Sagnir - 01.06.2000, Síða 45

Sagnir - 01.06.2000, Síða 45
Flateyjarannáll segir ennfremur að „þessir .iiij. leigdu allir landit med skauttum ok skylldum vm .iij. ær af konginum."15 Einar Bjarnason segir í grein um Grundarbardaga að ljóst þyki að þeir félagar hafi ákveðið að taka landið sameiginlega á leigu með svipuðum hætti og Ivar hólmur gerði. Einnig telur hann að samkomulag hafi verið milli þeirra um að hver réði sínum fjórð- ungi lands, þaðan sem þeir voru sprottnir úr. Þannig hafi Andr- és átt að ráða Sunnlendingafjórðungi, Árni Austfirðingafjórð- ungi, Þorsteinn Norðlendingafjórðungi og Jón skráveifa Vest- firðingafjórðungi.16 Þessu er ég ósammála og finnst líklegra að Jón og Þorsteinn hafi leigt Vestfirðinga- og Norðlendingafjórð- unga saman og að Andrés og Árni hafi sameiginlega leigt Aust- firðinga- og Sunnlendingafjórðunga. Það þykir mér rökrétt ályktun með tilliti til þess sem á eftir kemur sem og því hvernig Flateyjarannáll segir frá þessum atburði: „Þat sama sumar komu vt Arni Þordarson og Andres Gislason med hirdstiorn yfir Austfirdinga fiordung ok Sunnlendinga fiordung. Enn Þor- steinn Eyiolfsson fra Vrdum vm Nordlendinga fiordung ok Vestfirdinga fiordung.17 Um ættir þeirra fjórmenninga er lítið vitað utan þess að Árni hefur verið talinn sonur Þórðar Kolbeinssonar Þórðarsonar kakala, og því mun hann hafa verið af ætt Sturlunga.18 Alls er hins vegar óvíst um faðerni hinna þriggja, og raunar er hið eina sem um þá er vitað að Þorsteinn Eyjólfsson átti börn sem komust til metorða.19 Þó verður að telja líklegt að þeir hafi ver- ið af „betri" ættum og átt nokkurt fé í handraðanum, því eins og fram kom hér að framan var konungur í fjárkröggum og senni- lega hafa þeir þurft að greiða leiguupphæðina fyrir landið fyrir- fram. Hvað sem um ætterni hirðstjóranna má þó segja er ljóst að þeir hafa ætlað að græða fé á landsmönnum með hörðum skatt- heimtuaðgerðum. Lögmannsannáll segir þannig frá því að bróðir Eysteinn Ásgrímsson, munkur og skáld sem orti meðal annars helgikvæðið Lilju,20 og Eyjólfur Brandsson kórsbróðir í Niðarósi, en þeir voru umboðsmenn erkibiskups, hafi farið ásamt hirðstjórunum „vm allt Island. aflande ok heimtande peinga af lærdum sem leikum sem þeir kunnu at faa. atte vnd- ir þessu at standa landzfolkit. ok þyngt med slikum afdrétte."21 Leigutími fjórmenninganna hefur svo að öllum líkindum runnið út árið 1359. Því til staðfestingar má nefna að vorið 1359 hélt Jón skráveifa í yfirreið til innheimtu norður í Húnaþing22, en sennilega hefur hann viljað ná sem mestum tekjum inn áður en hann léti af embætti. „[Gjerdu Nordlendingar imoti Joni skraf- eifu hirdstiora samblæstr ok villdu eigi yfir reid hans hafa ok mættu honum at Þueræ i Vestrhopi nærri .ccc. manna. stauck hann þa sudr vm land ok feck enga yfir reid vm Nordlendinga fiordung."23 Sem fyrr segir kom Þorsteinn Eyjólfsson ári fyrr til landsins en hinir hirðstjórarnir og hefur líklega innheimt skatta af umdæmi þeirra Jóns á meðan. Jón hefur því ætlað að jafna það upp með yfirreið sinni um Norðurland. Hann hefur líklega ályktað sem svo að Þorsteinn hafi svikið hirðstjórasamning þeirra og innheimt of mikla skatta sér til handa. Þorsteinn var í mun betri aðstöðu til skattheimtu vegna uppruna síns og einnig vegna þess að hann var fyrr á ferðinni en Jón. Norðlendingar hafa hins vegar verið búnir að fá nóg af yfirgangi hirðstjóranna og því brugðist við með þeim hætti sem varð. En vandræðum Jóns var ekki lokið með þessu. Um sumar- ið 1360 berjast menn hans og Árna Þórðarsonar á Alþingi og er þá heldur farið að slettast upp á vinskap hirðstjóranna.24 Til þess gætu legið nokkrar ástæður og má þar nefna að árinu áður lét Árni höggva Markús nokkurn Marðarson á Lambeyjarþingi, fyrir misþyrmingar á Ormi bónda á Krossi í Landeyjum.25 Ein- hver gæti furðað sig á því að Árni hafi haft vald til slíks verks en staðreyndin er sú að hirðstjórum var stundum falið að skipa lögmenn eins og dæmin sanna árið 1343 og 1364.26 Vald hirð- stjóranna var þannig stöðugt að aukast. Ymsir hafa orðið til að tengja þetta mál við illdeilur Jóns og Árna og viljað mynda einhver tengsl milli Jóns og Markúsar.27 Sam- tímaheimildir nefna þessi mál þó ekki í neinu sam- hengi við upphaf deilna hirðstjóranna. Einar Arnórs- son bendir einnig á að Jón skráveifa hafi verið seinni maður frú Halldóru Þorvaldsdóttur, móður Árna, og setur fram þá tilgátu að deilur hafi risið milli þeirra um erfðir eftir hana.28 Hvað sem því líður er ljóst að ólga var meðal yfirstéttarinnar er nýr hirðstjóri kom til landsins. Utkoma Smiðs Andréssonar Gottskálksannáll segir frá því að árið 1360 hafi Smið- ur nokkur Andrésson komið út með hirðstjórn um allt Island,29 og þá væntanlega til þriggja ára. Smiður hefur einatt verið talinn norskur í sögubókum og sennilega skyldur Bótólfi Andréssyni hirðstjóra sem var nefndur hér að framan.30 Það fer saman við það sem segir í Flateyjarannál árið 1391: „fanz líkami Rafns Botolfs sonar logmannz ok færdr til Hola ok grafinn hia Smid Andres syni frenda sinum."31 Mér þykir líklegt að Árni Þórðarson og Jón skrá- veifa hafi báðir leitað eftir vinfengi og liðsinni hjá nýja hirðstjóranum. Árni virðist hafa haft betur í fyrstu og segir Flateyjarannáll m.a. frá að þeir Smið- ur hafi fundist og bundið vináttu sína fastmælum sama ár og Smiður kom utan.32 Sú vinátta varð þó skammvinn. Menn vegast á. Úr Ftateyjarbók. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.