Sagnir - 01.06.2000, Side 104

Sagnir - 01.06.2000, Side 104
Brúðargangur frá árinu 1872. bréf sem hún hafði meðferðis en í því geymdi hún brennisteinsmolann. Góssið faldi Guðrún undir steini í fjörunni fyrir neðan bæinn í Miðvík. A jóla- dagskvöld fór Guðrún niður í fjöru og brenndi þá muni sem hún stal. Hún sagðist hafa brennt skilding- ana með og stóð fast á því þó rétturinn leggði vafa á þann þátt framburðar hennar. Guðrún var ein að verki." Fátið sem kom á Guðrúnu þegar kötturinn birtist í skemmunni varð henni að falli. Hún missti bréf sem hún hafði með sér er hún rauk út úr smiðjunni. Bréf- ið var í eigu Hallgríms sonar hennar og tilskrifað honum og var aðal sönnunargagnið í málinu. Aðal- björg litla á Neðri-Dálksstöðum fann þetta bréf þar sem það lá í tröppu í skemmunni. Bréfið tók hún og geymdi og fékk Jóhanni það laugardaginn eftir að þjófnaðurinn var framinn. Jóhann sagði að bréfið hefði ekki getað borist á sinn bæ með öðrum hætti en þeim að þjófurinn hafi haft það í fórum sínum. Hall- grímur Jónsson hafði reyndar lánað Jóhanni bók fyrr um veturinn. Því vaknaði sú spurning hvort bréfið hefði getað komið með bókinni. Jóhann sagði að svo gæti ekki verið því hann hefði flett bókinni allri og auk þess hefði hún ekki verið lesin í smiðjunni.12 Guðrún Eiríksdóttir bar því við að „ástrýða og freistíng, og að nockrú leiti húngrið..." hefðu fengið hana til að fremja þjófnaðinn.131 ljósi þess má spyrja hvort Guðrún hafi verið haldin stelsýki. Alla vega nefnir hún hungrið til síðast. Vel má vera að hungur hafi ekki þótt mikil réttlæting þess að fremja glæpi. Eflaust voru víðast harðindi og hungur á íslandi á þessum tíma. Guðrún gat þess fyrst þegar hún bar vitni að lítið hafi verið af mat í Miðvík sökum bjarg- arskorts og rétt til einn pottur af mjólk sem ungbarn- ið fékk.14 Þann 1. mars var kveðinn upp í héraði sá dómur yfir Guðrúnu að hún skyldi erfiða í tukthúsi Kaup- mannahafnar það sem hún ætti ólifað fyrir morð- brennu og stuld.15 Landsyfirréttur Við upphaf 19. aldar varð breyting á íslensku dómskerfi þegar yfirréttur Alþingis og lögþingsrétturinn voru aflagðir. I stað þeirra var stofnaður Landsyfirréttur. Það var fyrir áhrif upplýs- ingarinnar að gerð var gangskör að því að bæta réttarfarið á ís- landi. Tilkoma hinnar nýju réttarfarsskipunar varð breyting til batnaðar. Afrýjunardómsstigunum var fækkað úr tveimur í eitt og þetta greiddi fyrir meðferð mála og flýtti fyrir úrskurði. Landsyfirrétturinn kom oftar saman en fyrri dómsstólar. Dóm- urum gafst meiri tími til starfa og málflutningur varð vandaðri. Fengnir voru til starfa fastir dómarar sem ekki sinntu öðrum störfum.16 Önnur breyting varð í kjölfar stríðs Dana og Breta sem braust út haustið 1807. Ófriðurinn setti allar samgöngur milli ís- lands og Danmerkur úr skorðum. Því var sakamálayfirréttur stofnaður vorið 1808. Hann átti að vera æðsti dómstóll í saka- málum á meðan á ófriðnum stæði. Þessari breytingu réttarfars- kerfisins fylgdu breytingar á hegningarlöggjöfinni og fram- kvæmd refsinga. Vegna stríðsástandsins var ógjörningur að standa fyrir flutningi fanga til Danmerkur. Sakamenn áttu því að afplána dóm sinn á íslandi. Þetta skapaði verulegan vanda því hegningarhúsið var lítið og engan veginn í stakk búið til að leysa tukthús í Kaupmannahöfn af hólmi. Gripið var til þess ráðs að milda hegningarlögin. Það var gert með konungsbréfi 25. júlí 1808.17 Tilgangurinn var að fækka í þeim hópi afbrota- manna sem dæmdir voru til hegningarvistar. Ákveðið var að beita líkamlegum refsingum í stað tukthúsvistar þegar um minni háttar afbrot var að ræða.18 Mildun hegningarlaganna kom fyrst og fremst til vegna þeirra samgönguerfiðleika sem fyrir hendi voru. Spyrja má hvort rétt sé að tala um mildun hegningarlaganna þar sem þeim var einkum breytt af hagkvæmnis ástæðum. Þetta má skoða út frá þeirri spurningu hvort sé mannúðlegri refsing, hýðing eða fangelsisvist. Auk þess mætti segja að ekki sé rétt að tala um mildun einhvers nema raunverulegur vilji til þess sé fyrir hendi en ekki um hentistefnu að ræða. Eins og Davíð Þór Björgvinsson segir varð raunin sú að um margt voru refsiákvæðin sem upp voru tekin mildari en þau lög sem áður var fylgt, þ.e. norsku 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.