Sagnir - 01.06.2000, Síða 16

Sagnir - 01.06.2000, Síða 16
anum að þeir gengu í bardagasveitir nasista, Waffen SS.90 Frægastur þeirra er án efa Björn Sv. Björnsson, varaforseti F.I.Þ. og sonur Sveins Björnssonar fyrsta forseta Islands. I skjalasafni Félags Islendinga í Þýskalandi er að finna nokkur bréf sem Björn skrifaði Birni Kristjánssyni meðan hann gegndi herþjónustu á austurvígstöðvunum. Þar lýsir hann reynslu sinni af vígstöðvunum og samræmast þær lýsingar ekki í einu og öllu því sem hann lýsti síðar í æviminningum sínum.91 Hann starfaði sem stríðsfréttaritari á víg- stöðvunum þaðan sem hann sendi út margar frétta- sendingar en alls er ósannað að hann hafi tekið bein- an þátt í bardögum. Bréf hans til nafna síns Kristjáns- sonar gefa þó til kynna að hann hafi staðið mun nær átökunum en hann gefur til kynna í æviminningum sínum, þar sem hann segist alltaf hafa komið að átakasvæðum nokkru eftir að mestu bardögunum lauk. Eftirfarandi málsgrein er dæmi um atvik þegar Björn lenti sjálfur inni í miðjum bardaga: Eg hefi nú verið með í nokkrum orustum, en sérstaklega er mér minnisstæð orustan í gær. Eg var með fremsta broddi fótgönguliðsins (mótoríserað). Panzerarnir höfðu farið á und- an okkur og mark dagsins var að ná ákveðinni borg undan rússum. Svínin hleyptu Panzer- unum í gegnum án þess að skjóta, en þegar við komum, urðum við heldur óþægilega var- ir við bolsana. Við vorum á leið gegnum stór- eflis maís-akur, þegar allt í einu fara að dynja skotin á okkur; við dreyfðum okkur eins og elding í allar áttir og það byrjaði orusta við ósýnilegan mótstöðumann. Mig langaði til að tala inn í útvarpstækin, en það var ómögulegt þarna í maísakrinum, þar sem allt var á hreyfingu. Ég skal játa það, að það var ekki beint þægileg situation, en það tókst að lokum að „kemba" akurinn (og sólblóma- akur sem var þar rétt hjá). Það var ömurleg sjón að sjá Bolsana koma fram á veginn með uppréttar hendurnar og gefast upp. Á meðal þeirra voru tveir kommisarar. Orustan hélt áfram yfir steppuna, stórskotaliðið, vélbyssur, sprengjuvarparar o.s.frv. skutust á.92 Það er þó ljóst af bréfum hans að helsta verkefni hans í Rússlandi var að flytja fréttir af bardögum en ekki að berjast og lagði hann sig oft í mikla hættu við að ná athyglisverðum upptökum á band.93 Björn gekk síðar í liðsforingjaskóla SS í Bad Tölz og starfaði einnig í Danmörku þar sem hann vann við útvarps- mál og útgáfustarfsemi fyrir Waffen SS.94 Ekki er hægt að ljúka þessarri umfjöllun um sam- skipti F.I.Þ. við nasista á þess að minnast á þau sam- skipti sem félagið átti við sjálfan Adolf Hitler, eða að minnsta kosti skrifstofu hans. Á fimmtugsafmæli Hitlers, 20. apríl 1939 sendi Björn Kristjánsson hon- um hamingjuóskir í nafni Félags Islendinga í Þýska- landi. Þann 15. maí barst félaginu svar frá skrifstofu Hitlers, með undirskrift foringjans, þar sem hann þakkaði hjartanlega fyrir hlýjar afmælisóskir. Undir- skriftin virðist þó vera annaðhvort prentuð eða stimpluð, ekki handskrifuð. Þetta bréf hefur varð- veist og er nú í einkaeign.95 Þessi vinsamlegu sam- skipti við Hitler virðast þó hafa gleymst fljótt því að í lok júní 1943 var Björn kallaður til yfirheyrslu hjá þýsku leynilögreglunni, Gestapo. Þar var hann látinn gefa skýrslu um félagið og starfsemi þess en leynilögreglunni hafði aldrei verið tilkynnt um tilvist þess. Hann útvegaði Gestapo þýðingu á lög- um félagsins og gaf þeim upp félagatölu þess og hvernig hún dreifðist um borgir Þýskalands.96 Eftir þennan fund var félaginu bannað að halda samkomur nema það tilkynnti stað þeirra og stund til Gestapo, með tíu daga fyrirvara, annars var hótað að leysa félagið upp.97 Félag Islendinga í Þýskalandi vildi þó eiga vinsamleg sam- skipti við Þjóðverja, enda voru félagsmenn þess gestir þar í landi. Það að nokkrir nasistar hafi verið innan þess ætti ekki að koma á óvart. Þeir voru án efa nokkrir íslendingarnir sem fluttu til Þýskalands vegna aðdáunar sinnar á þeim framförum sem urðu í Þýskalandi samfara uppgangi nasismans og litu þeir gjarnan framhjá dekkri hliðum hans. Hins vegar virðist nasismi ekki hafa átt almennri velgengni að fagna innan félagsins. Þeg- ar deilurnar um stjórnarfyrirkomulag félagsins stóðu sem hæst skrifaði Magnús Z. Sigurðsson Birni Kristjánssyni bréf þar sem hann taldi flesta félaga vilja koma félaginu á hreinan lýðræðis- grundvöll, „að undanskildum þeim nasistum sem í félaginu eru".98 Það sýnir að innan félagsins voru nokkrir yfirlýstir nas- istar en meginþorri félagsmanna var hlynntur lýðræðislegri skipan. Forsvarsmenn F.I.Þ. voru án efa flestir miklir þjóðernis- sinnar eins og kemur fram í ótal bréfa þeirra, þó ekki sé þar með sagt að þeir hafi verið nasistar. Þeir voru vissulega ánægðir með í>rt Siibrft unfc Hfidiefiliijlrr Dorlin, den 15. Kai 1939. FUr Ihr Godenken an ceinoa 50. Geburtatag und Ihre ClUckvUnsche danke ich Ihnon heralich. Uit Deutachea GruQ ! •5Á An den Verein dor Islönder in Deutschland, z.Hd. dea Vorritzendon Herrn Björn Kristjtnsson, H a n b u r r. Á fimmtugsafmæli Adolfs Hitlers 20. april 1939 sendi F.f.Þ. honum afmæliskveðju. Tæpum mánuði síðar barst félaginu þetla þakkarbréffrá skrifstofu hans með „undirskrift foringjans". þá athygli sem margir Þjóðverjar sýndu landinu, menningu þess og tungu, en stundum var erfitt að gera greinarmun á áhuga á þjóðlegri menningu Islands og nasisma, eins og Jón Leifs sagði eftir stríð. Munurinn á norrænum hugsunarhætti og nasískum var oft óljós og gátu menn hafnað hinum síðarnefnda þó þeir aðhylltust þann fyrri.99 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.