Sagnir - 01.06.2000, Page 67

Sagnir - 01.06.2000, Page 67
197 dagar í útlöndum Mikil vinna fer í gerð heimildarþátta segir Margrét. Hún segir starfið erfitt á stundum. Til dæmis eyddi hún 197 dögum er- lendis á síðasta ári við heimildaleit og tökur. Margrét segir Síöasta valsinn hafa verið í um tvö ár í vinnslu. Eftir að Stöð 2 ákvað að kaupa þættina liðu um tíu mánuðir uns þeir voru tilbúnir. Þátturinn Hafmeyjar á háum hælum var um það bil eitt ár í vinnslu. Margrét heldur enn sambandi við flesta þá sem hún tók viðtöl við vegna þáttanna, einkum togarasjómenn- ina í Hull. „Þeir hringja stundum í mig. Ég fæ jólakort frá heim- ildunum mínum", segir Margrét. En hyggst Margrét gera heimildarþáttagerð að ævistarfi sínu? „Ég ætla bara að gera þetta meðan mér finnst þetta skemmtilegt og nóg verkefni bjóðast", svarar hún. „Af nógu er að taka og ég vinn bara verkefni sem mér finnast áhugaverð. Annars getur margt breyst á stuttum tíma." Margrét hefur að mestu verið að vinna við eigin verkefni en getur vel hugsað sér að framleiða þætti í samvinnu við aðra síð- ar. „Við hjá Magus leggjum mikið upp úr gæðum þáttanna. Við höfum alltaf hagað okkar verkefnum þannig að þau séu gjald- geng annars staðar en á íslandi", segir Margrét. „Við leggjum metnað okkar í að standast alþjóðlegar kröfur og höfum verið dugleg við að stofna til sambanda í útlöndum." Þess má geta að sjónvarpsstöðin BBC keypti nýverið sýningarrétt á Síðasta vals- inum og verður stytt útgáfa af þeim þætti sýnd í tengslum við það að 2. júní 2001 eru 25 ár liðin frá því að samningur um lok þorskastríðanna var undirritaður í Osló. Sagnfræðingar eru gjaldgengir í mörg og fjölbreytt störf Aðspurð segir Margrét sagnfræðinga ekki þurfa að hafa áhyggj- ur af því að hafa ekkert að gera úti í atvinnulífinu. Hún segist ekki halda annað en að sagnfræðingar séu gjaldgengir í fjölda- mörg og fjölbreytt störf og það megi sjá það á vinnumarkaðin- um að sagnfræðinga er að finna á ólíklegustu stöðum. Mörg fyr- irtæki vilji hafa breiðan hóp starfsfólks úr ólíkum greinum inn- an sinna veggja. „Sagnfræðin er mjög almenn menntun og því er sagnfræðingum kleift að fara margar leiðir. Þeir verða þó líka að vera duglegir við að skapa sér tækifæri sjálfir, eins og reynd- ar gildir um alla aðra", segir Margrét. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.