Sagnir - 01.04.1988, Síða 65

Sagnir - 01.04.1988, Síða 65
Bænarskrár og umræður ... land væri þrældómsins heimkynni, þar sem það áður var frelsisins fagr- asti og frægasti bústaður á öllum Norðurlöndum." Höfundur bréfsins segir einnig kaupmenn þá sem enn sitji að versluninni, flesta vera út- lenda að kyni og öllu skap- lyndi,...“ Auk þess hafi flestir þeirra verið aldir upp í skóla hinnar fornu einokunarverslunar, þeir virði land- ið lítils og vöru þá sem þeir versli með, og þekki ekki þarfir og smekk íslendinga. Þeir vilji láta landsmenn eiga sem mest undir góðvild þeirra og þeim kostum sem þeir sjálfir setja.4 „Sú er bæn vor til Yðar...“ Hinn 1. júlí árið 1845 kom endur- reist Alþingi íslendinga saman til fyrsta fundar sem ráðgefandi full- trúaþing. Fundarstaður var í nýja Latínuskólahúsinu, sem þá var ekki fullbyggt. Á 6. fundi þess hinn 7. júlí voru allir þingmenn mættir, 19 þjóð- kjörnir og 6 konúngkjörnir. Forseti þingsins Bjarni Thorsteinsson amt- maður lagði fram bænarskrá frá kandídötum og stúdentum í Kaup- naannahöfn um verslunarfrelsi fyrir Island. Alþingismaður ísafjarðar- sýslu Jón Sigurðsson hafði haft hana meðferðis er hann kom til landsins. Forseti gat þess að bæn- arskrár svipaðs efnis væru til sín komnar úr flestum héruðum lands- ins, en kvaðst „að þessu sinni" leyfa lestur þessarar. Bænarskráin er fyrirsagnarlaus og er á þessa leið: Undirskrifaðir íslendingar senda alþingismönnum í Reykjavík kveðju guðs og sína. Sú er bæn vor til Yðar, að þjer styðjið að því af fremsta megni, með öllum löglegum og leyfileg- um atburðum: að ísland nái fullu verzlunarfrelsi. Að vísu erum vjer fáir og flestir á fjarlægum stað, en vonum samt að þjer takið því sem bezt, þótt vjer dirfumst að taka undir með þjóðbænum þeim um sama mál, er vjer þykjumst vita hljóma muni á alþingi úr öllum hjeruðum landsins. Vjer hröpum og alls ekki að þessari bæn, því vjer höf- um hugsað málið vandlega svo árum skipti og rædt það tíðum með oss, bæði á fundum og í hversdagslegu viðtali. En ekki ætlum vjer að heldur að til greina hjer ástæðurnar, sem bæði eru margar og gildar, því vjer vitum þær verða bornar fram á þinginu, likt því sem vjer höfum hugsað þær, og þó mörgu við bætt. Vjer fulltreystum tii þess glögg- skyggni yðvarri og viturleik, ein- urð og atorku og þjóðarást - og eigi síður vizku konungs vors, gæzku hans og rjettvísi - að verzl- unarokið verði bæði fljótt og að fullu brotið af þjóð vorri. í því skyni biðjum vjer alþingi bera þá bæn fram fyrir konung: 1 að íslendingar og þeir kaup- menn, sem búsettir eru á Íslandi, fái nú þegar leyfi til að taka skip og farma að leigu tollalaust, hvaðan sem þeir vilja eða geta úr útlöndum, og fara með til íslands og svo þaðan aptur hvort sem þeim lízt. 2 að tollur á útlendri verzlun verði nú þegar lækkaður til 10 dala fyrir hvert lestarrúm, en að 3 árum liðnum til 2-4 dala fyrir lest hverja, og gangi jafnt yfir allar þjóðir. 3 að tekinn verði nú þegar af tollur sá, 14 mörk af lestarrúmi hverju, sem lagður er á alla farma, sem fluttir eru beinlínis frá íslandi til annarra landa enn Danmerkur. 4 að öllum þjóðum verði leyft að flytja vörur til Islands og verzla þar. 5 að hver danskur verzlunarfulltrúi (Consul) fái vegabréfsform frá hinni dönsku stjórn og leyfi til að veita vegabréf, skal hann skýra frá hver fengið hafi og hversu á skip- inu standi og farmi þess, eins og venjulegt er. 6 að lausakaupmönnum úr ríkjum Dana-konungs verði nú þegar leyfð frjáls verzlun tolllaus þang- að til hinn almenni tollur verður lagður á. 7 að yfirvaldinu (amtmanni) sje boðið að veita hverjum búandi manni, sem vill, leyfisbréf til að verzla í hjeruðum, neina maður sé illræmdur eða á einhvern hátt óhæfur til þess. Þar að auki virðist oss tilhlýði- legt, að stjórnin boðaði að hún mundi veita leyfi til að reisa verzl- unarhús og taka upp verzlun, hvar sem hentugt þætti, þegar þess yrði beðizt, ef landeigandi og hjeraðsmenn væru þess fýs- andi. Vjer vitum þjer hafið vel hug- leitt, hversu mikill munur er á verzlunarhögum íslands og aðal- landa Dana-konungs, sem og hitt, að þjer munuð allir skilja, að Is- land hefur hingað til orðið fyrir stór-miklum halla. En þá virðist oss einnig einsætt að nota nú tímann og tækifærið, sem í mörgu tilliti eru betri enn áður fyrrum, þar sem vjer eigum slíkan konung að mildi og vizku, sem Kristján konungur er áttundi. Vjer ítrekum því enn bæn vora til yðar, að þjer knýið á konungs fulltingi og berið vel og skýrt fram allar ástæður þessa máls, og því ör- ugglegar sem það er betra - og víst sómir það svo ágætum höfð- ingja, er hann sér nauðsyn lands- ins og rjettindi, að bæta að fullu hag vorn í þessari grein. Guð allsvaldandi efli og farsæli allt yðvart ráð. Skrifað í Kaupmannahöfn þriðja dag hvítasunnu árið 1845. Þriðji dagur hvítasunnu 1845 var 13. maí. Bænarskrá þessi er skrifuð forkunnarfagurri rithönd, að líkind- um Jóns Sigurðssonar, og næstu daga, og ef til vill næstu vikur, hefur hann safnað undirskriftum þeirra manna sem undir bænarskrána skrifuðu nöfn sín, en þeir voru 17 talsins. Allt voru þetta orðnir, eða áttu eftir að verða, þjóðkunnir menn, en þeir voru þessir og í þeirri röð sem þeir skrifuðu undir: Odd- geir Stephensen, S. (þ.e. Skúli) Thorlacius, Sigurður Hansen, Sig- urður Melsteð, Konráð Gíslason, Jónas Hallgrímsson, Vilhjálmur Finsen, H. (þ.e. Halldór) Kröyer, Magnús Eiríksson, Jón Þórðarson Thoroddsen, Þorsteinn Jónsson, Grímur Þorgrímsson, (þ.e. Grímur Thomsen), Þorleifur Guðmundsson Repp, Helgi Sigurðsson, Hannes SAGNIR 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.