Sagnir - 01.06.2000, Side 102

Sagnir - 01.06.2000, Side 102
SlGFÚS ÓLAFSSON ER FÆDDUR ÁRID 1974. HANN STUNDAR BA NÁM í SAGNFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS. „Syndugi maður sjá að þér" Þjófnaðarmál Guðrúnar Eiríksdóttur ÚR Miðvík Á fimmtudagskvöldi, næstu á eftir allraheil- agramessu, í nóvember haustið 1808, á nóttu tíma, æði löngu eftir dagsetur, varð vart við reyk í baðstof- unni á Neðri-Dálksstöðum í Eyjafirði. Þegar svipast var um í skemmu á bænum fannst þar eldur. Daginn eftir urðu menn varir við að munir og peningar hefðu horfið úr skemmunni. Ummerki þjófnaðar voru aug- ljós.1 Ljóst þótti frá upphafi að einhver á nágranna- bænum Miðvík væri sekur. Réttarhöld í málinu hófust þann 14. janúar 1809 á Svalbarði á Svalbarðs- strönd í Eyjafirði. Þórður Björnsson sýslumaður hafði umsjón með réttarhöldunum. Allmörg vitni voru kölluð fyrir réttinn og er skilmerkilega greint frá spurningum réttarins og svörum vitna í Dóma og Þingbók Þingeyjarsýslu 1804-1817 en stuðst er við dóma- og þingbókina sem megin heimild í þessari grein. Málið kom til kasta landsyfirréttar og þar var dómurinn yfir Guðrúnu Eiríksdóttur, sem játaði á sig sakir heima í héraði, mildaður. Málarekstur stóð með hléum fram á sumar 1809. Málinu lauk þann 15. júlí þegar Guðrún Eiríksdóttir í Miðvík tók út refsingu sína, tuttugu og fimm vandarhögg. Heimilisfólk á Neðri-Dálksstöðum og í Miðvík Neðri-Dálksstaðir standa rétt norðan við Svalbarðs- eyri í Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu, og er enn búið þar. Árið 1808-1809 var Jóhann Jónsson bóndi á Neðri-Dálksstöðum. Þar bjuggu einnig systir hans, Elín Jónsdóttir heimiliskvinna, 46 ára fædd og uppal- in þar í sókninni, og Hallgrímur Hallgrímsson, hús- maður, en frá þeim tveimur var stolið. Auk þeirra voru einnig til heimilis á Neðri-Dálksstöðum Aðal- björg Jóhannesdóttir, ómyndugt stúlkubarn á tólfta ári, og Steinvör Jóakimsdóttir, vinnustúlka. Ekki er getið um fleira heimilisfólk á Neðri-Dálksstöðum en Guðfinna Þorfinnsdóttir frá Syðri-Vargá var gestur þar þegar þjófnaðurinn átti sér stað. Jóhann bóndi af- tók það við vitnaleiðslur að Guðfinna hefði átt „Hún sagðist hafa stigið inn á baðstofugólfið en ekki inn í húsið og heyrt að verið var að Ijúka við sálminn „Syndugi maður sjá aðþér". Það má með sanni segja að sálmasöngurinn íMiðvík hafi verið við hæfi þelta kvöld." nokkurn hlut að máli. Allir nema Hallgrímur voru á bænum þegar þjófnaðurinn átti sér stað en hann var staddur úti í Garðs- vík sem stendur einum 4-5 km norðan við Neðri-Dálksstaði.2 Frá upphafi grunaði menn að þjófinn væri að finna í Miðvík og verður greint frá ástæðum þess hér á eftir. Miðvík stendur 6- 7 km norðan við Neðri-Dálksstaði og þar var búið til ársins 1966 og svo aftur á árunum 1977-82 en þá fór bærinn í eyði. Ábúend- ur í Miðvík á árunum 1808-1809 voru hjónin Guðmundur Jóns- son og Guðrún Eiríksdóttir. Guðrún var 46 ára gömul. Hún fæddist í Sundi í Grýtubakkahreppi og ólst upp í Höfðahverfi.3 Hallgrímur var sonur Guðrúnar, 22 eða 23 ára. Hann var fædd- ur og uppalinn á Borgargerði í Laufássókn og fermdur af séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá í Vaðlasýslu.4 Einnig bjuggu í Miðvík hjónin Jón Ólafsson og Kristín Jónsdóttir. Kristín var á milli þrí- tugs og fertugs, fædd og uppalin í Laufássókn. Árni Jónsson var húsmaður á bænum, 62 eða 63 ára. Guðrún Jónsdóttir, dóttir Guðrúnar og stjúpdóttir Guðmundar, var einnig á heimilinu en hún var á nítjánda ári. Hún var í Miðvík þegar þjófnaðurinn átti sér stað en var að hluta til í vinnumennsku á Meyjarhóli. Á heimilinu var einnig ungbarn sem Guðrún yngri gæti hafa átt en nafns barnsins er ekki getið.5 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.