Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 25

Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 25
„Það er í raun ekki fyrr en t upphafi nítjándu aldar að rætast fer úr hljóðfæraeign landsmanna, ífyrstu með orgeli Magnúsar Stephensens og síðar með dómkirkjuorgelinu 1840." Hér getur að líta síðarnefitda orgelið. fjölradda kemur víða fyrir í ritinu og þar er fjöldi söngtexta. í bókinni er getið um fjölda hljóðfæra svo sem horn, digrar reyr- pípur, langspil, klavier, flautu og viol og tekið fram að nauðsyn- legt sé að hljóðfærin séu vel samstillt. Hitt er hins vegar erfiðara að vita hvort að þessum siðum hafi verið fylgt eftir og hvort all- ur þessi söngur hafi verið fluttur. Hvað brúðkaup Eggerts Ólafsssonar varðar er til bréf frá séra Birni Halldórssyni (1724- 1794) til vice-lögmanns Jóns Ólafssonar (1729-1778). í bréfinu lýsir Björn þeim brúðkaupssiðum sem brúkaðir voru í hófi um haustið og greinilegt að mikill söngur var viðhafður í því hófi.11 Veraldleg skemmtan og söngur hefur alltaf lifað meðal fólks- ins hvort sem var á baðstofuloftinu á kvöldin eða undir dansi og drykkju á skemmtunum og í veislum, þrátt fyrir boð og bönn kirkjunnar manna. Mun erfiðara er að finna heimildir um veraldlega tónlist en trúarlega. Engin veraldleg lög voru prentuð og gefin út og ver- aldlegu lögin lifa, að því er virðist frekast í munnlegri geymd. Ástæða þess var andstaða kirkjunnar og hún átti einu prent- smiðju landsins. Biskupar og margir prestar formæltu flutningi veraldlegra kvæða og vísna sem og öðrum skemmtunum sem ekki voru á andlegum nótum. Lög við veraldleg kvæði og vísur virðast ekki hafa verið skrifuð niður nema í einstaka tilfellum og aðeins örfá lög hafa fundist við veraldlegt kvæði, jafnvel kvæð- in sjálf hafa ekki fundist. Kannski er ástæðan ritarar handrit- anna sem langoftast voru prestar eða aðrir kirkjunnar menn sem gátu ekki sinnt slíkri skemmtan opinberlega. sem lýst er hljóðfæraleik.12 Frásagnirnar eru góð heimild um að hér hafi á einhverjum tíma heyrst hljóðfæraleikur og að það taldist til tíðinda þar sem hljóðfæraleiksins er getið í báðum veislulýsingunum þrátt fyrir að þær séu hvorki langar né ítarlegar. Islensk tónlist var á svipuðu róli og tónlist annars staðar í Evrópu allt til loka 16. aldar. Frá lokum 16. aldar og alla 17. öldina verður gífurleg framför í hljóðfæratónlist í Evrópu og hljóðfæraleikur verður mikilvægur þáttur í öllum tónlistarflutningi sem áður hafði grundvallast á söng.13 Við þessa breytingu heltast íslendingar úr lestinni. Hér þróast ekki nein sérstök hljóðfæratónlist og þau verk og nýjungar sem verða til út frá henni í Evrópu þ.á.m. í kirkjutónlist fara algerlega fram hjá íslendingum. Ástæða þess að Islendingar taka ekki upp dúr og moll kerfið eins og aðrir í Evrópu heldur halda sig við gömlu kirkjutóntegundirnar og notast við löngu úrelta nótnaskrift11 er m.a. fábreytni hljóðfæra og ein- angrun landsins. Það er í raun ekki fyrr en í upphafi nítjándu aldar að rætast fer úr hljóðfæraeign lands- manna, í fyrstu með orgeli Magnúsar Stephensens og síðar með dómkirkjuorgelinu 1840. Tónlistarmenntun Því hefur staðfastlega verið haldið fram að á tímum lúthersku kirkjunnar hafi tónlistarkennslan verið lé- leg málamyndakennsla kennd vegna skyldunnar og engin forsenda hafi verið fyrir kennslunni þar sem lærða menn á þessu sviði skorti algerlega. Skólapilt- ar hafi ekki lengur lært nótur og að syngja eftir bók- inni heldur voru grallaralögin kennd eins og þau höfðu verið sungin mann fram að manni í gegnum tíðina sem varð til þess að þau afbökuðust æ meir.15 Hversu réttmæt er sú fullyrðing? Eru ekki þeir fjölmörgu söngmenn sem getið er um í heimildum vitnisburður þess að hér hafi verið menn sem kunnu fræðin og gátu hæglega haldið uppi tónlistar- kennslu? Hvað getum við áætlað út frá tónlistar- handritum sem fundist hafa um tónlistarþekkingu landsmanna? Breyta þessi handrit viðhorfi okkar til almennrar tónlistarkunnáttu hér á landi og þá sér- staklega á 17. og 18. öld? Um tónlistarkennslu segir Magnús Stephensen í Eptirmæli átjándu aldar: Fögur hljóð fengu börn mín allmörg, en kunn- áttuna um þeirra reglulegu brúkun, vantar flesta enn. Vegleiðsla nokkur þar til átti að sönnu í skólunum að gefast, en sjálfir kenn- endurnir voru oft tæpir í mentinni, og höfðu einungis við að styðjast úrelt afbakað söng- form aftan við Grallarann...16 Hljóðfærasláttur íslendingar hafa alltaf þekkt til hljóðfæra þó lítið fari fyrir frá- sögnum af hljóðfæraleik þeirrar sjálfra nema þá helst varðandi íslensku fiðluna og langspilið. Einhverjir íslendingar á hverjum tíma hafa verið kunnáttumenn á hljóðfæri og líklega hefur ver- ið leikið á hljóðfæri undir söng og dansi á einstaka skemmtun- um þó þess sé sjaldan getið í heimildum. í Árbókum Jóns Espólín eru tvær frásagnir af veislum á síðari hluta 17. aldar þar Þegar ummæli Magnúsar eru skoðuð verður að hafa í huga að hann var mjög andsnúinn Grallaran- um og öllu sem honum viðkom og það viðhorf hans litar öll hans skrif. Þessi fullyrðing Magnúsar varð afar lífsseig m.a. í skrifum síðari fræðimanna um tón- list og tónlistarkennslu, en hvað er hæft í henni? Erfitt að sjá hvað hefði átt að orsaka slíka hnignun. Hæpið er að áætla að tónlistarkennslu í Kaupmanna- hafnarháskóla hafi hrakað og íslenskir menntamenn snúið heim frá námi án nokkurrar tónlistarþekkingar 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.