Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 38

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 38
Lénsveldi eða bændasamfélag inu er m.a. mikilvæg vegna þess að niðurstöðuna er hægt að nota til að skýra ýmislegt í nútímaþjóðfélag- inu, og af hverju íslendingum tókst svo fljótt og vel að tileinka sér nú- tímamenningu og tækni, þrátt fyrir að þjóðfélagið væri mjög forneskju- legt og vanþróað allt fram undir 1900. Norska dæmið Til að skýra betur hvaða máli það skiptir að gera sér rétta grein fyrir gömlu íslensku þjóðfélagsgerðinni ætla ég að rekja hér umræður sem orðið hafa meðal norskra sagn- fræðinga. í bókinni Norge fra U-land til I- land er sögu Noregs á 19. og 20. öld lýst eins og um þróun vanþróaðs lands í nútímanum sé að ræða.4 Með þessari aðferð er unnt að fá ferskan sjónarhól. Hægt er að beita þeim hugtökum sem notuð eru meðal sérfræðinga um vandamál þriðja heims ríkja nú á tímum til að athuga hvað það var sem leiddi til þess að Noregur er núna auðugt iðnaðarþjóðfélag, en ekki fátækt og vanþróað land eins og t.d. Suður- Ameríkuríkin.5 Raunar eru norskir sagnfræðingar ekki sammála um hversu vel hafi tekist til í þessari bók. Lars Mjöset gagmýnir höfund bókarinnar fyrir að nýta sér ekki til fulls þá mögu- leika sem í sjónarhorninu liggja. Hann kemur síðan sjálfur með ýms- ar hugmyndir um hvernig nýta megi sér þetta þróunarfræðilega sjónar- horn. Mjöset segir frá nýjustu hugmynd- um um vanþróun/þróun.6 Vanþróun sé ekki lengur einhliða hægt að skýra með ásælni heimsvaldasinna í 3. heiminum, heldur verði að taka með í reikninginn ástandið í lönd- unum sem fyrir ásælni verða. Menn séu nú farnir að athuga sögu Evrópu út frá þessum sjónar- hól. Hvernig brugðust hin einstöku ríki Evrópu við, þegar iðnbyltingin í Englandi leiddi til mikillar eftir- spúrnar eftir hráefnum? Öll Evrópa dróst þar með inn í hina alþjóðlegu verkaskiptingu. En afleiðingarnar urðu mjög mismunandi. Tökum t.d. jaðarsvæði Evrópu, Suður-, Austur- og Norður-Evrópu. I Suður-Evrópu, þ.e. á Spáni, í Portú- gal, Suður-Ítalíu og á Balkanskaga, leiddi hagvöxturinn norðar í álfunni ekki til framfara. Iðnaður þróaðist hægt, löndin fluttu aðallega út hrá- efni og þessi lönd drógust aftur úr. í Ungverjalandi, Rússlandi og Norð- ur-ítaliu urðu talsverðar efnahags- og þjóðfélagsbreytingar, nokkur iðnaður byggðist upp o.s.frv. En á Norðurlöndunum urðu hraðar fram- farir. Hvaða skýringar eru á þessum mun? Hvers vegna brugðust þessi lönd svona mismunandi við áreitni kapítalismans? Mjöset telur að mun- urinn felist í því hvernig gekk að breyta þjóðfélagsgerðinni og sníða hana að hinum nýja tíma á hverjum stað. Öll voru ríkin á jaðarsvæðum Evrópu landbúnaðarsamfélög í upp- hafi 19. aldar. Aðalsmenn mynduðu yfirstétt og einveldi var stjórnarform- ið. Verkefnin sem þurfti að leysa voru tvö: Að ná landbúnaðinum undan yfirráðum aðalsins og í hendur bænda, og að koma á borg aralegu lýðræði. í Suður-Evrópu mistókst hvoru tveggja. Spænskir aðalsmenn héldu yfirráðum sínum í landbúnaði, áttu stórar landareignir þar sem blá- fátækir landbúnaðarverkamenn unnu verkin. (Þetta kerfi, svokallað latifundia-kerfi, höfðu Spánverjar einnig flutt út löngu áður til Suður- Ítalíu og Suður-Ameríku, og er ekki hægt að segja annað en sá útflutn- ingur hafi verið til bölvunar.) Lýð- ræði komst ekki á, m.a. vegna þess hve landeigendur voru öflugir.' í Skandinavíu, t.d. Noregi, jókst sjálfseign smám saman eftir því sem leið á 19. öldina. í Noregi voru 57% býla í sjálfseign árið 1801 og 75% 1875.8 Mjöset segirað þetta hafi orð- ið til þess að jafnréttisþjóðfélag með réttlátri tekjuskiptingu hafi smám saman byggst upp. Jafnframt segir hann að „lénsk öfl hafi verið veik á Norðurlöndunum," og það hafi hjálp- að til. Þjóðfélagið hafi smátt og smátt orðið lýðræðislegra í fram- haldinu.9 Ályktun Mjösets um veikt lénsskipulag á Norðurlöndunum er vafasöm að mínu áliti, m.a. vegna þess að Mjöset skilgreinir ekki hvað lénsþjóðfélag er. Snúum okkur aftur að íslandi. Urðu vaxandi sjálfseign og veik lénsk öfl til þess að þjóðfélagið þróaðist á hnökralítinn hátt úr aftur- haldssömu og vanþróuðu landbún- aðarsamfélagi í ríkt iðnþjóðfélag byggt á sjávarútvegi? Hér á eftir er ætlunin að gera grein fyrir athugun á ýmsum þáttum bændasamfélags- ins við Eyjafjörð á 19. öld, og um leið er gerður samanburður við þá rannsókn sem hefur verið helsta fróðleiksnáman um marga þætti þessa þjóðfélags, ritgerð Björns Teitssonar um bændasamfélagið í S-Þingeyjarsýslu 1703-1930. Fyrst er rætt um lengd leiguábúð- ar, en það atriði skiptir talsverðu máli þegar metið er hversu kúgaðir leiguliðarnir voru. Þessu næst er rætt um landeign og landeigendur og loks um landskuld og leigur. Flökkuðu leiguliðar eða ekki? Það er viðtekin söguskoðun að leigu- liðar hafi stöðugt verið að flytjast á milli bæja, nánast ár frá ári. Björn Teitsson heldur þessu fram í riti sínu um þingeyska bændur.10 Álykt- un hans er reyndar ekki byggð á ná- kvæmri rannsókn á kjörum leigu- liða, heldur á einstökum dæmum og athugun Jóns frá Ystafelli. Björn greinir síðan frá því að á 19. öld hafi smám saman komist festa á búsetu bænda, og þegar 20. öldin rann upp með mjög aukinni sjálfseign hafi dýrðartíð búfestunnar runnið upp. Gísli Ágúst Gunnlaugsson ræðir um trygga leiguábúð og sjálfsábúð, sem andstæðu við þau búsetuskilyrði sem íslenskir leiguliðar bjuggu við.11 Þetta flakk leiguliðanna ætti þá að vera dæmi um það hversu jarð- eigendur kúguðu landseta sína. Með því að láta þá vera á stöðugu flakki var hægt að krefjast hærri leigu fyrir jörðina í hvert skipti sem nýtt fólk kom til að setjast að. Raun- ar finnast dæmi um þetta: Hörg- dælskur landeigandi, Jón Bergsson, sem við fáum að kynnast nánar á eftir, hélt leiguliðum sínum á stöð- ugu flakki og hækkaði leiguna eins og hann gat.12 34 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.