Sagnir - 01.06.2000, Page 36

Sagnir - 01.06.2000, Page 36
Magnús Jónsson ER FÆDDUK ÁRIÐ 1941. HaNN STUNDAK BA NÁM í SAGNFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS. Sturlungar ryðja sér til rúms Lesið í söguna Undanfarnir áratugir hafa verið eitt mesta breyt- ingarskeið í íslensku efnahagslífi og vilja sumir halda því fram að tekist hafi verið á um fjöregg þjóðarinn- ar. Byltingarkenndar framfarir í samskipta- og líf- efnatækni hafa kollvarpað gömlum gildum. Sala rík- isfyrirtækja og hlutafélagavæðing hefur ásamt nýrri fiskveiðistefnu og breyttum fjarskiptalögum orsakað gríðarlegar eignatilfærslur og mikla samþjöppun auðs og valds. Áður lítt þekktir einstaklingar hafa kunnað að notfæra sér aðstæður og haslað sér völl á sviði íslensks fjármagns og valdabaráttu. Nöfn sem oft bera á góma eru til dæmis Sjóvá-bræður, Bónus- feðgar, Jón í Skífunni og Samherjamenn að ógleymdu Hagkaupsveldinu. Það virðist sem sumir þeirra hafi hagnast úm hundruð miljóna króna eða jafnvel nokkra miljarða á aðeins tíu til tuttugu árum. Áhrif þessa nýja valdasamruna og valdsmanna teygja sig inn í helgustu vé íslensks fjármagnskerfis, átök um fjöreggið eru óvægin og aðilar eru lagðir í einelti af „gamla" valdakerfinu. Jafnframt grúfir skuggi hinna stóru alþjóðlegu efnahagsbandalaga yfir svo erfitt er að spá um framvindu mála. Því er fróðlegt að skyggnast til baka í söguna og leita að samsvörun þótt ólík sé. Sturlu saga er um margt áhugaverð í þá veru því hún bregður oft upp glöggri mynd af mikl- um átökum um völd, auð og félagslega stöðu. Sturlu saga er hluti af Sturlungu, sem er sagna- safn þar sem nokkrum sögum er blandað saman og er samsteypan kennd við eina helstu höfðingjaættina, Sturlunga. Sturlunga er meginheimild um síðasta skeið íslenska þjóðveldisins, hnignun þess og upp- lausn og greinir frá baráttu helstu höfðingjaætta, hvernig valdasamruni goðorða kemst á skrið og „héraðsríki" myndast en einnig hvernig alþjóðlegt kirkjuvald og Noregskonungur seilast til aukinna valda. Sturlunga spannar aðallega tímabilið frá 1117 til 1264 en Sturlu saga gerist að mestu á árunum 1148- 83 eða nokkru fyrir fjörbrot þjóðveldisins. Sturlu saga Myndskreyting úr KróksfjarÖarbók sem er annað aðalhandrit Sturlungu, talin vera frá miðri 14. öld. er fyrst og fremst saga af baráttu um völd og auð en varpar einnig ljósi á hversdagslegar athafnir og er þannig dýrmæt heimild um stöðu kvenna, ásta- og barnsfaðernismál, erfðamál, stöðu utangarðsfólks og annarra sem minna mega sín. Um leið og gerð verður grein fyrir því hvemig valdalítill goði ryður sér til rúms og leggur gmnn að nýrri valdaætt verður að einhverju leyti bmgðið ljósi á hversdagslegri atburði og fléttað inn í meg- intextann. Reynt verður að svara hverjir höfðu hönd í bagga með ritun sögunnar og hvaða ástæður lágu þar að baki en jafn- framt hvort bókmenntalegt frásagnarmynstur og bygging rýri heimildargildi hennar. Upphaf Sturlunga Ættartölur skipa mikið rúm í íslenskum fornsögum. Þær em oftast í byrjun frásagnar eða um leið og persónur em kynntar og eins í lokin þegar niðja söguhetjanna er getið. Ættrakningin er ekki viðauki við verkið heldur hluti af kjarna þess og myndar þannig umgjörð um sjálfa atburðarrásina. Ættartölur í Sturl- ungu koma gjarnan fram að formi til sem niðjatöl helstu ættfeðr- anna, þeirra á meðal Þórðar Gilssonar, goðorðsmanns á Felli á 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.