Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 9

Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 9
Hlynur Ómar Björnsson ER FÆDDUR ÁRIÐ 1976. HANN ÚTSKRIFAÐIST MEÐ BA PRÓF í SACNFRÆDI FRÁ HÁSKÓLA Ís- LANDS HAUSTIÐ 2000. HLYNUR STUNDAR NÚ MEISTARANÁM í SÖMU GREIN VIÐ HÍ. „JÚ, VÍST GÆTUM VIÐ LANDARNIR HÉR GERT MARGT ÍSLANDI TIL GAGNS OG HRÓÐURS..." Af félagsskap Íslendinga í Þriðja ríkinu1 Umfjöllun sagnfræðinga um tengsl íslands við Þýskaland nas- ismans hefur að miklu leyti verið einskorðuð við tilraunir þýskra nasista til áhrifa hér á landi og að þeim íslendingum sem heilluðust hvað mest af Hitler og hugmyndum hans.2 Lítið hef- ur verið fjallað um reynslu „venjulegra" Islendinga af dvöl sinni í Þriðja ríkinu en fjölmargir Islendingar bjuggu þar í landi í valdatíð nasista. Af íslendingum á meginlandi Evrópu bjuggu vissulega flestir í Danmörku en næstflestir voru þeir í Þýska- landi. Islenska stúdentafélagið í Kaupmannahöfn hafði verið stofnað árið 1893 til að halda uppi almennum félagsskap meðal íslenskra stúdenta3 en þrátt fyrir þann fjölda Islendinga sem dvaldi í Þýskalandi við nám og störf var ekkert slíkt félag starf- andi þar í landi í upphafi fjórða áratugarins. ÍJsessari grein verð- ur gerð stuttlega grein fyrir starfsemi Félags íslendinga í Þýska- landi sem stofnað var árið 1934 og þeim verkefnum sem það leitaðist við að leysa. Megináherslan verður á stríðsárin 1939- 1945 en þá var starfsemi félagsins öflugust enda sköpuðu hinar erfiðu aðstæður í Þýskalandi þörf fyrir fslendinga þar í landi að taka höndum saman og leysa vandamál sín í sameiningu. Einnig verður fjallað um þá hugmyndafræði sem félagsmenn fylgdu, þær deilur sem urðu um hana og þá sundrung sem varð í kjölfar þeirra. Stofnun Félags íslendinga í Þýskalandi Til að auka samheldni og félagsskap fslendinga í Þýskalandi var Félag íslendinga í Þýskalandi (F.Í.Þ.) stofnað f Hamborg um sumarið 1934.4 Félagið nefndist á þýsku Verein der Islánder in Deutschland (V.I.D.). Björn Kristjánsson, stórkaupmaður í Ham- borg, var einn helsti hvatamaður að stofnun félagsins og var for- seti þess alla tíð en Árni Siemsen, kaupmaður í Liibeck, var gjaldkeri þess. í desember 1940 gekk Magnús Z. Sigurðsson, há- skólanemi í Leipzig og síðar doktor, í félagið,5 en hann átti eftir að vera einn virkasti félagsmaður þess. Hann var valinn ritari félagsins og formaður félagsdeildarinnar í Leipzig.6 Samkvæmt lögum félagsins var markmið þess „að auka samheldni og fjelagslíf meðal íslendinga, sem í Þýskalandi dvelja, og gæta hagsmuna J)eirra, ennfremur að styðja að menningarlegri kynn- ingu milli íslendinga og Þjóðverja".7 Björn Kristjánsson stórkaupmaður var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Félags íslendinga í Þýskalandi. Hann var forseti félagsins öll starfsárþess 3934-1945. Heimildir eru rýrar um fyrstu starfsár félagsins og virðist það framan af hafa verið fátt annað en nafnið eitt.8 Á árunum 1936 til 1941 var starfsemi fé- lagsins nær algerlega bundin við Hamborg og ná- grenni. Samkomur voru haldnar við og við og nokkr- ar skemmtiferðir voru farnar á sumrin. Starf stjórnar félagsins var þó aðallega fólgið í því að greiða götu Islendinga sem komu til Þýskalands. Stjórnin aðstoð- aði menn við atvinnuleit, hjálpaði þeim við að kom- ast í nám og veitti þeim ýmsar upplýsingar.9 Annað verkefni sem stjórn félagsins fékkst við var að fylgjast með skrifum um ísland í þýskum blöðum og tímarit- um. Stjórnin safnaði slíkum greinum í úrklippubók sem var síðan send Landsbókasafni Islands.10 Starfsemi félagsins fór ört vaxandi eftir að stríðið braust út. Mörg aðkallandi mál bættust á verkefna- lista þess en einnig virðist þörf Islendinga til félags-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.