Sagnir - 01.04.1988, Síða 85

Sagnir - 01.04.1988, Síða 85
Rjómabú Baugsstaðabúið Amarbæli - Sandvík Rjómabúið í Arnarbæli var stofnað 1902 og starfaði þar til 1910 en var þá flutt að Sandvík í Sandvíkur- hreppi og starfaði þar til 1928. Þegar rjómabúið í Arnarbæli tók til starfa skrifuðu 14 félagsmenn undir lög þess. Tveir þeirra voru úr Sandvíkurhreppi en allir hinir voru úr Ölfusi. Þetta átti eftir að breytast og bændum úr Sandvíkurhreppi fjölgaði mjög á meðan Ölfusingum í búinu fækkaði. Á tímum smjörsölunnar til Bret- lands sáu tveir til fimm aðilar um útflutning eða keyptu smjör af búinu til útflutnings og jafnmargir aðilar keyptu smjör fyrir innanlandsmark- að. Þegar útflutningsbannið var sett á styrjaldarárunum neyddist rjóma- búið til að selja smjörið innanlands og viðskiptamönnum, þ.e. kaup- mönnum sem keyptu smjör, fjölgaði mjög, sérstaklega árið 1916. Þá fór einnig að bera á því að félagsmenn færu að selja smjör utan rjómabús- ins og var þeim veitt tiltal af rjóma- bússtjórninni. Um og eftir stríðið má ætla að félagar búsins hafi verið farnir að efast um að rekstur búsins væri þeim í hag. Þess er getið í fundargerðum að borið hafi á efa- semdum um gildi þess að leggja rjómann inn í rjómabúið en samt voru bændur samhuga um að halda áfram starfseminni. Einna gleggst kemur þetta fram í fundargerð frá 5. nóvember 1920. Um starfsemina næstkomandi ár var samþykkt þessi lillaga: „Fundurinn ákveður að halda áfram starfsemi búsins næsta ár með sama fyrirkomulagi og áður, nema fjelags-stjórnin sjái fjelags- mönnum hag í að koma mjólk sinni í peninga á annan hátt." En ekki var rjómabúið lagt niður þá. Félagsmönnum Árnarbælisbús- ins úr Sandvíkurhreppi fjölgaði mik- ið á 1. áratugnum. Sandvíkingar gerðu þá kröfu árið 1904 að rjóma- búið borgaði flutningskostnaðinn yfir Ölfusá sem síðan var gert. Ekki voru neinar fundargerðir í fundar- gerðabókinni frá 1907 til 1912 en þá var rjómabúið komið að Sandvík. Arnarbælisbúið hafði verið lagt nið- ur og nýtt bú í Sandvík stofnað á grunni þess. Ölfusingar fóru í rjóma- búið á Yxnalæk. Arnarbælisbúinu var skipt á milli Yxnalækjarbúsins og Sandvíkurbúsins. Var skuldum og eignum skipt í hlutfalli við fjölda Tilvísanir 1 Kafli þessi er að mestu unninn úr fundargerðarbók Arnarbælis- og Sandvíkurrjómabús sem nær yfir allan þann tíma sem það starfaði. Einnig var stuðst við innvigtarbækur og önn- ur skjöl sem búið varðaði. Skjöl þessi og fundargerðabók eru í vörslu Páls félagsmanna á hvorum stað. Sand- víkurbúið fékk meginhluta áhalda Arnarbælisbúsins í sinn hlut, en Ölfusingar fengu peninga sem feng- ust á uppboði á öðrum munum Arn- arbælisbúsins. Sigurður Sigurðsson sagði eftir- farandi um hið nýstofnaða rjómabú í Sandvík: Þetta bú er vafalaust langvandað- asta búið, sem stofnað hefir verið. Skálinn er steinsteyptur, og öll áhöld af beztu gerð. Það er rekið með mótorafli. Stofnkostn- aður þess mun hafa orðið um 5000 kr.2 Félagsmenn sem rituðu undir lög rjómabúsins í Sandvík voru 21 talsins. Árið 1928 voru innleggjend- ur 19. Þeirvoru aðeins 15 árið 1926. Engar tölur eru til um fjölda fé- lagsmanna á styrjaldarárunum. Lítið er vitað hvað rjómabústýrur fengu í kaup. Aðeins fyrsta starfsár- ið er þess getið í sérstökum lið í árs- reikningi en þá fengu þær 120 kr. yfir sumarið. Engar aðalfundagerðir eru skráð- ar í fundargerðabók búsins frá 1920 svo að óljóst er um starfsemina frá þeim tíma. Árið 1920 fóru bændur í Sandvík- urhreppi að senda mjólk til Reykja- víkur. Einnig sendu þeir mjólk að sjávarsíðunni.'5 Þetta þýddi að starf- semi búsins var ekki nema brot af því sem var. Ársreikningar voru gerðirtil 1927. Starfaði búið sumarið 1928 en ári síðar tók Mjólkurbú Flóamanna til starfa. Lýðssonar í Litlu-Sandvík. 2 Sigurður Sigurðsson: „Starfsemi smjörbúanna árin 1900-1910.“ Bún- aðarritið 26. árg., 126. 3 Páll Lýðsson: „Sandvíkurhreppur" Sunnlenskar byggðir II. Self. 1981, 316. Arnarbæli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.