Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 24

Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 24
í september 2000 höfðu yfir tvö þúsund færslur úr nær tvö hundruð handritum verið skráðar í grunninn, langflestar úr handritasafni Landsbóka- safnsins en einnig úr Arnastofnun bæði hér heima og í Kaupmannahöfn, öðrum erlendum handritasöfnum og einu héraðsskjalasafni. Sálmasöngur Á hverju byggist sálmasöngur okkar íslendinga? Er sú mynd sem menn hafa dregið af sálmasöngnum út frá prentuðum bókum rétt eða varpa þessi áður óþekktu tónlistarhandrit nýju Ijósi á sálmasöng ís- lendinga fyrr á tímum? Með tilkomu lútherskunnar grundvallaðist kirkjusöngurinn ekki lengur á alþjóðlegum latínu- söng heldur sálmum sem syngja skyldi á móðurmál- inu. Það starf að koma lagi á sálmasönginn kom í hlut Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups (1541/1542- 1627). Undir stjórn Guðbrands stóð bókaútgáfa á Hólum í miklum blóma. Auk prentunar ýmissa guðs- orðabóka m.a. Biblíunnar og Vísnabókarinnar var sálmabókin gefin út tvívegis og grallarinn3 þrívegis. Sálmalögin í þessum sálmabókum eru alls 149 auk messusöngsins, flest úr þýskum og öðrum útlendum bókum.1 Sálmalögin voru sungin ýmist einradda eða fjöl- radda. Söngurinn stóð allan tímann einn og sér, án nokkurs undirleiks, og kirkjutónlistin hér varð því gjörólík því sem tíðkaðist við stóru evrópsku kirkj- urnar. Allar sálmabækur og grallarar kirkjunnar í um 200 ár eða allt þar til Höfuðgreinabókin kom út árið 1772 grundvölluðust á bókum Guðbrands sem héld- ust nánast óbreyttar allan þann tíma. Þessi 149 lög eru sú tónlist sem kemur til okkar úr prentuðum heimildum og hafa verið talin kirkjusöngarfur okkar Islendinga. Það er því ekki furða að margir telji sálmasönginn hafa staðnað og orðið að vanabundn- um söng sem hafði misst alla merkingu og tilfinn- ingu. Rannsóknin hefur hins vegar leitt í ljós að sálmalögin eru miklu fleiri í raun og veru. Þrátt fyrir að lítil breyting hafi orðið á útsetningu þeirra 149 sálmalaga sem nóteruð voru í sálmabókum og gröllurum tók flutningur þeirra miklum breytingum í aldanna rás án þess að þess sjái merki í prentuðum bókum. Hátt í þúsund sálmalög hafa varðveist í handritum. I handritunum eru gjarnan önnur lög nóteruð við sálminn en í prentuðum bókum og oft má finna fjölda mismunandi laga nóteruð við sama sálminn auk þess sem verulegur fjöldi þeirra virðist vera innlendur. Söngarfur okkar Islendinga byggist því á margfalt stærri grunni en þessum 149 sálmalögum og er að miklu meiri hluta innlend- ur en áður hefur verið talið. Þessar handrita upp- skriftir eru sönnun þess að sálmasöngurinn hér var alls ekki staðnaður vanabundinn grallarasöngur heldur lifandi og síbreytilegur. Veraldlegur söngur Rímur voru stærstur hluti veraldlegs kveðskapar. Auk rímnanna sungu landsmenn dans- og skemmti- kvæði í veislum og á skemmtunum. Hversu mikil- vægu hlutverki gegndi veraldleg tónlist í daglegu lífi Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup. fólks bæði í hversdagslífi og á hátíðisdögum og hvað hefur varðveist af slíkri tónlist? Rímnalögin fylgja engum ákveðnum takti og flutningurinn er mitt á milli söngs og talaðs máls. Sönglið mótast af textanum sem var oftast sögulegs eðlis. Mörg rímnalaganna lifðu lengi á meðal þjóðarinnar sérstaklega þau sem voru snilldarlega kveð- in.5 Rímnasöngur var aðalkvöldskemmtun landsmanna um ald- ir og kvæðamaðurinn víðast hvar auðfúsugestur. Kvæðamenn- irnir „voru skemmtikraftar síns tíma", ferðuðust á milli bæja og unnu fyrir sér með fréttaflutningi og rímnasöng. Þeir höfðu margir góða rödd og til eru heimildir um fjölda þekkta kvæða- menn allt frá 15. öld.6 Islendingar hafa ekki alltaf verið jafnstoltir af þessari þjóð- legu skemmtun og sagt þennan söng, ef söng mætti kalla, til- breytingarlausan og þunglyndislegan. I Eptirmælum 18. aldar segir Magnús Stephensen (1762-1833) fólkið í landinu „...víða hálfsvæft undir við rímna ófagurt ýlfur... „7 Hlutverk rímna- kveðskapar og flutnings má þó ekki vanmeta í íslenskri menn- ingarsögu og víst er að Hallgrímur Helgason tónfræðingur hef- ur mikið til síns máls þegar hann segir að rímnalögin hafi verið kammermúsík okkar Islendinga og kvæðamaðurinn einsöngv- arinn.8 Arngrímur Jónsson (1568-1648) skrifar um dans og söng laust eftir 1600 í Islandslýsingu sinni Crymogæu og þar er m.a. að finna elstu lýsingu á vikivökum. Ljóst er að dans og söngur hafa haldist í hendur en lítið verið um hljóðfæraleik og í lýsingu Arn- gríms er t.d. aldrei getið um hljóðfæraleik í tengslum við dans.9 Vikivakakvæði og sagnadansar voru ávallt sungin undir dansi en þegar líður á 18. öld dregur mjög úr slíkum skemmtunum enda erfiðir tímar hjá þjóðinni í kjölfar mikilla hallæra. Lýsingar á brúðkaupssiðum sýna að hér hafi söngur og jafn- vel hljóðfæraleikur gegnt mikilvægu hlutverki á hátíðis- og tyllidögum og verið ómissandi hluti af ýmiss konar skemmtun- um og veislum. Brúðkaupsveislur stóðu að jafnaði í 3-5 daga og virðist sem gestirnir hafi verið sísyngjandi allan tímann en hverri athöfn, allt að hverri hreyfingu, fylgdi einhver söngur og sá siðamaður veislunnar um að stjórna honum.'0 Til er handrit frá árinu 1767 Uppkast til forsagna um brúð- kaupssiðu hér á landi, ritað í tilefni af brúðkaupi Eggerts Ólafs- sonar (1726-1768) varalögmanns. Söngur ýmist einradda eða 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.