Sagnir - 01.06.2000, Síða 90

Sagnir - 01.06.2000, Síða 90
Róöukross frá Ufsum í EyjafirÖi. Krossitin erfrá 12. öld. á ómeðvitaðar tilhneigingar, meðvitaðan áróður og lærðan tilbúning", eins og Sveinbjörn Rafnsson benti réttilega á. Staðreyndagildi kristnitökusögunnar hef- ur verið dregið í efa af sagnfræðingum undanfarin ár, en hún þó yfirleitt talin í fullu gildi sem leif um gild- isdóma Ara fróða Þorgilssonar á 12. öld og sjónar- horn hans á atburði. En er það örugglega svo? Ut frá fyrirliggjandi heimildum er hægt að sjá fyr- ir sér að kristnitökusaga íslendingabókar hafi skilað sér til nútímans í gegnum eftirfarandi milliliði: Meint kristnitaka árið 1000> Heimildarmaður/menn (vottar- og/eða sagnarheimild?“)> Hugsanlega einn til þrír milliliðir?> Teitur Isleifsson og/eða Hallur Þórarinsson?> Ari fróði Þorgilsson skrásetur atburði eftir munnmælum og/eða fyrirmælum> Afrit frá því um 1200> Tvö afrit séra Jóns Erlendssonar frá því um 1651. A þeim 450 árum sem aðskilja síðustu tvo milliliðina er ekkert hægt að segja með vissu um varðveislu bókarinnar, en handritið hefur að minnsta kost verið afritað tvívegis áður en það skilar sér í hendur nútímamanna. Það er því ómögulegt að segja nokkuð um það gildismat og þá meðferð sem það kann að hafa gengið í gegnum frá frumtexta. Oft hefur frásögn Ara þótt knöpp af efni. Það skyldi þó aldrei vera að hún hafi gengið í gegnum uppskafn- ingu á einhverjum tímaskeiðum? Eftir breyttar fræðilegar áherslur undanfarinna áratuga hefur heimildagildi íslensku miðaldahandritanna sem frá- sagna verið véfengt; allra nema íslendingabókar. Af framangreindri umfjöllun um heimildargildi ritsins er freistandi að álykta að þar ráði óttinn við söguleys- ið meiru um en „átorítet" Ara fróða. Sagan og sannfræðin Þegar fjölskrúðugum merkingarferli kristnitökusögunnar er stillt upp andspænis þeim fátæklegu og véfengjanlegu heimild- um sem til eru um hana hljóta mörk „staðreynda"/sannleika og skáldskapar innan merkingarheims hennar að teljast óljós svo ekki sé fastara að orði kveðið. Viðtökur sögunnar markast mjög af ríkjandi menningarformgerð á hverjum tíma og/eða þeim forsendum sem hver og einn gengur út frá hverju sinni. Þetta ferli grefur undan algildisskilningi á staðreyndagildi sögunnar og dregur fram mannhverf -forgengileg- merkingareigindi hennar. Það er í takt við breytta og flóknari samfélagsgerð að merk- ing kristnitökusögunnar virðist stefna frá einröddun til fjöl- merkingar, að minnsta kosti í fræðilegri umræðu. Og túlkunar- möguleikarnir eru margvíslegir. Það kemur vel fram í grein Helgu Kress þar sem hún leysir upp einröddun frásagnanna með þeim sjálfum og skapar nýja merkingu út frá því femíníska sjónarhorni sem hún vill koma á framfæri. Merking kristnitökusögunnar byggir þannig fremur á breytilegu gildismati en „konkret" sannleika eða staðreyndum. Þegar sagnfræðingar ákveða að stöðva fræðilega afhjúpun sína á goðsögulegu og/eða véfengjanlegu innihaldi íslensku fornrit- anna við íslendingabók þá hlýtur sú ákvörðun að byggja á gildis- mati fremur en beinni vitneskju; um það sér margföld fjarlægð í tíma og rúmi. Þá ákvörðun er þó hægt að rökstyðja upp að vissu marki eins og Sveinbjörn Rafnsson gerir út frá þeim punkti að bókin sé „sögulegur vitnisburður um hugmyndir sagnaritara í upphafi tólftu aldar um kristnitökuna". En auðvit- að er löngun Islendinga í þá veru að vilja eiga sér sögu ein og sér fullnægjandi ástæða þess að „relatívísk" afstaða til heimilda- gildis fornritanna stöðvist á einhverjum punkti. Og ekki verður deilt um að kristni var lögtekin á Islandi á þessu tímaskeiði. Eft- ir stendur að útilokað er að fullyrða nokkuð um meinta atburði kristnitökunnar nema það að þjóðarsöguleg og/eða trúarleg merking þeirra virðist enn í fullu gildi hérlendis, að minnsta kosti hjá umtalsverðum hluta þjóðarinnar. Óneitanlega væri samt fróðlegt fyrir íslendinga „að eiga alþíngistíðindi frá þeim óvenjulega degi þegar Þorgeir ljósvetningagoði... vaknaði einn morgun á Þíngvöllum við það að hann hafði orðið kaþólskur í höfðinu meðan hann svaf"M eins og Halldór Laxness orðaði það svo skemmtilega. 88 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.