Sagnir - 01.06.2000, Page 84

Sagnir - 01.06.2000, Page 84
Hætt er við að mörgum sagnfræðingum nútímans þyki ofan- greind efnistök ekki gott dæmi um vísindalega fræðaiðkun og myndu líklega telja þau liggja á mörkum skáldskapar. Það seg- ir þó kannski meira um breytilegar forsendur fræðimennskunn- ar en laklega meðferð heimilda hjá Boga Th. Melsteð. Hið kristilega, útvísandi táknmið vantar ekki í texta Boga. Um Síðu-Hall segir hann: „Hallur var friðsemdarmaður mikill og kristileg trú og kristilegur kærleikur virðist hafa haft dýpri og innilegri áhrif á hann, en flesta aðra samtíðarmenn hans. ... [Hann] var hvorttveggja í senn, sannur vinur kristninnar og ein- lægur mannvinur og ættjarðarvin".16 Bogi endar svo umfjöllun sína um kristnitökuna á kristilegri ádrepu hins trúaða: „Al- kristnir aptur á móti eru hvorki íslendingar nje aðrar þjóðir orðnar enn þann dag í dag; það á enn mjög langt í land, að kristilegur kærleikur ráði hugsunum manna, orðum og gjörð- um".17 Það má segja að umræddir textar framangreindra sagnarit- ara byggi á svipuðu gildismati, með mismunandi áherslum þó, og innihaldi svipaða afstöðu til sannleikshugtaksins. Þeir reyna að ráða í atburði út frá sjónarhorni gerendanna og formgerðar- vitund18 virðist ekki til staðar. Kannski er ekki fjarri lagi að þeir hafi uppfært heimsmynd þá sem birtist í textum Þjóðveldisald- ar eftir þeim gildum og þeim hugmyndum sem uppi voru á Is- landi í kringum aldamótin 1900. lega gerðist á Alþingi árið 1000. Sannleikshugtakið er í þeim skilningi algilt (absolut) enda leitar Björn jafnframt svara utan heimildanna við spurningum sínum og reynir að varpa ljósi á hið sanna út frá eig- in hyggjuviti. Það má ekki gleymast að hann er að setja sig inn í heimsmynd og spor manna sem talið er að hafi verið uppi 900 árum áður. Með hugtakinu al- gildur sannleikur er átt við að táknmið12 þess vísi til statískrar merkingar, það er að sannleikurinn sé haf- inn yfir tíma og rúm og þar með mannhverft gildis- mat. Enda er táknmynd sannleikshugtaksins hjá Birni með trúarlegu ívafi sem gefur ótvírætt til kynna staðsetningu þess ofar dauðlegum mönnum. Það er því óhætt að segja að kristilegt gildismat sé ríkjandi í umfjöllun hans um efnið. I formála að íslendinga sögu II (1910), gerir Bogi Th. Melsteð nokkra grein fyrir söguskoðun sinni og afstöðu til heimilda. Þar segir meðal annars: Hver sá sem vill vita rækilega um söguöld vora, mun finna til þess, hvílíkum erfiðleikum það er bundið, af því að það vantar samtíða heimildarit um hana. Sögurnar, sem segja af þeim tfma, voru ritaðar nálega tveim öldum síðar, og urðu sagnaritarar þá að fara mest eptir arfsögn þjóðarinnar og ýmsum sögnum. ...eru því margar missagnir í sögunum... en at- burðir þeir, sem skýrt er frá í hinum sann- sögulegu sögum vorum, hafa venjulega átt sjer stað. Um einstök atvik og atriði er aptur á móti venjulega mjög vont að fá áreiðanlega vissu.... Þótt bók þessi sje vísindaleg, hef jeg reynt að gera hana svo úr garði, að hver vel greindur alþýðumaður geti auðveldlega lesið hana.13 Umfjöllun Boga um kristnitökuna er mörkuð þessum forsendum. Hann trúir á sannleiksgildi atburðanna og reynir líkt og Björn M. Ólsen að álykta frá eigin brjósti um atriði þar sem heimildir vantar og „leið- réttir" jafnframt aðrar heimildir eins og eftirfarandi útlegging sýnir: „Líklega er þetta ónákvæmt eða eitt- hvað orðum aukið, því ekkert er líklegra en að þeir [Gissur og Hjalti] hefðu fengið farargreiða á Berg- þórshvoli, ef þeir hefðu leitað þangað, enda þótt Njáll hafi verið riðinn á þing og hestafátt væri heima".14 Það er líka athyglisvert hvernig Bogi „endurupplifir" veru Þorgeirs Ljósvetningagoða undir feldinum: Margt var að íhuga og margt að varast. Hann fann svo glögt, hve mikill vandi hvíldi á sjer og hve afar þýðingamikið mál þetta var; aldrei hafði neitt þvílíkt mál komið fyrir á Is- landi áður, og aldrei hafði nein slík hætta vof- ið yfir landinu sem nú... Hann þurfti að finna ráð til þess að vinna heiðna menn á sitt mál, þrátt fyrir það þótt hann byði þeim að skírast. Hann varð að láta þá vinna sigur um leið og kristnin ynni sigur yfir þeim, svo að þeir fyndu eigi til neins ósigurs og hvorugur flokk- urinn gæti yfir öðrum hælst....en enginn vissi hve hinn aldraði lögsögumaður hugsaði mik- ið og alvarlega um þetta undir feldi sínum.15 „Faðir" íslenskrar menningar og kristnitökusagan Þótt þessi bók heiti ekki íslendinga saga, er rétt að segja hreinlega, að eg hef reynt að geta hér allra staðreynda úr sögu þjóðarinnar, sem eg tel skipta verulega máli fyrir hvern Islending að þekkja... Islendingar vita of mikið um sögu sína í hlutfalli við það sem þeir skilja. Meiri mennt- un er í því fólgin að kunna fá atriði með yfirsýn um sam- hengi þeirra en að vera uppþembdur af ómeltum fróð- leik... Eg vildi að hún væri ný Crymogæa, málsvörn íslendinga út á við, á tímum óvenjulegs vanda og háska, -greinargerð fyrir dýrmætasta menningararfi þeirra... skoðun nútíðarmeina í ljósi örlaga þeirra frá upphafi, - leiðarvísan um liðna reynslu fyrir þá, sem helst vilja hugsa um samtíð og framtíð, hvað þjóðin á best, þarfn- ast, skortir helst, -um hlutverk hennar, takmörk og tak- markanir.211 Hann er örugglega vandfundinn, sá íslenski fræðimaður, sem lagt hefur upp með jafnháleitt markmið í huga. Kannski er það stærð og umfang markmiðsins sem gerir að verkum að sögu- spekilegar forsendur Sigurðar eru afar mótsagnakenndar. í for- spjallinu koma víða fram greinileg kennisöguviðhorf í bland við forsjárhyggju. Þegar sagan er skoðuð finnst honum eðlilegast að horft sé á það „sem enn er vænlegast til lærdóms eða eftir- breytni"21 og einnig virðist hann sjá söguna sem einskonar freudískt greiningartæki því hún „getur orðið þjóðum sama og sálkönnun einstaklingum, losað þær við ýmis konar innanmein með því að rekja fyrir rætur þeirra og upptök... Astundun hennar er greiðasta og oft eina leiðin til að gera þá [mennina] frjálsa, hæfa að lifa í samtíðinni og taka á vandamálum líðandi stundar".22 Sigurður telur sagnaritun í anda þjóðernishyggju f riti sínu, íslensk menning I (1942), kemur Sigurður Nordal tölu- vert inn á kristnitökuna en hann nálgast viðfangsefnið með öðr- um hætti en þeir Björn M. Ólsen og Bogi Th. Melsteð. í forspjalli þess leitast hughyggjumaðurinn Sigurður við að gera ítarlega grein fyrir söguskoðun sinni og efnistökum. Markmið hans með skrifunum er ekki að segja altæka fslandssögu.19 Viðfangs- efnið er aðeins afmarkaðra: 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.