Sagnir - 01.06.2000, Side 88

Sagnir - 01.06.2000, Side 88
Femínískt sjónarhorn á texta kristnitökusögunnar Sú nálgunarleið sem Helga Kress velur sér að frásögnum um kristni og kristnitöku (1996) felur í sér aðferðafræðilega kúvend- ingu frá hinum þó innbyrðis ólíku leiðum sem áður hefur verið minnst á. Hún skoðar heimildirnar út frá femínískri merkingar- miðju og megináherslan er lögð á birtingarmynd kvenna og þá afstöðu til þeirra sem fram kemur í textunum. sannleiksinnihald íslertdingabókar hugað lítið að tví- eðli heimilda í sagnfræðilegri heimildaflokkun: Annars vegar eru þær frásagnir með sögu- mann eða hugsandi veru (súbjekt) að miðli, hins vegar eru þær beinharður sögulegur vitnisburður um hina hugsandi veru eða miðlarann. Samspil hins hlutlæga og hins huglæga (objekt - súbjekt) í rás sögunnar, skaranir þeirra og umbreytingar sem í ljós koma í heimildum við rannsókn, er atriði sem varðar gjörvallar svokallaðar fornbókmenntir íslendinga. Oft er bæði ófrjótt og fánýtt að höggva þar almennt á hnútana með hugtök- um sem alls ekki útiloka hvert annað í sög- unnar rás eins og skáldskapur og veruleiki, sannleikur og lygi, sagnfræðilegt gildi, skáld- skaparlegt gildi, listrænt gildi o.s.frv. Hinar svokölluðu fornbókmenntir íslendinga eru og verða sögulegar heimildir sem sjálfsagt er að nota sem slíkar hvað sem öðru líður. Hvernig sem menn snúa sér verða þær ekki hafnar upp yfir tíma og rúm.5" Þetta er vissulega þörf ábending til þeirra er lfta á frá- sögn Ara sem afurð hins hreina, hlutlæga sjónar- horns sem Sveinbjörn er greinilega meðvitaður um að sé ekki finnanlegt. Einnig kemur fram að hann gerir sér vel grein fyrir forgengileika hins mann- hverfa gildismats sem ekki er hægt að hefja yfir tíma og rúm. Ofangreind ummæli Sveinbjarnar um skar- anir og umbreytingar skáldskapar/veruleika og lygi/sannleika vísa ti! þess að bilið þar á milli sé ekki eins skýrt og greinilegt og margir vilja meina. Má því segja að sannleikshugtakið í umfjöllun Sveinbjarnar hafi aðrar áherslur en hjá fyrirrennurum hans. Það er með öðrum orðum lagður mannhverfari skilningur í skynsemishugtakið. Þessi afstaða gerir staðreynda- dóma út frá einstökum textum mjög vandasama. Sveinbjörn er því samkvæmur upphafsforsendum sínum þegar hann tekur enga afstöðu til þess hvað raunverulega gerðist við kristnitöku á íslandi árið 1000. I annarri grein (1988) heldur Sveinbjörn því fram að sögusýn nútíma íslendinga mótist af íslenskri sagnaritun á miðöldum enda þyki hún henta vel til endursagnar í skólakerfinu. Miðaldafrásagnir séu þynntar út, færðar til nútímalegs orðalags og fram- setning þeirra sé oft með þeim hætti að sögulegur veruleiki víki fyrir svokallaðri lifandi framsetningu. Jafnframt þessu viðhorfi komi fram ótti við að horfast í augu við sögulegt heimildagildi hinna gömlu frá- sagna því þá gæti svo farið að engin saga yrði eftir og Islendingar þar með sögulausir. Hann segir að óhjá- kvæmilega verði að telja Landnámu safn goðsagna. Framsetningarmáti íslendingabókar er vissulega annar en Landnámu og hann virðist ekki tilbúinn til að setja spurningarmerki við heimildargildi hennar nema upp að vissu marki.51 Út frá því má kannski velta fyr- ir sér hvort Sveinbjörn sjálfur sé ekki alveg hafinn yfir óttann við söguleysið? Þær eru ekki sannsögulegar heimildir í þeim skilningi að þær segi frá atburðum sem raunverulega hafa gerst, heldur sýna þær hugmyndir um veruleikann og viðhorf til hans. Þær eru umfram allt texti sem er búinn til úr tungumáli og á sér uppsprettu í ákveðnum menningar- legum og félagslegum veruleika, táknkerfi sem verður til og ber að túlka í samhengi margra þátta. f íslenskum fornbókmenntum, eins og í öðrum bókmenntum, eru konur birtingarmyndir („representations"), ekki ómiðlað- ar sögulegar staðreyndir. Þannig eru þær fremur heim- ildir um viðhorf til kvenna, hugmyndir um þær og fantasíur, en empírískar staðreyndir. Þessar bókmenntir geta því aðeins gefið merkingu og verið „heimildir" að mið sé tekið af bókmenntalegum eigindum þeirra, svo sem sjónarhorni, myndmáli, formgerð og orðræðu, en ekki látið sitja við þá innihaldsgreiningu sem svo mjög hefur einkennt íslenska bókmenntasögu og sagnfræði- hefð.52 í samræmi við þetta hampar Helga ekki sérstaklega meginheim- ild fræðimanna um kristnitökuna, íslendingabók, og þykir raun- ar dálæti þeirra á henni einkar athyglisvert. Þeir hafi lagt hana til grundvallar sagnfræði sinni án þess að taka eftir að hún sé rit- uð fyrir tvo biskupa og ritskoðuð af þeim. Aðrar og fyllri frá- sagnir séu afgreiddar sem „síðari heimildir" eða „viðbætur" með þegjandi samkomulagi um að gildi þeirra sé lítið. Hún ger- ir hins vegar ekki greinarmun á heimildum heldur lítur „á þær sem eina textaheild sprottna úr sama eða svipuðum veru- leika".53 Þannig gengur Helga fyrst og fremst út frá texta- og táknfræðilegum forsendum í túlkun sinni og reynir ekki að leggja mat á staðreyndainnihald heimilda enda sjálfsagt meðvit- uð um vonleysi þeirrar aðgerðar. Helga færir rök fyrir því að kristnin sem stofnun verði ekki aðskilin ríkjandi pólitísku og veraldlegu -karllegu- valdi þar sem hið kvenlega er „rekið út á ysta jaðar hinna opinberu menn- ingar".54 Enda megi í heimildunum greina mjög neikvæða af- stöðu í garð kvenna: I kristnitökufrásögnunum er mikil áhersla lögð á málsnilld kristniboðanna. „Tungumál er vald og í tákn- kerfi kristninnar tilheyrir það körlum einum. Konum er sagt að 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.