Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 43

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 43
Lénsveldi eða bændasamfélag landi. Einkenni sveitamenningar- innar er hefðbundin og einsleit menning. Einstaklingurinn er aldrei einn og einstaklingshyggja ekki áberandi. 5. Smábændur eru „pre-industri- al social entity“ eða félagsleg heild úr óiðnvæddu samfélagi, sem ber yfir í nútímasamfélagið ákveðinn hluta af öðru vísi, eldri félagsgerð, efnahag og menningu. Rangt væri að ræða eingöngu um vanþróun eða hægþróun miðað við önnur svið nútímasamfélagsins, heldur er þetta einnig sérstök tegund þróunar. Eins og sjá má á skilgreining Shanins vel við um ísland að flestu leyti.2' Erfiðast er kannski að sætta sig við fyrsta hluta hennar, það sem varðar „eign“ smábóndans á landi sínu, en þetta er engu að síður gagnlegt hugtak. Shanin gerir held- ur enga grein fyrir samskiptum smábænda við yfirstétt. Annar höf- undur, Daniel Thorner, gerir tilvist ríkisvalds og þar með yfirstéttar að skilyrði þess að samfélag verði skil- greint sem bændasamfélag.28 Það er einmitt mikilvægt fyrir ís- lenska sögu að átta sig á valdi land- eigenda yfir smábændum hér: Hvernig vald var það og hve mikið? Shanin bregður nokkru ljósi á það þegar hann ræðir um smábændur sem stétt. Hann telur að þeir hafi fvíeint eðli, annars vegar eru smá- bændur stétt í venjulegum marxísk- um skilningi eins og verkamenn, borgarastétt o.s.frv., en einnig eru Þeir „annar heimur", samfélag útaf fyrir sig sem er sjálfu sér nægt og þarf í rauninni hvorki á aðli né borg- urum að halda. Þeim mun nauðsyn- 'egra hafi það verið fyrir aðalinn fyrr á tímum að halda pólitískum (og þá væntanlega líka hugmyndafræðileg- um) yfirráðum yfir bændastéttinni.29 Leiðin til nútímans Samkvæmt hugmyndum Shanins fara bændasamfélög í höfuðatriðum þrjár leiðir á vegferð sinni til nútím- ans. Sumstaðar eyðileggur sam- heppni frá kapítalískum verksmiðju- búskap smábýlin, eins og gerst hef- ur á Norður-Ítalíu, Mið-Frakklandi °g í Bandaríkjunum. Önnur leiðin er að smábændur breytast í bændur, „farmers". Fátækari bændurnir gef- ast upp og flytja til borganna. Meðal- bændurnir nýta sér kosti fjölskyldu- býlisins og vaxandi samvinnuhreyf- ingar og ná þannig sæti í markaðs- samfélaginu. Þessi þróun er aug- ljósust í Norðvestur-Evrópu og í þeim sósíalísku ríkjum sem leyfa smáframleiðslu í landbúnaði (Rúss- land á NEP-tímanum, Pólland og Júgóslavía nú á tímum). Þriðja leiðin er farin í þriðja heim- inum og er raunar ógöngur. Vest- ræn áhrif brjóta upp gamla þjóðfé- lagið án þess að leiða til framfara. Hæg iðnvæðing megnar ekki að draga til sín yfirfall vinnuafls á lands- byggðinni. Fjármagnsupphleðsla tekst ekki, m.a. vegna þess að fólks- fjölgunin er svo ör að hún étur upp umframframleiðslu. Afleiðingin er neyð og æ vaxandi fátækt smá- bændanna. Shanin minnist á fjórðu leiðina, ríkisfyrirskipaða samyrkjuvæðingu, og bæta mætti þeirri fimmtu við, spænsku leiðinni sem áður var minnst á. íslenska leiðin Augljóslega hafa íslenskir bændur farið aðra leiðina, smábændurnir urðu að bændum. Það sérkennilega við ísland og íslenska bændasam- félagið er það hversu landeigendur voru enn sterkir rétt fyrir 1900. I Nor- egi voru bændur löngu búnir að eignast jarðir sínar og t.d. í Frakk- landi höfðu landeigendur velflestir verið hálshöggnir í byltingunni 1789. íslenska landeigendastéttin hvarf undrafljótt úr sögunni. Ástæðan var sennilega sú að tilvist þeirra var bundin hinu forna bændasamfélagi. Þeir virðast hvorki hafa haft sam- stöðu sem stétt né nein pólitísk völd. Á Alþingi voru að mestu kosn- ir fulltrúar smábændasamfélagsins, og á seinni hluta 19. aldar var öflug pólitísk hreyfing í átt til sjálfstæðis meðal bænda, leidd af menntamönn- um. Embættismannastéttin, sem helst hefði getað verið landeigend- um bakhjarl, var ekki vel séð og hafði lítil áhrif til hjálpar landeig- endum. Sá hluti hins forna samfélags sem hélt velli voru fjölskyldubúin. Þegar Bretar hófu hér sauðakaup í stórum stíl upp úr 1870 varð það til þess að styrkja fjölskyldubúin og bændurna mjög gagnvart landeigendum. Land- eigendurnir höfðu ekkert yfir sauða- sölunni að segja, þeir hirtu aðeins fastákveðin afgjöld af jörðunum. í fyllingu tímans leiddi sauðasalan til stofnunar kaupfélaga sem síðan urðu þær stofnanir sem fleyttu fjöl- skyldubúskapnum inn í nútímann. Vanmáttur íslenskra landeigenda verður helst skýrður með því að stéttin sem slík var varla til. Land- eigendur voru aðeins hluti bænda- samfélagsins og skáru sig ekki frá því á neinn hátt,30 líkt og spænskir landeigendur gerðu og einnig ensk- ir landeigendur á írlandi. Eignarrétt- ur íslensku landeigendanna skipti á endanum minna máli en „eignar- réttur" smábændanna. TAFLA 1 Ábúðarlengd í Svarfaðardal og Skriðuhreppi forna. Ár að meðaltali 19. öld 20. öld Urðasókn 17,5 17,3 Vallasókn 16,3 20,5 Tjarnar- og Upsasóknir 14,8 21,0 Svarfaðardalur 16,2 19,6 Hörgárdalur 11,5 14,2 Öxnadalur 10.8 11,0 Skriðuhr. forni 11,1 12,6 Heimildir: Eiður Guðmundsson: Búskapar- saga i Skríðuhreppi forna I—IV, Stefán Aðal- steinsson: Svarfdœlingar I—II. SAGNIR 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.