Sagnir - 01.04.1988, Page 39

Sagnir - 01.04.1988, Page 39
Lénsveldi eða bændasamfélag Þrátt fyrir þetta bendir rannsókn á heimildum um búsetu í tveimur sveitum Eyjafjarðarsýslu til þess að mikil festa hafi verið á búsetu manna. Höfundur athugaði heimild- ir um búsetu í Svarfaðardal og Skriðuhreppi forna (Hörgárdal og Öxnadal).13 Markmið rannsóknar- innar var að finna hvort að einhverju marki hefði verið trygg leiguábúð á 19. öld í þeim skilningi sem Gísli Agúst ræðir um hana. í samræmi við þetta markmið var öllum tvíbýl- um sleppt úr rannsókninni. Aðeins voru taldir þeir bændur er voru fast- búandi á lögbýli, í samfelldri ábúð, á 19. öld. Ekki verður farið út í nán- ari skilgreiningu á aðferðinni enda erfitt að gera það nema nefna tölu- vert umfangsmikil dæmi. Þetta kann að teljast vafasöm aðferð en jafn vafasamt er að benda alltaf á ein- stök dæmi um menn sem hröktust milli 20-30 jarða á lífsleiðinni. Með því að telja einungis einbýlin næst kjarninn í bændastéttinni ham, hinir traustu bændur, og niðurstaðan var sú að það var mikill meirihluti bænda. Á korti 1 sést hversu lengi þessi kjarni bændastéttarinnar bjó á jörð sinni að meðaltali í fimm sóknum í Eyjafjarðarsýslu. Einnig er sýnd meðalbúskaparlengd á 20. öld í þessum sóknum samkvæmt heimild- nm um það efni.14 Það eru einmitt þær tölur sem koma mest á óvart: Meðalbúskaparlengdin lengist svo h'tið, og í sumum sóknum alls ekki neitt. Nú kynni einhver að spyrja: Voru það ekki aðeins einstakir góðbænd- ur, „yfirstéttin", sem bjó lengi á býl- um sínum? Svarið er nei. Á þeim u.þ.b. 80 býlum í Svarfaðardal sem héldust stöðugt í byggð alla 19. öld- ina er sjaldgæft að finna býli þar sem meðalábúðartími er minni en 10 ár, jafnvel á allra mestu örreitis- kotum. Efri mörkin eru 32 ár, á Böggvisstöðum, mesta höfðingja- setri dalsins á fyrri hluta 19. aldar. í kringum það býli voru nokkur kot þar sem búskapartími var tiltölulega skammur miðað við dalinn í heild, niður í sjö ár. Böggvisstaðir og kotin eru niðri við sjó, en frammi í daln- um er minni munur milli bæja. Þar IT>á segja að hver fjölskylda hafi búið frá 10-20 árum á hverjum bæ, með litlum frávikum. Niðurstaðan er sú að meginþorri bænda í Svarfaðardal hafi haft trygga leiguábúð15 og búsetulengd- in hafi ekki breyst til mikilla muna eftir að sjálfsábúð komst á eftir 1900. Þorsleinn Daníelsson á Skipalóni, einn af stórjarðeigendum í Eyjafirði á 19. öld. í Skriðuhreppi forna var nokkuð annað uppi á teningnum. Þar var búseta ekki eins föst og meiri mun- ur á stórbýlum og smábýlum. Á tveimur stórjörðum sveitarinnar bjuggu menn lengi í einu: 39 ár á Skriðu og 25 ár í Lönguhlíð (þar sem fyrrnefndur Jón Bergsson bjó). Á þriðja stórbýlinu, Auðbrekku, var meðalábúðin aðeins tæp níu ár. Sú tala er dæmigerð fyrir Skriðuhrepp forna. Þar bjuggu menn yfirleitt ekki lengur en tíu ár í einu á sama bæ og oftast töluvert skemur. Hér hefði mátt eiga von á skjótri og góðri úrlausn eftir að sjálfsábúð jókst um 1900. En því er varla að heilsa. í Öxnadal lengist ábúðartími næstum ekki neitt, en talsvert þó í Hörgárdal. Sama mynstur má einnig sjá í Svarfaðardal: Búsetulengd eykst langmest í lágsveitarsóknun- um Tjarnarsókn og Upsasókn, en styttist örlítið í Urðasókn, sem öll er í uppsveitinni. Það er fleira sem kemur á óvart en lítill munur á búsetulengd milli 19. og 20. aldar. Athyglisvert er hve mikill munur er á Svarfaðardal ann- ars vegar og Hörgárdal og Öxnadal hins vegar. Tvær skýringar eru lík- legastar á þessu. Hin fyrri er að veldi stórra landeigenda var meira í Hörgárdal og Öxnadal eins og sagt verður frá seinna í greininni. Þetta getur hafa valdið því að landeigend- ur héldu leiguliðum á flakki, og reyndar eru til dæmi um það. Síðari skýringin er þó líklegri, m.a. í Ijósi þess hve sjálfseignin breytti litlu um tíðni búferlaflutn- inga í Hörgárdal og Öxnadal. Hún er sú að þessar sveitir eru miklar sauðfjárræktarsveitir, mun meiri en Svarfaðardalur sem byggði mikið á sjósókn. Sauðfjárbúskapurinn með stækkandi og minnkandi hjörðum hafi leitt til mikils hreyfanleika. Eignarhald á jörðum virðist sam- kvæmt athuguninni hafa skipt litlu máli um búsetulengd. Menn bjuggu ívið skemur á bændajörðum en konungs- og kirkjujörðum, en mun- urinn er svo lítill að varla tekur því að nefna það. Sjálfseignarjarðir voru fáar og virðast falla inn í almennt búsetu- mynstur að mestu. Lausleg athugun sem gerð var á búsetu á jörðum Munkaþverár- klausturs í Öngulstaðahreppi sýndi að leiguliðar þess bjuggu yfirleitt um 10-20 ár á jörðum sínum.16 Gósseigendurnir miklu Bjöm Teitsson segir í riti sínu um eignarhald og ábúð í Suður-Þing- eyjarsýslu að eignarhald á jörðum í einkaeign í sýslunni hafi æ meir færst inn í hana sjálfa á tímabilinu 1703-1930. Jafnframt minnkuðu jarðasöfn auðmanna og fáir eða engir virðast eiga fleiri en tíu jarðir í einu í S.-Þing. eftir 1840.17 Þessu er öðru vísi farið í Eyja- fjarðarsýslu. Allt fram undir 1900 eru þar miklir auðmenn í jörðum talið. Á korti 2 sést ástandið í þessu máli um 1840 og síðan rétt fyrir 1900, þar sjást stærstu jarðeigna- söfnin eða góssin. Á myndinni er sýndur fjöldi þeirra jarða sem auð- mennirnir áttu, en reyndar er jarða- hundraðafjöldinn betri mælikvarði á SAGNIR 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.