Sagnir - 01.06.2000, Side 30

Sagnir - 01.06.2000, Side 30
Tryggvi Már Ingvarsson ER FÆDDUR ÁRIÐ 1977. HaNN ÚTSKRIFAÐIST MEÐ BS PRÓF f LANDFRÆÐI FRÁ HÁSKÓLA ís- LANDS VETURINN 2001. Reykholt í Borgarfirði ÞJÓÐLEIÐIR um Vesturland á Sturlungaöld Tilgangur þessarar greinar er að varpa Ijósi á mikil- vægi legu Reykholts í Borgarfirði á Sturlungaöld og ástæðu þess að einn valdamesti maður landsins, Snorri Sturluson, valdi sér þar aðsetur sitt. Fjölfarnar leiðir til og frá Alþingi á Þingvöllum lágu um upp- sveitir Borgarfjarðar og það gat skipt sköpum fyrir jafnvaldamikinn höfðingja og Snorra að velja sér að- setur sem næst þeim. Ekki einungis til eigin ferða- laga, heldur til að spyrjast frétta, til að koma boðum áleiðis eða halda úti njósnum. Nokkuð sem höfðingj- um á Sturlungaöld hefur þótt nauðsynlegt til þess að tryggja völd sín og halda uppi stjórn. Hugmyndin á bak við greinarskrifin er sprottin upp úr kenningum Helga Þorlákssonar sagnfræðings um mikilvægi legu höfuðbóla við þjóðleiðir á Sturl- ungaöld. Efnistök eru á þá leið að fyrst er greint frá Snorri Sturluson viÖ skriftir. helstu heimildum og kenningu Helga, en þar eftir er fjallað í stuttu máli um helstu leiðir um Vesturland samkvæmt frásögn Sturhingasögu og íslendingasagna. í kjölfar þess er Reykholt skoð- að í þrengra samhengi og ályktað um hvort val Snorra á höfuð- bóli sínu hafi getað ráðist af legu þess við fjölfarnar leiðir eða hvort aðrar ástæður komi þar til. Heimildir Helstu skriflegu heimildirnar fyrir Sturlungaöld eru Sturlunga- saga og íslendingasögur. Margt er líkt með þessum tveimur sögu- flokkum þó svo þeir séu fjarlægir í tíma. íslendingasögur eiga sér stað á tímabilinu frá landnámi Islands til miðrar elleftu ald- ar, en Sturlungasaga er safn frásagna af þeirri valdabaráttu sem kennd er við Sturlungaöld (u.þ.b. 1220-1262): Sögurnar í Sturlungu eru ritaðar á einnar aldar skeiði fram til 1300, á svipuðum tíma og meginhluti íslendinga- sagna er talinn færður í letur. ... Bæði Sturlunga og ís- lendingasögurnar fjalla um íslendinga á þjóðveldisöld. íslendingasagnahöfundar eru auðvitað undir sterkum áhrifum frá samtíð sinni, er þeir túlka atburði og lýsa persónum á fyrstu öldum íslenskrar byggðar....' Varla þarf að kynna Sturlungasögu frekar sem heimild um Sturl- ungaöld, en öðru máli skiptir um hlutverk íslendingasagnanna. Bjarni Guðnason hefur fært rök fyrir því að Heiðarvígasaga sé færð í letur á seinni hluta þrettándu aldar, eða á svipuðum tíma og Sturlunga.21 Heiðarvígasögu segir: „Þá var brú á ánni uppi hjá Bjarnaforsi [svo] ok lengi síðan." 3 Greinilegt er að sögumaður horfir aftur til löngu liðins tíma, sem hann setur í samband við þann tíma sem hann lifir sjálfur á. Þannig er ekki ósennilegt að þegar Heiðarvígasaga greinir frá leiðum, þá séu þær nær því sem skrásetjari sögunnar þekkti í sinni samtíð, en almennt tíðkaðist á sögutíma. Af þeim sökum ætti að vera hægt að draga fram vit- neskju um Sturlungaöld með gagnrýnum lestri á íslendingasög- um. Til frekari stuðnings eru heimildir um leiðir á nítjándu öld notaðar. Þó svo að langur tími sé á milli Sturlungaaldar og nítj- 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.