Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 66

Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 66
Mikil vinna fer í gerð heimildaþátta. Margrét þarf oft aö ferðast mikið. Sem dæmi má nefna eyddi hún 197 dögum erlendis á síðasta ári við heimildaleit og tökur. Sagnfræðingar sagðir gleyma sér í efnislegu innihaldi En hvernig ætli það sé fyrir sagnfræðing að starfa við miðil þann sem gjarnan er kenndur við afþreyingu og skemmtiefni? Er fræðimennskan látin víkja við slíkar aðstæður? „Áður en við tókum til við gerð þáttanna Síðasti valsinn varð ég mér úti um bók sem fjallaði um hvernig átti að gera heimildarmyndir. í kaflanum sem fjallaði um sagnfræðilega heimildar- þætti stóð að kvikmyndagerðarmenn ættu ekki að vinna með sagnfræðingum við gerð slíkra þátta. Sagnfræðingar væru erfiðir í þess háttar samvinnu. Þeir gleymdu sér í áhyggjum af efnislegu innihaldi og gerðu sér ekki grein fyrir því að sjónvarpsefni ætti að vera skemmtilegt", segir Margrét. Hún bætir við að samkvæmt sama riti hafi mátt nota sagnfræðinga við grunnrannsóknir fyrir heimildarþætti, en að þeim loknum væri skynsamlegast að losa sig við þá. Margrét kaus þó að hunsa leiðbeiningar þessar, stakk bókinn undir stól og hellti sér út í þáttagerð. Vinnur þættina líkt og fræðirannsókn Margrét segist nýta sér þau vinnubrögð sem hún hef- ur tamið sér við nám í sagnfræði við gerð heimildar- þátta. „Maður temur sér ákveðin vinnubrögð í sagn- fræðinni. Eg vinn eftir þeirri aðferðafræði sem ég lærði", segir hún. „Eg vinn þættina eins og ég myndi vinna fræðirannsókn og hef nú komið mér upp ákveðnu ferli sem ég fer í gegnum." Margrét segist halda vel utan um allar heimildir. Hún skráir upplýs- ingar í gagnagrunn sem hún hefur notað frá því hún var í sagnfræðinámi. „Eg vinn allar heimildirnar þannig að ég geti nálgast þær auðveldlega aftur." Margrét treystir sér ekki til að tilgreina að hvaða leyti vinnu- brögð hennar eru frábrugðin vinnubrögðum þeirra sem ekki hafa þann bakgrunn sem fæst í námi í sagnfræði. „Ég get í raun ekki borið það saman við aðra sem ekki hafa lagt stund á sagn- fræði þar sem ég veit ekki hvernig aðrir þáttagerðarmenn vinna. Maður er auðvitað þjálfaður í því að leita að heimildum og vinna með þær á ákveðinn hátt. Hver hefur þó sína aðferð." Vill skila af sér efninu í fræðilegri búningi Margrét segist stundum finnast sem hún sé komin dálítið út fyr- ir heim fræðimennskunnar með því að vinna við heimildar- þáttagerðina eingöngu. Hefð er fyrir því að skila rannsóknum af sér í rituðu máli. „Hins vegar nær maður til mun breiðari hóps fólks með heimildarþáttum eins og Síðasti valsinn en með fræði- riti", segir Margrét. „Fá sagnfræðirit ná mikilli útbreiðslu. Svona nær maður frekar til almennings og getur kveikt hjá honum áhuga á sögunni." Margrét kveðst hins vegar ætla að skila þeim rannsóknum sem hún hefur unnið vegna þáttanna frá sér í fræðilegri búningi um leið og tími gefst til. „Þess vegna vinn ég heimildirnar eins og ég geri, með sagnfræðileg vinnubrögð að leiðarljósi", segir Margrét. „Ég skrifaði t.d. upp öll viðtölin sem ég tók fyrir þætt- ina Síðasti valsinn og geymi þau nú inni í gagnagrunninum mín- um." Margrét segist helst vilja gefa þetta út í bókarformi. Þó segist hún hugsanlega ætla að vinna þetta og gefa út sem marg- miðlunardisk, DVD disk. Á slíkum diski yrðu þættirnir sjálfir meginumgjörðin, en einnig yrði hægt að nálgast öll viðtölin í heild sinni sem samtals taka um 55 klukkustundir ásamt ýmsu efni sem skýrir afmarkaðar sögur, eða þætti þorskastríðanna. „Margmiðlunardiskar bjóða upp á ýmsa kosti. Hægt er að setja inn á þá hljóð, ljósmyndir, kvikmyndir, gröf og ýmsa grafík", segir Margrét. Eins og sagnfræðingi er von og vísa hyygst Mar- grét loks skila öllu efni sínu inn á Kvikmyndasafn Islands til varðveislu. 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.