Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 98

Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 98
brjóst og ali þau á móðurmjólk þar til þau eru „kom- in hátt á annað misseri". Hinar efnameiri freistast aft- ur á móti til að hafa börnin skemur á brjósti, enda ekki eins bundnar við heimilið og geta falið öðrum að sjá um pelagjafir ungbarnsins.64 Þessi vitnisburður kemur heim og saman við orð Sigurlaugar Gunnars- dóttur frá Asi, sem fjallaði um barnaeldi í Kvennablað- inu árið 1899. Hún bendir m.a. á að mæður við sjáv- arsíðuna hafi börn á brjósti: Ekki munu börnin hjá tómthúskonunum við sjóinn vera neitt auðveldari á að taka brjóst, en sveitabörn hér, en af því þær eru kýrlausar, svo ekkert er um annað að gera en móður- mjólkina, þreyta þær við börnin og hafa sigur. Það verður að bjóða barni brjóstið sem allra fyrst, jafnvel áður en mjólkin kemur í það, en hún kemur oft ekki fyrr en á þriðja dægri eft- ir fæðinguna. Þessi fyrstu dægur má ekki gefa barninu pela, því þá venst það á að sjúga hina útlendu „túttu", sem er mjög ólík brjóstinu; getur þá svo farið að það felli sig aldrei við það.65 Þetta mynstur ungbarnaeldis virðist hafa tíðkast víða, fátækustu mæðurnar höfðu börn á brjósti en þær efnameiri gátu gefið kúamjólk. Gísli Pétursson héraðslæknir í Húsavíkurhéraði virðist sammála Sig- urlaugu um útbreiðslu brjósteldis. Gísli telur vel stæðar konur síður hafa börn á brjósti en fátækar. Aptur eru undarlega margar mæður, sem ekki tekst að fá barnið til að taka brjóstið, þrátt fyr- ir tilraunir, en tíðast, að mjólk hafi ekki komið í brjóstin ... Þetta virðist mjer tíðara í kaup- staðnum heldur en í sveitunum, en sjerstak- lega virðist það auðsætt hve það er miklu al- gengara hjá velmegandi mönnum heldur en hjá fátæklingum.66 Þó fátækar mæður væru líklegri til að hafa börnin á brjósti var aðbúnaður þeirra víðast lakari. Steingrím- ur Matthíasson telur ástandið á Oddeyri slæmt, „þar sem fátækt og óþrifnaður er með mesta móti er líka meðferð barnanna meira ábótavant en nokkurstaðar annarsstaðar í héraöinu".67 Sömu sögu hefur Ingólfur Gíslason, héraðslæknir í Vopnafjarðarhéraði, að segja. I skýrslu frá árinu 1912 lætur hann í ljósi áhyggjur af börnunum í kauptúninu, þar sem „fá- tæktin [virðist] vaxa ár frá ári sökum þess að fiskiafli og atvinna er mjög lítil".68 Það virðist vera greinilegt orsakasamband á milli fátæktar og dánartíðni ung- barna. Léleg húsakynni, óþrifnaður og matarskortur ógnaði lífi ungbarna. Það hefir þó sennilega átt þátt í að minnka ungbarnadauða að önnur fæða ungbarna batnaði eftir því sem leið á tímabilið; t.d. var börnum í auknum mæli gefið lýsi og kartöflur sem fara vel í maga ungbarna.69 Móðurmjólk eða kúamjólk í upphafi aldarinnar álitu flestir kúamjólk ekki síðri og jafnvel betri kost en brjóstamjólk. Brjóstamjólkin var aðallega gefin þar sem kúmjólk skorti. Það má víða lesa í ársskýrslum héraðslækna. Halldór Stein- Handa pelabörnum er mjólkin opt oflítið blönduð, og óhætt að segja, að optar en hitt er hreinlæti með pelann ekki svo mikið sem þyrfti að vera. Þannig er það vana- legast að blandað er á fullt pelaglasið í einu, þótt það taki miklu meira en barnið drekkur í einu, og síðan eru leyfarnar látnar vera í pelanum, og hann opt við il, þang- að til barnið drekkur næsta sinn...76 Breyting verður til batnaðar á öðrum og þriðja áratugi aldarinn- ar. Læknum ber saman um í ársskýrslum að meðferð á kúamjólk verði æ öruggari og hætt er að gefa dúsu nema í undantekning- artilfellum. Halldór Steinsen í Olafsvíkurhéraði, segir t.a.m. árin 1907 og 1910 að þar sé: „[mjjólk fyrir ungbörn ...víðast soðin, en Að sögtt Sigurlaugar GunnarsdóUur í Ási voru „kýrlausar" tnæður líklegri til að ala börn á brjósti en konur til sveita þar sem mjólk skorti ekki. sen (1873-1961) læknir í Ólafsvíkurlæknishéraði taldi t.d. brjóstagjöf almenna árið 1915, „enda er mjólkurekla mikil í sjó- þorpum."70 í Hofsóslæknishéraði ólu mæður einnig börn sín á brjósti árið 1901, „enda eigi um annað að gera, því mjög er hér mjólkurvant."71 Jónas Jónassen bendir á þetta í grein frá 1899 og segir þar að mæður álíti margar kúamjólk betri kost en móður- mjólk72 og Steingrímur Matthíasson gerir slíkt hið sama. Hann telur skýringuna á þessu vera að íslenskir læknar hafi ekki ver- ið nógu duglegir að fræða mæður um gildi brjósteldis að und- anteknum „dr. Jónassen, sem hefur skrifað góða bók, »Barn- fóstruna«, sem er oflítið þekt af alþýðu."73 Það lítur því út fyrir að móðurmjólkin sé ekki tekin fram yfir kúamjólk fyrir ungbörn. Ekki er sjálfgefið að meginskýring á aukinni tíðni brjósteldis sé vissan um kosti móðurmjólkur. Allt eins mikilvæg ástæða gæti verið mjólkurleysi t.d. í kauptúnum og við sjávarsíðuna, en þangað flykktist fólk til búsetu á fyrstu áratugum aldarinnar. Þrátt fyrir að æ fleiri mæður legðu börn sín á brjóst á tímabilinu voru pelagjafir greinilega tíðar. Lækkandi ungbarnadauða má einnig rekja til bættrar með- ferðar barnafæðunnar. Mæður fara t.a.m. að þynna mjólkina74 og þrifnaðar eykst. Á fyrsta áratug aldarinnar minnast læknar á ógætilega meðferð og óþrifnað með matvæli ungbarna.75 Sinnu- leysi með pelablönduna er áberandi að mati Sigurjóns Jónsson- ar, héraðslæknis í Höfðahverfi árið 1907, sem segir: 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.