þrátt fyrir að yngstu þátttakendurnir væru 33 ára. Algengishlutfallið karlar/konur er 2,2. Kynjamunurinn reyndist marktækur (p<0,05). Nýgengi í áföngum II-V hjá körlum var 103/100.000/ár, en i áföngum II-IV hjá konum 42/100.000/ár. Marktæk fylgni fékkst við háþrýsting (p<0,05), háan blóðsykur (p<0,05) og hjartastækkun (p<0,05) i körlum yngri en 60 ára með hægra greinrof, aðrar hjartsláttartruflanir (p<0,001) og hægan hjart slátt (þ<0,01) i heildarkarlahópnum með hægra greinrof. Marktækur munur reyndist á dánar- tíðni þátttakenda með hægra greinrof úr hjarta sjúkdómum (p<0,01) en munurinn varð ómarktækur þegar tekið var tillit til annarra áhættuþátta hjartasjúkdóma með fjölþáttagreiningu Cox. Niðurstaða okkar er þvi sú að meðal yngri karla tengist hægra greinrof oft grunnsjúk- dómum i hjarta oq blóörás.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.